Morgunblaðið - 27.01.2011, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011
hluti sem eru einskis virði. Þessa
litlu ómerkilegu hluti sem við leyfum
of oft að taka stjórn í lífi okkar. Hið
neikvæða afl er of fyrirferðarmikið í
samfélaginu okkar og þá auðvitað
sérstaklega í því árferði sem nú er
ríkjandi. Í ljósi þessa spjalls, já-
kvæðni hans og væntinga til framtíð-
arinnar er óskaplega sárt til þess að
hugsa að hálfum mánuði síðar er
honum kippt frá okkur. Við skulum
heiðra minningu vinar okkar með því
að halda utan um hugarfarið. Leyfa
ekki efanum og svartsýninni að ná
tökum á okkur og láta það verða ofan
á sem virkilega skiptir okkur máli í
lífinu.
Sjonni var einn af stofnendum
Vesturports fyrir réttum áratug. Við
áttum drauma sem margir hafa
ræst. Sumir eru enn í vinnslu. Sjonni
lét sinn draum rætast, fylgdi sann-
færingu sinni og hóf farsælan tón-
listarferil eins og við öll vitum. Fyrst
og fremst viljum við félagar hans
þakka fyrir tímann sem við fengum
með honum þó að hann hefði átt að
verða svo miklu, miklu lengri.
Við sendum aðstandendum og vin-
um Sjonna styrkan og hlýjan hug á
þessum sáru og erfiðu tímum. Minn-
ingin um vin okkar mun lifa í hjört-
um okkar að eilífu.
F.h. Vesturports,
Björn Hlynur Haraldsson.
Elsku besti Sjonni minn.
Þegar ég fékk fréttirnar um að þú
værir farinn að eilífu þá hreinlega
hrundi heimurinn. Ég reyndar trúði
ekki og geri varla enn. Ég hlaut þann
heiður að fá að vera mikið með þér
áður en þú kvaddir þennan heim og
fyrir það er ég þakklátur. Við hitt-
umst þennan örlagaríka dag og tók-
um hvor um annan eins og við gerð-
um alltaf og smelltum kossi á kinn.
Þú kvaddir einnig með faðmlagi með
því að við ætluðum að hittast kvöldið
eftir út af Evróvisjólaginu þínu, sem
flutt verður 29. jan. Ég hafði sjaldan
séð þig eins spenntan og þú varst
fyrir þessu lagi. 5 tímum síðar varstu
allur.
Við ákváðum fyrir mörgum árum
að við yrðum bestu vinir að eilífu.
Okkur tókst það en þitt skarð verður
aldrei fyllt. Ég get ekki lýst sökn-
uðinum og tómleikanum sem mynd-
ast þegar þú ert ekki á svæðinu og ég
get ekki trúað því að við sjáumst
aldrei aftur í þessum heimi.
Mér finnst þetta svo ósanngjarnt,
en ég trúi því að þú hafir verið tekinn
frá okkur af góðri ástæðu þó að það
sé mér óskiljanlegt.
Við kynntumst snemma á ung-
lingsárunum og myndaðist strax
mikill vinskapur. Mikið brallað og
margar góðar minningar. Við byrj-
uðum að spila á gítar á svipuðum
tíma og var það augljóst strax hvert
stefndi með hann Sjonna minn í tón-
listinni. Hann var bara með þetta.
Hann þróaðist í músíkinni með
hverju árinu og varð stöðugt betri.
Hann var farinn að vinna með öllum
þeim bestu í tónlistinni en aldrei
steig það Sjonna til höfuðs hversu
hátt hann var kominn í þeim bransa.
Sjonni, elsku karlinn minn, ég á
eftir að sakna þín óendanlega og
mun viðhalda minningu þinni það
sem eftir er.
Ég bið fyrir Þórunni og börnunum
Aroni, Kristínu, Hauki og Róbert og
allri hans fjölskyldu. Megi guð og
styrkur vera með okkur á þessum
erfiðu tímum.
Þinn besti vinur,
Sigurpáll.
Elsku vinur. Svakalega er lífið
skrýtið.
Það er svo óviðunandi þegar fólk
er bara tekið frá manni og ekkert er
hægt að gera. Fullkomlega óskiljan-
legt. Oft á dag er eins og maður
hrökkvi við … æ já … Sjonni er far-
inn. Og alltaf grípur um sig þessi
sama sára tilfinning, eins og skáta-
hnútur í maganum.
