Morgunblaðið - 27.01.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.01.2011, Blaðsíða 31
DAGBÓK 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 Sudoku Frumstig 1 5 9 7 4 6 6 4 1 2 3 5 9 9 5 3 6 3 5 9 3 4 6 2 7 2 4 2 3 5 9 2 1 6 7 5 1 6 3 7 3 9 4 4 9 6 5 1 9 2 2 1 2 3 4 9 1 9 8 6 7 2 3 9 5 8 4 3 1 2 5 9 2 4 6 3 9 4 2 7 8 1 6 5 5 1 6 3 4 9 8 2 7 8 7 2 6 1 5 9 3 4 2 8 7 5 3 4 6 9 1 9 4 3 1 6 2 7 5 8 6 5 1 9 8 7 3 4 2 1 2 5 8 9 6 4 7 3 4 6 8 7 5 3 2 1 9 7 3 9 4 2 1 5 8 6 3 2 9 1 4 6 7 5 8 1 7 5 3 8 2 6 4 9 6 4 8 7 9 5 1 3 2 9 5 4 6 2 1 8 7 3 8 6 3 5 7 9 4 2 1 7 1 2 4 3 8 5 9 6 5 3 1 2 6 4 9 8 7 4 9 7 8 1 3 2 6 5 2 8 6 9 5 7 3 1 4 4 9 1 2 5 6 7 3 8 2 8 5 1 3 7 6 4 9 7 6 3 9 4 8 2 1 5 6 7 8 3 9 1 5 2 4 5 3 4 8 7 2 9 6 1 1 2 9 4 6 5 8 7 3 8 1 7 5 2 4 3 9 6 3 5 6 7 1 9 4 8 2 9 4 2 6 8 3 1 5 7 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 27. janúar, 27. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera. (Lúk. 12, 34.) Bókin Svar við bréfi Helgu eftirBergsvein Birgisson hefur feng- ið lofsamlegar umsagnir og Víkverji var því fullur eftirvæntingar þegar hann hóf lestur hugleiðinga bóndans á Kolkustöðum um lífshlaup sitt. Svar við bréfi Helgu er grípandi bók og auðvelt að sökkva sér í lesturinn. x x x Það kann að hljóma eins og smá-smygli, en stundum þarf hins vegar ekki nema eitt orð til að eyði- leggja galdurinn. Víkverji hefur til dæmis tekið eftir því að ekki þarf nema eitt mismæli eða ambögu í út- varpsfrétt til að athyglin beinist að málfari fréttamanns og innihald frétt- arinnar fari fyrir ofan garð og neðan. Eins getur málvilla í blaðagrein orðið til þess að einbeitingin fer út í veður og vind. (Í þessum efnum er Víkverji vitaskuld í glerhúsi, þótt hann eigi bágt með að viðurkenna það, en getur ekki látið það útiloka sig frá því að opna munninn.) x x x Allt lék sem sagt í lyndi við lesturSvars við bréfi Helgu þar til kom að setningunni: „Ef lífið gervallt er skáldskapur, eins og þeir segja, var þá ekki meiri gróandi og gæska í túnunum, meira birtumagn og frískari frelsistilfinning í andrúms- loftinu hér?“ Vissulega dálítið skrúf- að, en það var orðskrípið „birtu- magn“, sem varð til þess að Víkverja fannst hann ekki lengur vera að lesa skrif bónda, heldur texta eftir rithöf- und, sem var að reyna að skrifa eins og hann væri bóndi. Birtumagn? Ís- lenskur bóndi myndi aldrei nota orðið „birtumagn“, hvað þá höfundur Svars við bréfi Helgu, sem gerir sér far um að skrifa kjarnyrta og meitlaða ís- lensku, enda dugar fullkomlega að segja „birta“, sem síðan getur veri mikil eða lítil eftir atvikum. x x x Birtumagnið sat í Víkverja þaðsem eftir lifði bókar. Hann hélt áfram að njóta lestrarins, en ekki eins, einhver þráður var brostinn, galdurinn hafði verið rofinn, falskur tónn hafði laumað sér inn í heim sög- unnar. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 frumkvöðull, 8 skips, 9 látna, 10 þreyta, 11 vagga í gangi, 13 lengjan, 15 þref, 18 tala, 21 hrós, 22 æð- arfugl, 23 kærleikshót, 24 vanhugsuð athöfn. Lóðrétt | 2 gera skarð í, 3 tyggja, 4 styrkir, 5 Gyðingum, 6 saklaus, 7 sigraði, 12 mergð, 14 kyn, 15 grastorfa, 16 fiskar, 17 kátínu, 18 þungbær reynsla, 19 lítils báts, 20 ferskt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 stuld, 4 hollt, 7 öngul, 8 ólykt, 9 dós, 11 görn, 13 átta, 14 æruna, 15 skær, 17 rófa, 20 odd, 22 falds, 23 uggur, 24 marrs, 25 synir. Lórétt: 1 stöng, 2 ungur, 3 duld, 4 hrós, 5 leyst, 6 totta, 10 ólund, 12 nær, 13 áar, 15 sófum, 16 ætlar, 18 ólgan, 19 akrar, 20 osts, 21 dugs. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. e5 De7 7. De2 Rd5 8. Rd2 Bb7 9. Rf3 Db4+ 10. Dd2 De4+ 11. Be2 Ba6 12. Kf1 Bxe2+ 13. Dxe2 Df5 14. c4 Rb4 15. Bd2 Bc5 16. Bxb4 Bxb4 17. Hd1 0-0 18. Dd3 De6 19. Rg5 Dh6 20. h4 Had8 21. Hh3 d5 22. Df5 Hde8 23. Hf3 Dxh4 24. Hh3 Dxc4+ 25. Kg1 g6 26. Df6 Be7 Staðan kom upp á sterku al- þjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Reggio Emilia á Ítalíu. Spænski stórmeistarinn Francisco Vallejo Pons (2.698) hafði hvítt gegn tékk- neskum kollega sínum David Navara (2.708). 27. Rxh7! Dg4 28. Dxe7! og svartur gafst upp enda óverjandi mát eða liðstap óumflýjanlegt eftir 28. … Dxd1 29. Kh2 eða 28. … Dxh3 29. Dxf8+ Hxf8 30. Rf6+. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Framsýni. S-Enginn. Norður ♠G86 ♥G6 ♦9753 ♣ÁKD7 Vestur Austur ♠1095 ♠7432 ♥108542 ♥K973 ♦2 ♦K864 ♣10632 ♣8 Suður ♠ÁKD ♥ÁD ♦ÁDG10 ♣G954 Suður spilar 6G. Suður opnar á alkröfu, sýnir síðan 23-24 punkta og jafna hönd með 2G við 2♦ biðsögn makkers. Norður lýk- ur samtalinu með afgerandi stökki í 6G. Útspilið er ♠10. Það telst ekki til stórafreka að skrapa saman tólf slögum, en þrett- ándi slagurinn er spennandi. Og mik- ilvægur, ef keppnisformið er tvímenn- ingur. Rauðu kóngarnir liggja báðir rétt, en það þarf fjórar innkomur í borð til að svína alla leið. Eru þær til staðar? Framsýnn sagnhafi spilar laufníu á ásinn í öðrum slag og tekur vel eftir falli áttunnar í austur. Svínar svo í tígli og spilar ♣G að heiman. Þegar vestur fylgir lit er óhætt að yfirdrepa gosann. Þannig verður laufsjöan inn- koma þrátt fyrir 4-1 leguna, því ♣D7 myndar gaffal yfir ♣106 vesturs. 27. janúar 1891 Verslunarmannafélag Reykja- víkur, VR, var stofnað til að efla samheldni innan stétt- arinnar, auka menntun henn- ar og „útvega dugandi versl- unarmönnum atvinnu hjá góðum húsbændum.“ eins og það var orðað í Þjóðviljanum. 27. janúar 1907 Kvenréttindafélag Íslands var stofnað í Reykjavík, fyrir for- göngu Bríetar Bjarnhéð- insdóttur, í þeim tilgangi „að íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karl- menn“. 27. janúar 1960 Varðskipið Óðinn kom til landsins. Því var beitt í þrem- ur þorskastríðum og það tók þátt í björgun um 370 skipa. Skipið er nú hluti af Víkinni, sjóminjasafninu í Reykjavík. 27. janúar 1960 Kardemommubærinn eftir Torbjörn Egner var frum- sýndur í Þjóðleikhúsinu. Í að- alhlutverkum voru Róbert Arnfinnsson, Emelía Jón- asdóttir, Ævar Kvaran, Bald- vin Halldórsson og Bessi Bjarnason. Leikritið naut mik- illa vinsælda. 