Morgunblaðið - 27.01.2011, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011
að gera sig. Ég er ekki að fíla þennan
gaur. Og hann er bróðir Nínu minn-
ar. Ég þarf hugsanlega að endur-
skoða þetta allt saman.“ Sjonni
faðmaði mig, brosti og varð um leið
bróðir minn. Einn af mínum bestu
vinum. Á einu augnabliki voru það
örlög mín að hafa hitt dreng sem mér
þótti í alla staði fullkominn. Óend-
anlega skemmtilegur. En svo er því
nú farið með nánast alla vini hans.
Þeir eru allir bestu vinir Sjonna.
Hann átti hjörtu okkar allra. Við
stofnuðum Vesturport saman og vor-
um samstiga í listinni. Hann í tónlist-
inni. Það hefur verið unaður að fylgj-
ast með því hvað hann óx í þeirri
listgrein.
Hann var frábær þegar hann var
tuttugu ára. Hann var orðinn stór-
kostlegur þrjátíu og sex ára. Enda
hef ég oft fullyrt að Sjonni hafi án efa
verið einn af bestu söngvurum sem
Ísland hefur alið af sér. Á jólunum
sýndi hann mér stúdíóið heima hjá
sér. Þar ætlaði hann að ráðast í að
vinna tónlistina sína á nýju ári. Ég
hitti hann svo af tilviljun í Eyjum á
þrettándanum og hugsaði að ég yrði
að drífa í að hitta hann almennilega.
Bara við tveir. Fara yfir stöðuna.
Svo er honum kippt fyrirvaralaust
frá okkur. Hvernig á mannlegur
skilningur að ná utan um spurning-
arnar sem berjast um innra með
manni? Hvers vegna er lífi hans lok-
ið? Vonandi veit Sjonni það. Vonandi
skilur hann það. Ég vona það svo
innilega. Söknuðurinn verður mikill.
Það sem ég læt verða huggun mína
og lærdóm er að láta æðruleysi hans,
léttleika, réttlæti og auðmýkt verða
fyrirmynd þess einstaklings sem ég
vil bera innra með sjálfum mér.
Þannig mun minninga hans og áhrifa
gæta um ókomna tíð. Með þann eld í
brjósti mun ljós bróður míns skína
áfram.
Gísli Örn Garðarsson.
Elsku Sjonni minn, engillinn
minn.
Ég veit ekki hvar ég á byrja að
minnast þín í þessum örfáu orðum
sem ég sit hér niður á blað. Þetta er
svo erfitt og sárt að það er ekki hægt
að lýsa því nema með tárum. Ég hef
verið í kringum þig alveg frá því þú
fæddist og þú varst sólargeislinn
okkar Eyju systur og maður naut
þess að fylgjast með þér hvernig þú
þroskaðist og dafnaðir og varðst að
þessum glæsilega manni.
Á hverju sumri fórum við systur
með ykkur krakkana í bústað og þar
var mikið hlegið, leikið og sungið og
þar kom greinilega fram hvert þú
myndir stefna í þínu lífi.
Og það rættist, Sjonni minn. Þú
varst orðinn ein aðalstjarnan á Ís-
landi í söng og leik ásamt henni Þór-
unni þinni. Þið voruð svo flott saman.
Ekki má heldur gleyma þeim stund-
um sem við áttum öll saman hjá Dísu
systur ásamt mörgum af þínum vin-
um. Þessar stundir eru minningar
sem ekki gleymast. Þú gafst svo
mikið frá þér af hlýju og umhyggju.
Það geislaði alltaf af þér hvar sem þú
fórst. Ég er svo stolt af þér, engillinn
minn, og mun sakna þín sárt um
ókomna tíð. Ég kveð þig með þessum
línum:
Engill á jörðu hefur verið kallaður
heim,
en minningin lifir hjá öllum þeim,
sem voru svo lánsöm að kynnast
dreng góðum,
hans sárt er nú saknað á öllum
slóðum.
Elsku Eyja systir, Gunni, Árni,
Nína, Þórunn og börn og aðrir að-
standendur.
Guð veri hjá ykkur á þessum erf-
iðu stundum.
Minningin þin lifir, elsku Sjonni
minn.
Þín,
Sigurrós frænka.
Minningarnar um Sjonna frænda
okkar eru óteljandi. Við mæðgurnar
sitjum nú hér og rifjum upp þessar
ljúfu, fallegu minningar sem eru
okkur svo ótrúlega mikils virði.
Sjonni var alltaf hrókur alls fagn-
aðar, hann var gæddur svo mörgum
góðum hæfileikum og hafði alltaf svo
mikið að gefa, hann hafði einstaklega
góða nærveru og átti hjarta okkar
allra.