Ég man svo vel hvað við Robbi lit-
um upp til þín á unglingsárunum.
Það var alltaf sérstök tilhlökkun að
fá að vera með þér. Þú varst algjör
rokkstjarna í okkar augum. Og það
breyttist aldrei. Þú varst reyndar al-
veg sérstök tegund af rokkstjörnu.
Algjör töffari en samt svo hlýr og
einlægur. Og með tímanum tókst
með okkur sönn vinátta og samstarf
sem gaf af sér margar af eftirminni-
legustu stundunum í mínu lífi.
Myndbandið sem við gerðum fyrir
Robba þegar hann varð tvítugur,
Bítlakvöldin í Vesturporti, árin á
Hverfisbarnum og Bítlið okkar
magnaða. Yndislegar sprelllifandi
minningar. Öll Brink-hersingin
mætt á svæðið í stuði. Eyja og Flippi
pabbi og allir þeim megin líka. Allir
saman, allir vinir. Þannig er fólkið
þitt.
Og eitt máttu vita, kæri vinur, að
þetta fólk, þessi stóra, samrýnda
fjölskylda, og vinir þínir, þessir
mörgu, góðu vinir, þeir munu aldrei
gleyma þér. Af því að þú áttir sér-
stakan stað í hjörtum allra sem
kynntust þér. Við munum halda
minningu þinni á lofti og hugsa vel
um þá sem þú skildir eftir.
Elsku Þórunn, Haukur Örn, Ró-
bert Hrafn, Kristín María og Aron.
Guð gefi ykkur styrk í sorginni og
blessi ykkur ávallt.
Bið að heilsa John.
Jóhannes Ásbjörnsson.
Engin orð fá lýst þeim söknuði
sem fylgir fráfalli Sjonna.
Ekki óraði mig fyrir því þegar
Sjonni kom til mín fáeinum dögum
áður en hann kvaddi þennan heim og
fékk hjá mér hljóðfærið sem ég færði
honum að gjöf að okkar síðasti fund-
ur væri að eiga sér stað. Þennan
morgun höfðum við spilað skvass
eins og við gerðum reglulega og okk-
ur þótti svo gaman. Hann var bros-
mildur og hress og kvaddi mig með
faðmlagi eins og hann gerði alltaf.
Lífsgleðin var aðalsmerki Sjonna,
hann var alltaf að plana eitthvað
skemmtilegt. Húmorinn var aldrei
langt undan og gleðin tók völdin þeg-
ar Sjonni mætti á svæðið. Sjonni
elskaði að skemmta sér og sínum,
hann var gleðigjafi. Sjonni kom fram
við fólk af þeirri virðingu og hlýju
sem einkennir allt hans fólk. Sjonni
var líka gjarn á að tala mikið og fal-
lega um fjölskyldu sína sem var hon-
um svo kær.
Minningarbrotin eru mörg, söng-
ur Sjonna í brúðkaupi okkar Guð-
rúnar, veiðiferðin í Andakílsá þar
sem Aron veiddi maríulaxinn, golf-
ferðir, sumarbústaðaferðir og hesta-
túrar þar sem við sungum og
skemmtum okkur saman í frábærum
félagsskap. Þessar minningar ásamt
svo mörgum öðrum munum við varð-
veita.
Sjonni var stórkostlegur tónlistar-
maður en honum var margt annað til
lista lagt. Hann var listakokkur sem
þreyttist seint á að fræða mig um
eldamennsku og kenndi mér að búa
til sósurnar sínar góðu. Hann hafði
mikinn áhuga á golfi og við unnum
saman í því að bæta sveifluna. Ég
gleymi ekki gleðinni í sumar þegar
slæsið hvarf um stund.
Að njóta þeirrar gæfu að vera vin-
ur Sjonna voru forréttindi. Vinátta
okkar var traust og á hana bar aldrei
skugga. Ég er stoltur og þakklátur
því að hafa fengið að taka þátt í sum-
um af þeim verkefnum sem hann tók
sér fyrir hendur og mun hljómsveitin
Rokk ávallt eiga sérstakan stað í
mínu hjarta. Ég mun sakna þess að
eiga ekki von á því að Sjonni hringi í
mig og segist verða að leyfa mér að
heyra nýjustu upptökuna sína, en
hann var vanur að koma til mín og
við spáðum í hvað væri gott og hvað
mætti betur fara þegar hann var að
taka upp lögin sín. Sjonni vissi hvað
ég hafði gaman af því að spá í þetta
með honum og ég þakka honum fyrir
að hafa leyft mér það.
