Morgunblaðið - 27.01.2011, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 27.01.2011, Qupperneq 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 eftir þér, kæri vinur og þar sást hvert þú ætlaðir þér. Svo lágu leiðir okkar saman á ný þegar þú kynntist henni Þórunni þinni, æskuvinkonu konu minnar – svona er landið lítið. Í brúðkaupinu ykkar minntir þú mig á það sem við ætluðum alltaf að gera þegar við vor- um guttar en það var að eignast hús- bíl og búa í honum. Það var ekki flók- ið. Elsku Þórunn, Róbert, Haukur Örn, Kristín María, Aron, foreldrar og aðrir aðstandendur, ég votta ykk- ur samúð mína. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Elsku Sigurjón, vertu sæll að sinni, við hittumst síðar. Þinn vinur, Bjarni Már Bjarnason. Ég man eins og gerst hafi í gær hvernig við kynntumst kæri vinur. Í byrjun árs 2000 hafði ég, ásamt öðr- um, fest kaup á Hverfisbarnum, en með í kaupunum fylgdi dúettinn „Bítlarnir“. Ég ákvað að hringja í forsprakkann Sjonna Brink, sem ég kunni engin deili á og athuga hvort við ættum ekki að hittast og fara yfir málin. Við hittumst daginn eftir og fannst mér frá fyrstu mínútu eins og ég hefði þekkt þig alla tíð. Hvorki fyrr né síðar hef ég hitt mann sem var jafn jákvæður, skemmtilegur og brosmildur. Ótrú- lega brosmildur. Næstu tvö árin spil- uðuð þið Jói nánast alla fimmtudaga á Hverfisbarnum við miklar vinsæld- ir og óx vinátta okkar með. Einn af þínum fjölmörgu mann- kostum var hversu bóngóður þú varst. Þú varst ætíð boðinn og búinn að spila og syngja, í veislum, stórum sem smáum. Þú spilaðir undir þegar ég söng í brúðkaupi mínu, spilaðir í veislunni sjálfri og við höfðum ný- verið handsalað að þú myndir spila í fertugsafmæli mínu í júní. Fyrir þetta og margt annað verð ég þér ævinlega þakklátur. Í síðasta samtali okkar ítrekaðir þú, eins og í flestum samtölum sem við höfum átt síðustu ár, að nú yrðum við – ég, þú, Doddi og Jói að fara að hittast og rifja upp gamla og góða tíma. Það hafði staðið til lengi hjá okkur að hittast fjórir saman en einhvern veginn gafst aldrei rétti tíminn til þess. Við Doddi höfum nú þegar ákveðið að láta verða af þessu og er ég þess fullviss að þú verður með okkur í anda. Elsku Sjonni, ég kveð þig með mikl- um söknuði en jafnframt þakklæti fyrir vináttu sem aldrei bar skugga á. Elsku Þórunn, börn, foreldrar og systkini, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Missir ykkar er mikill, en í brjósti mér býr vissa að minningar um einstakan mann með bjartasta brosið muni lina sorgina. Rósant Birgisson. Ég kveð góðan dreng sem fallinn er nú frá í blóma lífsins langt um ald- ur fram. Ég var svo heppinn að kynnast Sjonna á unglingsárunum og höfum við brallað ýmislegt saman í gegnum tíðina. Við höfðum sameig- inlegt áhugamál sem var tónlistin og í gegnum hana hefur líf okkar sam- tvinnast. Ég minnist tónleikanna með In Bloom, myndbandagerðar í Los Angeles, Noregsreisa með Le sing, upptaka á Flavors-plötunni, og frá- bærra stunda þegar Bítl tónleikur- inn var settur upp í Loftkastalanum. Þú varst alltaf jákvæður og bros- andi, og gaman þótti mér að fylgjast með hversu vel þér var farið að ganga í tónlistinni. Ég trúi því að þú sért á góðum stað umvafinn ást og hlýju. Ég bið guð að blessa Þórunni, börnin þín, foreldra og systkini og er hugur minn hjá þeim á þessum sorgartím- um. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Höf. ók.) Hvíl í friði, kæri vinur. Úlfar Jacobsen. Það er sárt að horfa upp á það þegar fólk er tekið frá okkur í blóma lífsins. Sá kaldi og óbreytanlegi veruleiki blasir þó við okkur með vin okkar, Sjonna Brink. Ungur maður í blóma lífsins, elskaður af fjölskyldu og vinum með lífið allt framundan, numinn á brott og það dapurlega er að því fær ekkert breytt. Það er margs að minnast um yndislegan mann og það er enginn undir það bú- inn að setja saman minningarorð um 36 ára gamlan mann sem átti að eiga öll sín bestu æviár eftir. Við kynnt- umst Sjonna þegar hann og Þórunn Erna vinkona okkar fóru að rugla saman reytum. Þórunn hafði fundið einstaklega hjartahlýjan og góðan mann sem hún elskaði svo heitt. Það var alltaf notanleg nærvera við hann og hann virtist alltaf glaður og í góðu skapi. Það eru skapgerðareiginleik- ar sem ekki eru öllum í blóð bornir, en jafnframt skapgerðareiginleikar sem smita út frá sér. Hann snerti strengi í hjörtum allra sem hann um- gekkst. Við áttum margar notalegar stundir saman þar sem við borðuð- um góðan mat, hlógum og nutum lífsins. Sjonni var mikill listakokkur og hafði gaman af því að stússast í eldhúsinu við að útbúa góðan mat. Skemmtilegar ferðir í sumarbústað og í veiði eru okkur minnisstæðar. Hann var stoltur veiðifélaginn okk- ar, Sjonni sem fékk Maríulaxinn sinn í veiðiferð með þeim hjónum í Langá. Ekki skemmdi fyrir að hann var tilbúinn að slá á létta strengi í orðs- ins fyllstu merkingu þegar bregða tók birtu og við vorum hætt að veiða. Gítarinn og gleðin var aldrei langt undan hjá honum. Hlutverk þeirra Sjonna og Þórunnar, þegar þau sungu í brúðkaupi okkar hjóna er okkur líka hugleikið. Þau áttu svo sannarlega þátt í því að gera okkur þennan dag ógleymanlegan með yndislegum söng sínum. Síðasta minningin um Sjonna er frá kvöldi einu í lok nóvember þar sem Sjonni og Þórunn voru að undirbúa matar- boð. Sjonni, brosandi, að sýsla í eld- húsinu, nýbúinn að taka lambalæri út úr ofninum og matarilmurinn ómótstæðilegur. Ljúfir tónar tónlist- ar í bakgrunni og fótboltaleikur með liðinu hans, Liverpool, í sjónvarpinu. Þórunn og strákarnir búin að kveikja á kertum úti um allt hús og „gera kósý“, eins og Haukur sagði – húsið iðaði af ást og notalegheitum og minning um fallega og samrýnda fjölskyldu lifir. Elsku Þórunn, það er engan veg- inn hægt að gera sér í hugarlund hvað þú og börnin eruð að ganga í gegnum. Sorgin er mikil og virðist á þessari stundu óyfirstíganleg. Megi tíminn og minningin um ástkæran eiginmann þinn hjálpa þér að sefa sorgina. Hugur okkar er hjá þér og þínum og við biðjum Guð að styðja ykkur á þessum erfiðu tímum. Það munum við jafnframt leitast við að gera. Hanna Lilja Jóhannsdóttir og Lúðvík Örn Steinarsson. Sjonni bróðir, eins og við vinirnir vorum vanir að kalla hann, hefur verið hluti af lífi okkar síðastliðin 15 ár eða allt frá því að við fórum að venja komu okkar í Stúdíó-Brauð til þeirra feðga. Sjonna bróður fylgdi ávallt mikil gleði, hlátur og söngur þar sem gítarinn var aldrei langt undan og skipti engu hvort það væri í heimahúsi, sumarbústað eða í úti- legu. Segja má að Sjonni bróðir hafi átt stóran þátt í að móta þann húmor sem einkennir okkar vinahóp. Hann hafði einstakt lag á að sjá það skondna og spaugilega við menn og aðstæður. Ósjaldan lágum við í gólf- inu af hlátri yfir hnyttnum athuga- semdum sem oftar en ekki hittu í mark enda var hann orðheppinn drengur með eindæmum. Oft samdi hann jafnvel lagstúf ásamt texta við ákveðin tilefni enda var hann ótrú- lega fljótur að töfra fram hvort tveggja. Lagið „Kjúklingabarði“ er eitt þessara laga sem við munum á góðum dögum raula með bros á vör, líta upp til himins og minnast Sjonna bróður. Í raun eru allar minningar okkar um Sjonna bróður góðar og munu fá okkur til að brosa og jafnvel skella upp úr um ókomna tíð. Fimmtudags- kvöldin eru ógleymanleg þar sem Sjonni bróðir fór ávallt á kostum enda skemmtikraftur af guðs náð. Hann var ákaflega góður drengur, með gott hjartalag og sannur vinur vina sinna. Hann gaf ætíð mikið af sér og kom ávallt til dyranna eins og hann var klæddur með bros á vör og geislandi af gleði. Það er ákaflega sárt að þurfa að kveðja góðan dreng og vin svona ungan að aldri og erfitt að hugsa þá hugsun til enda að við munum ekki njóta fleiri samverustunda með hon- um. Minning hans mun lifa í hjörtum okkar, fjórum yndislegum börnum hans sem og