Elsku Sjonni, þú varst alltaf svo
hjartahlýr og einlægur. Þú gafst þér
alltaf tíma í að faðma alla og þú gafst
svo mikið af þér. Mér er það svo
minnisstætt þegar þú varst á tán-
ingsaldri, þá var ósjaldan sem að
ættingjar og vinir komu saman hér á
Laugaveginum til að spila, syngja og
skemmta sér. Þá var hlegið og sung-
ið. – Vigdís móðursystir.
Elsku Sjonni, þú varst minn besti
vinur þegar við vorum að alast upp
og ávallt mín fyrirmynd. Minning-
arnar um öll ævintýrin sem við upp-
lifðum og uppátækin og prakkara-
strikin sem við gerðum þegar við
vorum að alast upp verða ávallt
órjúfanlegur hluti af æsku minni. Á
unglingsárunum varst þú svo oft að
vernda mig og studdir mig ævinlega,
ég var alltaf svo stolt af því að vera
frænka þín. Ég á svo erfitt með að
trúa því að þú sért farinn frá okkur.
Komdu aftur og segðu að þetta sé
enn eitt prakkarastrikið. – Vigdís
frænka.
Elsku Sjonni, ég er svo þakklát
fyrir síðustu stundirnar sem við átt-
um saman í Tjaldanesinu hjá þér og
Þórunni. Ég mun alltaf varðveita
stundirnar sem við áttum í giljunum
á Laugarvatni. Ég elskaði að fá að
syngja við hlið þér á öllum ættarhitt-
ingunum.
Ég man svo vel eftir öllum hrekkj-
unum sem þú og Dísa systir gerðuð
mér, eins og að binda mig í reipi og
láta mig út um gluggann í Sigluvog-
inum og mamma og Eyja komu heim
þegar ég var stödd milli hæða. Það
er ótrúlegt en ég treysti ykkur alltaf,
þið gátuð alltaf sannfært mig um
hvað sem var. Þú varst alltaf svo
hæfileikaríkur og góður í öllu sem þú
tókst þér fyrir hendur. Ég vildi að ég
hefði sagt oftar hvað ég var stolt af
þér. „You’ll never walk alone.“ – Að-
alheiður frænka.
Ég trúi því ekki að þú sért farinn,
sakna þín og elska þig. – Lára
frænka.
Það er svo margt sem okkur lang-
ar að segja en það þyrfti miklu lengri
tíma en þessa stund til þess, en
minningin um þig og þakklætið fyrir
að hafa fengið að eiga þig sem
frænda og vin mun lifa í hjörtum
okkar um ókomna tíð.
Með hjálp góðra vina og hlýrra til-
finninga þá kveðjum við þig með
þessu ljóði.
Við sitjum hér og hugsum og orðin ei
finnum,
um hvað við elskum þig mikið Sjonni
minn.
Þú varst alltaf til staðar bæði bróðir
og frændi,
og á örskammri stundu dauðinn þér
rændi.
En aldrei hann tekur þinn mikla mátt,
því það muna þig allir á sinn hátt.
Þú ert okkar Prestley þú ert okkar
Dean,
þú varst dásemdin okkar, já stjarna
sem skín
Stelpurnar á Laugaveginum,
Vigdís Ósk Sigurjónsdóttir,
Vigdís Guðmundsdóttir,
Aðalheiður Ósk Guðmunds-
dóttir og Lára Guðmundsdóttir.
Í febrúar 1974 fengum við afi okk-
ar fyrsta barnabarn, stúlkubarn. Í
ágúst sama ár fæddist drengur í
annarri fjölskyldu sem við þekktum
ekki þá. En þremur árum seinna
kom hann með brosið sitt einlæga og
hefur verið okkar barnabarn síðan.
Ég hef oft sagt öðrum svo glöð og
stolt hversu fallegt systkinasamband
er á milli þeirra og litla bróðurins
sem fæddist átta árum seinna. Sig-
urjón átti annan systkinahóp sem
hann var einnig tengdur sterkum
systkinaböndum og núna eru þau
ásamt foreldrum beggja megin eins
og ein manneskja og í kjarnanum
eru börnin hans fjögur, eiginkona
hans, móðir hennar og systir. Það
sem skeði núna þann sautjánda er
ekki eins og það á að vera. Við förum
ekki í réttri röð. Hann átti lífið fram-
undan með fjölskyldunni sinni en við
gömlu hjónin erum tilbúin. En eng-
inn ræður för og hér sitjum við, afi
og amma, og grátum góðan dreng.