Börnin okkar, Ragnhildur Edda
og Gísli Gotti litu upp til Sjonna og
eiga eftir að sakna hans mikið, enda
gaf hann sér ávallt tíma fyrir þau og
gladdi þau með nærveru sinni. Jafn
traustan og vandaðan vin var ekki
hægt að hugsa sér, því fengum við
fjölskyldan svo sannarlega að kynn-
ast í gegnum tíðina. Sjálfur leit ég
upp til Sjonna og úr huga mínum
mun hann aldrei hverfa. Sjonni var
einstakur.
Minningin um uppáhaldssöngvar-
ann okkar og traustan vin lifir.
Elsku Þórunn, Aron, Kristín
María, Haukur Örn og Róbert
Hrafn, missir ykkar er mikill. Við
vottum ykkur og öðrum ástvinum
Sjonna okkar dýpstu samúð.
Þórður Ágústsson
(Doddi) og fjölskylda.
Elsku Sjonni okkar, með hlýju í
hjarta verður okkur hugsað til þín.
Orð fá því ekki lýst hversu erfitt er
að missa þig svona fljótt. En minn-
ingarnar um þig varðveitast og þú
munt lifa áfram í börnunum þínum.
Hanna María var svo heppin að hafa
þig í lífi sínu þar sem hún var alltaf
velkomin á heimili þitt og umvafin
hlýju frá þér og Þórunni. Þú varst
svo góður við hana og duglegur að
grípa hana með í leikhús og bíóferð-
ir. Aldrei hefði mér dottið í hug þeg-
ar ég var að hlaupa með Hönnu Mar-
íu út í bíl til þín í lok desember, en þá
lá leiðin að fara að sjá Þórunni leika í
Leitin að jólunum enn einu sinni, að
þetta væri síðasta ferðin. Ferðin sem
endaði með að þú skelltir þér í ísbúð
með börnin þín og Hönnu Maríu í
farteskinu. Við vorum einstaklega
lánsamar að hafa haft þig sem part
af okkar lífi og erum þakklátar fyrir
það. Elsku Sjonni, við munum hlúa
að og hugsa vel um Þórunni og börn-
in þín, það máttu vera viss um.
Elsku Þórunn og börn og fjöl-
skylda, megi guð vaka yfir ykkur á
þessum erfiðu tímum.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Auður Lind og Hanna María.
Það er þyngra en tárum taki að
hugsa til þess að Sjonni sé dáinn, allt
of ungur. Hann sem var hvað mest
lifandi manneskja sem ég þekkti,
alltaf brosandi og alltaf hlýlegur.
Ég kynntist Sjonna þegar hann og
Þórunn, besta vinkona mín, fóru að
vera saman. Þau voru frábært par.
Hann tók mér strax með opnum
örmum eins og við hefðum alltaf
þekkst, hann átti greinilega auðvelt
með að kynnast fólki og átti marga
góða vini sem hann var duglegur að
kynna hverja fyrir öðrum og skapa
þannig afslappaða stemningu. Hann
var líka í nánu sambandi við fjöl-
skyldu sína og duglegur að rækta
sambandið við systkini og foreldra
sem lýsti sér best í því að ég þekkti
alla nánustu ættingja hans með nafni
þó að suma hefði ég aldrei hitt. Miss-
ir þeirra er mikill.
Við hittumst síðast fyrir tæpum
mánuði, heima hjá þeim hjónum, og
ég man sérstaklega eftir því hvað
Sjonni lagði sig fram við að láta okk-
ur Kjartani líða vel. Við áttum frá-
bært kvöld. Hann var svo góður
gestgjafi, klár að búa til mat og pass-
aði upp á að mann vantaði ekki neitt.
Þegar svona grein er skrifuð er
venjan að mæra fólk og tala um það
besta í fari þess. Í tilfelli Sjonna er
ekkert annað hægt, hann var bara
góður, vildi öllum vel og talaði aldrei
nema vel um fólk. Menn eins og hann
eru vandfundnir.