hugverkum. Að lokum viljum við votta fjöl- skyldu Sjonna okkar dýpstu samúð og megi guð og góðir vættir gefa henni styrk á þessum erfiðu tímum. Benedikt, Brynjar, Elmar, Hjalti, Óttar og Styrmir. Tíminn hefur stöðvast. Maður starir út í loftið og spyr hvers vegna – hvers vegna er ungur maður hrifs- aður í burtu frá börnunum sínum fjórum og ástkærri eiginkonu sinni? Er honum ætlað annað og æðra hlut- verk eða var ástæðan falin mein- semd? Tíminn hefur stöðvast vegna þess að við leitum öll að svarinu. En engin svör koma. Hver svo sem ástæðan er, þá sker það í hjartastað þegar ungt fólk hverfur fyrirvaralaust frá ástvinum sínum og þá sérstaklega þegar um er að ræða lífsglaðan einstakling eins og Sigurjón Brink. Sigurjón var einn þeirra einstaklinga sem kunna að gefa. Hann gaf af sjálfum sér, ekki aðeins fallega brosið og fallegu aug- un, heldur einnig faðm sinn í óeig- inlegri merkingu þess orðs. Hann kunni að umvefja hvern og einn eins og hann væri honum einstakur. Við sem sitjum eftir eigum að vera þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast Sigurjóni því hann var gleðigjafi sem auðgaði líf okkar allra – ekki aðeins vinanna – því með hæfileikum sínum og listfengi náði hann til hjarta allra landsmanna. Það hefur verið einstaklega gam- an að fylgjast með þroska og upp- vexti Sigurjóns og sjá hvernig hann fikraði sig áfram á tónlistarsviðinu og að endingu orðinn einn af virtustu og ástsælustu listamönnum þjóðar- innar. Þegar Sigurjón kom fram í af- mæli systur minnar á síðasta ári, þá naut ég þess að sjá hvernig hann hagaði undirbúningnum. Á bak við létta lund og galsann þá kom ná- kvæmnin fram og mikill metnaður enda bera öll hans verk með sér að þar fór mikill fagmaður. Fósturfaðir Sigurjóns og æsku- vinur minn, Filippus Gunnar, settist ósjaldan niður með mér til að leyfa mér að hlusta á upptökur með Sig- urjóni áður en þær voru gerðar op- inberar. Það var allt frá trommuspili með hljómsveitinni In Bloom, sem hann stofnaði, og til samsöngsins með Björgvini Halldórssyni – sem verður mér ógleymanleg minning um þennan frábæra listamann og vin. Það var ósvikin ánægja og stolt sem alltaf skein úr augum föðurins. Það er erfitt að minnast einhvers, sem maður finnur svo sterkt fyrir, að maður efast stundum um að sé dá- inn. Orðið dáinn er svo endanlegt og fær svo sterka merkingu þegar mað- ur tengir það við ástvin. Á þessari stundu dvelur hugur okkar með Þór- unni og börnunum og við biðjum al- góðan guð um að blessa hana og megi hún öðlast styrk til þess að tak- ast á við lífið og finna gleðina á ný. Systkinum hans og öðrum ástvinum vottum við djúpa samhyggð. Eyju, móður Sigurjóns, og Gunna munum við faðma það sem eftir er lífsins. Kristján og Ásdís Rósa. Ég kynntist Sjonna fyrst í kring- um 1990 og urðum við strax góðir vinir. Það var eitthvað svo auðvelt að vera í kringum Sjonna, hann var skemmtilegur, hafði sérstaklega góða nærveru og mjög frjór tónlist- armaður – í raun allt sem hann gerði, gerði hann mjög vel. Fljótlega eftir að við kynntumst stofnuðum við hljómsveit sem síðar varð In Bloom. Sjonni varð trommuleikari hljóm- sveitarinnar þó svo síðar hafi hann orðið einn af fremstu söngvurum landsins. Einhverra hluta vegna, þegar hljómsveitin var stofnuð, sett- ist Sjonni við trommusettið á fyrstu æfingu og byrjaði að tromma. Og upp frá þessu varð hann trommari hljómsveitarinnar án þess að hafa nokkru sinni lært að spila á þær. Í raun gat Sjonni spilað á hvaða hljóð- færi sem var án þess að hafa fengið nokkra kennslu eða snert hljóðfærið áður. In Bloom starfaði í nokkur ár en hætti árið 1997 þegar meðlimir hljómsveitarinnar sneru sér að öðr- um málum. Það kom hins vegar ekki á óvart þegar Sjonni hafði samband við mig árið 2002 til að leyfa mér að heyra ný „demo-lög“ sem hann hafði verið að hljóðrita. Hans draumar lágu alltaf í tónlistinni og á þessum tímapunkti hafði hann ákveðið að