Við heyrum glaða, kitlandi hláturinn
hans, sem við þekkjum svo vel, á
jólagjöfinni frá þeim þar sem litlu
stubbarnir hans syngja fyrir okkur,
nánustu ættingja þeirra. Núna er
það ótrúleg reynsla að vera nálægt
og sjá einlægni og samstöðu þeirra
sem næstir eru Sigurjóni og hvernig
þau alltaf eru með í huga á hvern
hátt hann hefði leyst málin. Í sátt og
einlægni. Í huga mér hrærast orð
Kahlil Gibran þar sem hann segir
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu
þá aftur huga þinn og þú munt sjá,
að þú grætur vegna þess, sem var
gleði þín“.
Þetta verða okkar afa kveðjuorð í
von um huggun fyrir þá sem sakna
drengsins okkar.
Sólveig og Árni.
Fallinn er nú frá Sjonni Brink,
fyrsta barnabarnið hennar mömmu,
langt fyrir aldur fram, einungis 36
ára gamall.
Frá upphafi var hann mjög náinn
okkur öllum, mikill heimalningur hjá
ömmu sinni Rannveigu og um leið
meira litli bróðir minn en frændi.
Ekki var ég þó alltaf til í að hafa litla
gaurinn með mér hvert sem var.
Sjonni rifjaði oft upp, á sinn einstaka
myndræna hátt sem honum var ein-
um lagið, sögur frá því hvernig ég
stakk hann af í gamla daga. En ald-
ursbilið minnkar með árunum eins
og oft er sagt og eftir að við kom-
umst á fullorðinsaldur urðum við
góðir vinir og félagar.
Ég dáðist að Sjonna þegar hann
hafði hughrekki til að láta hjartað
ráða för og leyfa tónlistinni að verða
sitt lifibrauð. Það var ekki sjálfsagt
mál fyrir ungan mann með skyldur
gagnvart fjölskyldu að fara þá leið.
Hann valdi rétt og blómstraði eftir
það bæði sem tónlistarmaður og per-
sóna.
Í minningunni eru svo mörg
augnablik með Sjonna til að ylja sér
við, þrítugsafmæli Sjonna, bílskúrs-
samkomur, brúðkaup þeirra Þór-
unnar og síðan nýlegar veiðiferðir
bræðra og frænda í Svartá. Í lok
sumars var ég síðan svo lánsamur að
vera með honum á skemmtun á
Húsavík þar sem ég upplifði Sjonna
sem einstakan skemmtikraft og
hugsaði með mér hversu þroskuð og
frábær röddin hans var orðin.
Ég kveð þig nú, frændi minn og
bróðir með ljónshjartað. Við munum
standa vörð um fjölskylduna þína og
minninguna um þig.
Örn V. Kjartansson.
Það er með trega í hjarta sem ég
skrifa þessar línur. Sigurjón Brink
frændi minn er fallinn frá, langt fyrir
aldur fram. Við andlát konu minnar,
Sigríðar Sigurðardóttur, reyndust
Sigurjón og Þórunn Erna Clausen
okkur einstaklega vel. Ég hafði sam-
band við frænda og spurði hann
hvort hann gæti sungið við jarðar-
förina. Það var ekkert mál. Hann
mætti með kassagítarinn ásamt Þór-
unni sinni og þau sungu eins og engl-
ar í jarðarförinni.
Mig langar að þakka Sigurjóni og
Þórunni fyrir það vinarþel sem þau
sýndu okkar fjölskyldu á þeim erfiðu
tímum sem við þá gengum í gegnum.
Við verðum ævinlega þakklát þeim
fyrir það ljós sem þau lýstu í lífi okk-
ar á þeim degi.
Ég og mín fjölskylda viljum votta
Þórunni Ernu og börnum og Eyju,
Gunna og börnum okkar dýpstu
samúð.
Minning um góðan dreng lifir.
Jónas Vignir Grétarsson
og fjölskylda.
Elsku fjölskylda.
Hjarta okkar er fullt af sorg en í
sorginni sér maður gleðina, brosið,
væntumþykju og kærleikann sem
einkenndi Sjonna. Hann var ljósberi
sem lýsti upp tilveruna með nærveru
sinni. Birta minningar hans lýsir upp
þessa daga og verður hans vegvísir á
leið áfram í annan heim.
Guð blessi ykkur öll.
Þórdís frænka, Sólveig
og Bjartur Logi.
Elsku besti Sjonni minn. Þegar ég
frétti að þú værir farinn þá varð ég
svo reiður út í lífið. Ég vildi ekki trúa
þessu. Hvernig getur hann verið far-
inn? hugsaði ég.