Elsku Þórunn. Harmur þinn er
hrikalegur og orð mega sín lítils. Ég
bið þess að þú og börnin fái styrk í
þessari erfiðu raun. Guð blessi minn-
ingu Sigurjóns Brink.
Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir.
Okkur langar að minnast Sjonna
gamla vinar okkar í örfáum orðum.
Sjonna kynntumst við fljótlega eftir
að hann flutti í Seljahverfið 13 ára
gamall og með okkur tókst góður
vinskapur sem hélst út unglingsárin
og kunningsskapur sem hélst alla
tíð. Þrátt fyrir að Seljahverfið hafi
verið eitt fjölmennasta hverfi borg-
arinnar þess tíma og mikið um að
vera fór ekki framhjá neinum þegar
Sjonni flutti í hverfið enda var þar á
ferðinni ekki bara heillandi,
skemmtilegur, glettinn og fyndinn
drengur heldur var hann líka uppá-
tækjasamur og einstaklega hæfi-
leikaríkur og hafði mikið aðdrátt-
arafl. Sjonni var líka einn af þeim
sem virtust ekki þurfa að hafa mikið
fyrir því að ná góðum tökum á því
sem hann tók sér fyrir hendur, hvort
sem það var hjólabretti, skíði, fót-
bolti, körfubolti, teikningar, tónlist
eða hvað sem er. Á svona stundu
hellast yfir mann skemmtilegar
minningar um það sem brallað var,
hvort sem það voru skemmtanir í
hverfinu og bænum, útihátíðir hér og
þar, hjólabretti, skíði í Bláfjöllum
eða partíin í Flúðaseli þar sem Cree-
dence Clearwater og Eagles hljóm-
uðu gjarnan.
Það er erfitt, sárt og ósanngjarnt
að þurfa að kveðja góðan vin og fé-
laga sem hefur verið hrifsaður burt
úr blóma lífsins frá fjölskyldu sinni
og ástvinum. En það voru forréttindi
að fá að kynnast og eiga Sjonna sem
vin og félaga. Sjonni var vinmargur
og þess vegna eiga líka margir um
sárt að binda en að sama skapi lifir
minningin um góðan dreng í hugum
svo margra. Eiginkonu hans og
börnum, foreldrum, systkinum og
ástvinum öllum sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Atli Viðar Thorstensen
og Gunnar Valdimarsson.
Jæja Sjonni minn, kæri vinur og
félagi. Þá er komið að kveðjustund.
Sú stund kom allt, allt of snemma en
náttúrunni halda engin bönd.
Eina leiðin til að brynja sig fyrir
missi er að eiga aldrei neitt sem
skiptir máli. Þeir sem voru þess láns
aðnjótandi að hafa fengið að fylgja
þér í lífinu upplifa nú stórkostlegan
missi. Það var svo margt sem þú
hafðir fram að færa.
Eftir að hafa jafnað mig á því áfalli
sem fylgir því að fá svona óraunveru-
legar fréttir sem fregnirnar af and-
láti þínu vissulega eru, þá hef ég
hugsað mikið um tíma okkar saman.
Minningarnar sækja stöðugt að mér
og ég áttaði mig á því að okkur hafði
verið gefinn heilmikill tími saman og
fyrir það er ég þakklátur.
Mín fyrsta minning um þig er af
þér hangandi úr strætóskýli í Flúða-
selinu með Magga vini þínum, en
þangað hafðir þú flutt skömmu áður.
Við höfum verið um þrettán ára. Það
er einkennilegt en ég man þetta eins
og það hafi gerst í gær. Það var
sprell í þér þann daginn eins og þín
var von og vísa. Skömmu síðar snér-
ist lukkan mér á sveif og þú byrjaðir
í sama bekk og ég í Seljaskóla á
fyrsta ári í gagnfræðaskóla. Þó svo
að við höfum kannski ekki verið
trúnaðarvinir fyrstu árin þá fór
ávallt vel á með okkur og sameig-
inlegur áhugi okkar á tónlist (og
sprelli) dró okkur saman. Við vorum
í kjölfarið í hljómsveit saman í fleiri
ár og mynduðum þar með okkur
bönd sem aldrei munu rofna. Þessi
ár voru frábær og í þau fáu skipti
sem ekki var fjör og samskipti með-
lima gengu ekki vel, þá varst það þú
sem sást um að lægja eldana. Til
þess beittir þú ýmist gríni en ef það
þraut, þá diplómatískum aðferðum.