segja upp öruggu starfi til þess að helga sig tónlistinni að fullu. Þannig að hann gekk út í óvissuna sem þessu fylgdi með gítarinn á bakinu og röddina í fullkomnu lagi. Þannig voru honum flestir vegir færir eins og kom á daginn. Þessi fyrstu „demo-lög“ voru svo gefin út undir hljómsveitarheitinu Flavors þó svo Sjonni hafi átt og samið öll lög hljóm- sveitarinnar. Það má því segja að þessi plata hafi verið upphafið að glæstum sólóferli hans. Það er skrýtið til þess að hugsa að ég eigi aldrei eftir að hlæja eða syngja með þér aftur. Þín verður sárt saknað, meir en orð fá lýst, en falleg minning um frábæra vináttu mun ætíð lifa. Mig langar að senda mínar dýpstu samúðarkveðjur til Þórunnar, barna og fjölskyldu á þessum erfiðu tímum. Sigurgeir Þórðarson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. ( Valdimar Briem.) Elsku Róbert, Tóta, Eyja, Gunni og fjölskyldur sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Megi Guð gefa ykkur styrk á þess- um erfiða tíma. Blessuð sé minning um góðan dreng Bára og fjölskylda. Hvernig síðustu orðin ráða hugsunum. Hvernig tárin dynja á hjörtum barnanna. Hvernig raunveruleikinn hellist yfir eiginkonuna. Yfirgnæfandi sorg. Hvernig lífið umturnast á einni nóttu. Hvernig stingurinn sker við tilhugs- unina. Hvernig minning um mann fýkur með storminum. Óréttlæti. Hvernig hinir almáttugu svíkja og stela. Hvernig guðirnir einir ei finna fyrir sársauka. Hvernig í skugganum eftir sitja ástvin- ir án skýringa. Hræðsla. Hvernig lifa skal með slíkum harmleik. Hvernig viðhalda skal brosi og gleði mannsins. Hvernig konan skal bera byrði ást- arinnar í hjarta sér. Engin orð. Hvernig börnin svo feta í fótsporin. Hvernig tíminn græðir sárin. Hvernig friður og kærleikur færist yfir. Hvernig hið svarta verður skyndilega að hvítu. Þakklát gleði. Mín dýpsta samúð. Ragnheiður Dísa Gunnarsdóttir. Elsku Þórunn, Aron, Kristín María, Haukur Örn og Róbert Hrafn. Til minningar um elsku Sjonna. Í dimmum skugga af löngu liðnum vetri mitt ljóð til þín var árum saman grafið. Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki – (Tómas Guðmundsson.) Megi Sigurjón Brink hvíla í friði. Ykkar vinir, Vilborg Edda, Valgeir Matthías, Stefanía Sól og Brynhildur Dís. Góður félagi er fallinn frá. Það voru hrein forréttindi að fá að kynn- ast Sjonna og það sem fyrst kemur upp í hugann þegar maður hugsar til hans eru orð eins og lífsgleði, hress- leiki, hæfileikar og tryggð. Sjonni hefur verið iðinn við það í gegnum tíðina að leggja sitt af mörkum inn í starf Liverpool-klúbbsins á Íslandi. Það er sama hvort um ræðir árshá- tíðir eða aðra viðburði, hann hefur fyrir eitt orð komið og troðið upp og skapað mikla stemningu í hópnum. Aldrei vildi hann taka krónu fyrir það. Það er stórt skarð höggvið í okkar raðir og það verður ekki fyllt. Það var ákaflega ánægjulegt að hann skyldi ná að láta einn af draumum sínum rætast fyrir ekki svo löngu og fara með son sinn á Anfield til að fylgjast með sínum mönnum spila. Þeir feðgar fengu heldur betur leik- inn og man ég að Sjonni brosti allan hringinn þegar hann kom til baka. Elsku vinur, þín verður sárt sakn- að, en minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar að eilífu. Fjölskyldu og vinum færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Það er við hæfi að kveðja þig með söngnum okkar sem þú hefur tekið fyrir okkur ótal sinnum með þínum einstaka hætti. Er þú brýst fram gegn bylnum berðu höfuðið hátt óttastu ei myrkrið né ógn þess og mátt litríkur ljósheimur bíður og lævirkja söngurinn þíður. Áfram, stríðum stormi gegn áfram, strítt þó falli regn þótt drauma þína skilji ei neinn þú áfram, áfram ferð aleinn. Þó aldrei ertu einn aldrei ertu einn. Áfram, áfram, með hugprútt hjarta hugsaðu um framtíð bjarta þú arkar aldrei einn. Sigursteinn Brynjólfsson formaður Liverpool-klúbbsins á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.