Núna þegar ég skrifa þetta niður
hugsa ég um allar frábæru stund-
irnar sem við áttum saman. Ég brosi
því ég er svo þakklátur fyrir að hafa
þekkt eins góða og hlýja manneskju
og þig. Brink Open-golfmótin eru
mér ofarlega í huga þar sem við
frændurnir komum saman á hverju
sumri, fórum í bústað, borðuðum
góðan mat, drukkum vín og spiluð-
um golf. Auðvitað tókst þú gítarinn
með og hélst uppi fjörinu. Bítlarnir
voru mikið spilaðir enda í miklu
uppáhaldi hjá okkur og sérstaklega
þér. Það var svo mikil stemning sem
myndaðist alltaf í kringum þig. Þeg-
ar við vorum að plana þessi árlegu
golfmót hjá okkur var það mikilvæg-
ast að þú kæmist með. Ef þú varst að
spila úti á landi eða í bænum eins og
þú varst oft að gera, þá var reynt að
finna aðra helgi sem hentaði þér bet-
ur. Það var bara allt mun skemmti-
legra þegar þú varst með. Og það
vissum við allir.
Þú varst með einstakan húmor og
gast látið okkur strákana liggja í
gólfinu af hlátri þegar þú varst að
segja sögur eða brandara. Margir
frasar sem þú hefur látið út úr þér í
gegnum árin eiga eftir að lifa lengi.
Ég man þegar ég kíkti til þín í
kaffi síðasta sumar þegar ég varð
þrítugur. Ég var ekki viss hvernig ég
ætti að hafa afmælið mitt og var með
nokkrar áhyggjur. Þú sagðir mér
bara að slaka á og bjóða fólki bara
heim til mín og kaupa nóg áfengi. Ég
skal sjá um svona netta veislustjórn-
un sagðirðu. Þetta kvöld var full-
komið í alla staði. Þú komst, hélst
ræðu, söngst fyrir fólkið og sagðir
brandara. Pabbi þinn Róbert, þú og
pabbi minn, Mark, tókuð nokkur lög
saman og þakið ætlaði af kofanum.
Svo söng ég með þér eitt eða tvo lög
þetta kvöld líka. Kvöldið var frábært
í alla staði og ég man eftir á hvað ég
var ánægður með þetta kvöld. Gest-
irnir voru líka í skýjunum og tala enn
um það í dag hvað þetta var
skemmtilegt afmæli. Þú áttir mjög
stóran þátt í því.
Ég mun eflaust sakna kaffitíma
okkar mest. Við hittumst nú yfirleitt
heima hjá þér, fengum okkur að
borða eitthvað frábært sem þú hafð-
ir kokkað og svo duttum við í kaffi og
spjall. Ræddum svo saman um allt
mögulegt en þó aðallega tónlist og
fótbolta. Þú ert auðvitað mikill Liv-
erpool-maður og ég Man. Utd. Fullt
af frábærum samræðum sem ég
gleymi aldrei.
Ég hef alltaf litið mikið upp til þín,
alveg frá því að við vorum smástrák-
ar í Sandgerði að alast upp. Þegar
árin liðu og við stækkuðum þá
breyttist það ekki neitt. Enda varstu
einstakur. Ávallt glaður og brosandi,
frábær faðir, fjölskyldumaður og
æðislegur söngvari. Það var ekki
hægt að hugsa sér betri vin og
frænda. Ég mun sakna þín mikið,
elsku Sjonni, og ég veit að þú ert á
góðum stað núna. Jafnvel að taka
lagið með Lennon. Ég get alveg
ímyndað mér það. Brosið þitt mun
lýsa okkur öllum leið.
Viðar Brink, Guðbjörg
Helgadóttir, Erika Brink
Viðarsdóttir, Emelía Brink
Viðarsdóttir.
Mér varð orðs vant þegar Jón Sig-
fús frændi minn hringdi í mig að
morgni 18. janúar og tjáði mér að
Sigurjón Brink, Sjonni frændi okk-
ar, hefði fallið frá kvöldinu áður. Ég
var nýbúinn að hitta Sjonna og átt-
um við gott spjall um það sem á daga
okkar hafði drifið yfir jól og áramót.
Hann leit svo vel út, bjartsýnin skein
úr andliti hans enda ekki ástæða til
annars, allt gekk svo vel í lífinu og
hann hlakkaði til að takast á við þau
verkefni sem framundan voru. Þrátt
fyrir skyldleika okkar Sjonna þekkt-
umst við ekki þegar við vorum litlir
en það var ekki fyrr en í seinni tíð
sem ég fékk tækifæri til að kynnast
honum þegar ég fékk hann til að
taka að sér þáttastjórnun á Létt-
Bylgjunni og Bylgjunni fyrir nokkr-
um árum. Sjonni var fljótur að ná
tökum á þessu og innti hann þessi
störf ávallt mjög vel af hendi. Fyrir
það var ég þakklátur og stoltur.