Þú hafðir ekki tíma í leiðindi, forð-
aðist þau eins og heitan eldinn. Það
er ekki laust við að maður hafi bros-
að gegnum tárin síðastliðna viku
þegar minningum af hrekkjum og
gríni skaut upp í kollinn á mér.
Það gleður mig að þú hafir verið
trúr þeirri sannfæringu þinni að þér
væri ætlað að vera tónlistarmaður og
skemmtikraftur. Þú hafðir unnið að
því af krafti að koma þér áfram í
þeim harða heimi og þér hafði tekist
svo vel upp að öll þjóðin syrgir fráfall
þitt. Mönnum verður tíðrætt um þá
góðu nálægð og útgeislun sem staf-
aði af þér og ég get vottað að það eru
engar ýkjur. Öllum leið vel í kringum
þig Sjonni. Þú varst örlátur, bæði á
eigur þínar, en einnig á sjálfan þig.
Enda starfaðir þú við það að gefa í sí-
fellu af þér, og gerðir þú það vel.
Ég er þakklátur fyrir það að við
náðum að tengja aftur í sumar. Ég
fékk að verja tíma með þér, Þórunni,
Hauki og Róberti. Við unnum í tón-
list, spiluðum golf og nutum lífsins
með fjölskyldum okkar. Ómetanlegt.
Sú staðreynd að ég bý erlendis gerði
okkur erfiðara um vik að rækta vin-
skapinn en þrátt fyrir það voru okk-
ar samskipti ávallt óþvinguð og
skemmtileg. Allar góðu stundirnar
gera missinn að sjálfsögðu óbæri-
legri, en ég veit að þegar fram líða
stundir þá verður þakklæti mér ofar
í huga þó svo að söknuðurinn fari
aldrei að fullu meðan ég lifi.
Sjonni, þú varst einstakur maður
og einstakur vinur.
Albert Steinn Guðjónsson.
Minningin er ljóslifandi og sterk
frá því þegar Sjonni kom í hljóðverið
til mín fyrir nokkrum mánuðum,
glaður og hress og söng með mér dú-
ettinn Okkar ástarvor. Hann var bú-
inn að undirbúa sig vel og flutning-
urinn var vandaður og einbeittur.
Eftir fáeinar tökur var þetta full-
komið hjá honum.
Þakka þér, vinur.
Blessuð sé minning Sjonna.
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér,
skrítið stundum hvernig lífið er.
Eftir sitja margar minningar
þakklæti og trú.
Við sendum fjölskyldu og vinum
Sjonna innilegar samúðarkveðjur.
Megi góður guð gefa ykkur styrk
og blessa ykkur á þessum erfiðu tím-
um.
Björgvin Halldórsson
og fjölskylda.
Kæri vinur. Þegar ég heyrði þær
hörmulegu fréttir að þú hefðir orðið
bráðkvaddur fékk ég sting í magann
og vildi ekki trúa að þetta væri satt.
Ég hefði aldrei getað ímyndað mér
að ég myndi þurfa að skrifa minning-
argrein um þig á þessum tímapunkti.
Þú varst á besta aldri, flottur, síbros-
andi og allt gekk vel í tónlistinni.
Leiðir okkar lágu fyrst saman fyr-
ir rúmum 30 árum síðan þegar við
vorum guttar í leikskóla og fórum
svo saman í grunnskóla. Við vorum
saman á okkar yngri árum nánast á
hverjum degi og var ýmislegt brall-
að. Við hittumst sjaldnar eftir að ég
flutti úr Þórufellinu eins og gengur
en þegar við hittumst varstu alltaf
brosandi og hlæjandi.
Ég á margar góðar minningar um
okkur en það er alltaf ein sem kemur
fyrst í huga mér. Við vorum ekki
eldri en 6-7 ára og við spiluðum plöt-
ur með Elvis Presley heima hjá þér í
Þórufellinu og þú söngst og dansaðir
á stofuborðinu. Þannig man ég vel
Sigurjón Brink
Að skrifa minningagrein
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina.
Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum
dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til
birtingar á mánudag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt
sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000
tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum,
þar sem þær eru öllum opnar.