Sjonni var mikill mannvinur, hafði
góða nærveru og var hvers manns
hugljúfi. Hann var orðgóður til allra
manna og vinsæll. Hann var eftir-
sóttur tónlistarmaður, frábær
söngvari og hugverkasmiður. Hvar
sem hann kom með gítar sinn og
söng gerði hann stormandi lukku,
vakti gleði og hreif með sér áheyr-
endur alla. Sjonna verður sárt sakn-
að.
Ég bið þess að trúin á eilífa lífið og
allar góðu og fallegu minningarnar
sem við eigum um þennan góða
dreng munu koma sem ljós inn í
dimma daga sorgarinnar. Ég bið
Guð um að gefa Þórunni Ernu eig-
inkonu hans, börnum hans, foreldr-
um, systkinum og öðru nákomnu
fólki styrk og von í sorg þeirra.
Bjarni Arason.
Elsku Sjonni frændi minn.
Ég get varla trúað því enn að þú
sért farinn til Öllu ömmu og Sigur-
jóns afa svona alltof snemma og ég
bíð bara eftir að vakna af þessari
dimmu martröð okkar allra. Það er
erfitt að skilja að þú skulir ekki leng-
ur vera hérna hjá okkur. Sjonni stóri
frændi minn með heillandi brosið og
smitandi hláturinn og góða skapið,
alltaf svo hjálpsamur og fús til að
gleðja aðra. Þú varst ætíð hrókur
alls fagnaðar og alltaf miðpunktur-
inn hvar sem þú fórst, sannkallaður
hugljúfi allra.
Ég er óendanlega þakklát, elsku
Sjonni minn, fyrir allar dásamlegu
samverustundirnar og þessa stuttu
samferð hérna megin. Þótt himna-
ríki verði örugglega skemmtilegra
með þig þarna uppi, þá er og verður
þín sárt saknað hérna niðri. Við höf-
um misst mikið með þér og við sökn-
um þín mjög og munum ylja okkur
við allar fallegur minningarnar um
einstaklega fallega og góða mann-
eskju.
Við biðjum Guð að blessa börnin
þín og Þórunni og styðja í lífinu.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Hrafnhildur.
Veruleikinn er undarlegt fyrir-
bæri. Þá helst á þeim stundum þegar
raunveruleikinn snýst í andhverfu
sína. Þegar raunveruleikinn er orð-
inn óraunverulegur. Þannig hafa
þessir síðustu dagar verið. Þegar við
þurfum að reyna að ná utan um þá
staðreynd að vinur okkar er ekki
lengur með okkur. Ungur maður
sem átti allt það sem hver maður
óskar sér. Stóra elskandi fjölskyldu,
marga góða vini og ástríðufullt starf.
Það er enn varla hægt að trúa því að
hann Sjonni verði ekki hjá okkur
lengur en það er blákaldur veruleik-
inn sem við þurfum að lifa með. Tím-
inn er víst það eina sem getur hjálp-
að okkur í því að lifa með sorginni.
Og minningin. Minningin um mann-
eskjuna sem við þekktum. Þennan
einstaka mann. En það er sárt. Tím-
inn getur verið svo lengi að líða. Við
getum þó huggað okkur við það að
hann stendur ekki í stað, hann líður,
eins og Sjonni söng í laginu sínu og
Þórunnar.
Hann Sjonni var fallegur drengur
að innan sem utan. Alveg hreint
heillandi persónuleiki. Það er þessi
nærvera sem sumir hafa yfir að ráða
sem gerir manni kleift að líða vel í
eigin skinni. Að láta öðrum líða vel í
kringum sig er náðargáfa sem okkur
er ekki endilega öllum gefin þótt við
glöð vildum. Sjonni bjó yfir þessum
eiginleika. Þetta er einhvers konar
blanda af hreinskilni, jákvæðni og
nokkurs konar andlegri og líkam-
legri opnun sem gerði hann að mann-
eskju sem gott var að vera í kring-
um.
Við sátum saman á nýársfagnaði
Vesturports fyrir svo stuttu. Það var
rætt um framtíðina. Hvað nýja árið
bæri í skauti sér. Það var hugur í
okkar manni. Það voru nýjar áskor-
anir sem hann hugðist takast á við.
Talað var um að nýta þyrfti tímann í
lífinu. Eyða honum ekki til einskis í
SJÁ SÍÐU 28