27. janúar 2010 Seðlabankinn lækkaði stýri- vexti í 9,5%, en þeir höfðu ekki verið svo lágir í rúm fjögur ár. Í tilefni af þessu létu veit- ingamennirnir Tómas Tóm- asson og Úlfar Eysteinsson raka skegg sitt sem þeir höfðu safnað í átta mánuði. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … „Ætli ég baki ekki bara köku handa sjálfri mér og fjölskyldunni,“ segir Þórdís Geirsdóttir viðskipta- fræðingur hjá Íslandsbanka, spurð hvort hún ætli að gera eitthvað í tilefni 35 ára afmælisins í dag. Þótt henni finnist alltaf gaman að eiga afmæli seg- ist Þórdís gera mismikið úr því og láti sér líklega nægja í þetta skipti að gera vel við sig í mat í kvöld. „Það er frekar að maður geri eitthvað úr stórafmælunum, til dæmis var mjög skemmtilegt þegar ég varð þrítug. Bæði komu vinnufélagarnir mér á óvart með veislu og gjöfum og svo hélt ég veislu nokkrum dögum síðar sem var bæði inn- flutningspartí og afmæli.“ Þórdís segir að afmælisdagarnir hafi hins- vegar breyst svolítið með sonum hennar tveimur, sem eru 6 og 3 ára. „Þeim finnst þetta spennandi og eftir að þeir bættust í fjölskylduna fór maður að hugsa afmælisdaginn meira fyrir þá en fyrir sjálfan sig. Þeir hafa fengið að fara fram úr með pabba sínum og útbúa köku með kertum áður en ég vakna og fannst það voða gaman. Núna eru þeir greinilega búnir að kaupa afmælisgjöf því þeir eru voðalega laumu- legir og eiga erfitt með að kjafta ekki frá,“ segir Þórdís sem fær væntanlega að opna gjöfina frá sonum sínum í dag. una@mbl.is Þórdís Geirsdóttir viðskiptafræðingur 35 ára Synirnir bíða með gjöfina Flóðogfjara 27. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 6.06 1,1 12.17 3,2 18.31 1,1 10.24 16.58 Ísafjörður 1.53 1,8 8.13 0,5 14.13 1,7 20.36 0,5 10.48 16.44 Siglufjörður 4.32 1,1 10.32 0,2 17.06 1,0 23.07 0,4 10.32 16.26 Djúpivogur 3.08 0,4 9.05 1,6 15.19 0,4 21.53 1,7 9.58 16.23 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Of miklar upplýsingar gætu flækt málin og komið í veg fyrir að þú fyndir réttu lausnina. Þú skilur loks að ekki þarf endi- lega að leysa öll vandamál. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það þýðir ekki að láta Gróu á Leiti um að skýra frá máli, sem þú ert viðriðin/n. Ekki láta reka á reiðanum, heldur taktu þig saman í andlitinu og láttu verkin tala. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Ekki þarft þú að hlaupa til þótt fólkið í kringum þig sé með einhver látalæti. Sýnið þolinmæði og sanngirni. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Mundu að dramb er falli næst og að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Einhver ger- ir þér kostaboð. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Skipuleggðu tíma þinn þannig að þú getir skotist frá til þess að sinna erindum, sem ekki verða rekin í síma. Samstarfs- menn hafa gaman af félagsskap þínum. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Kuldalegt augnaráð manneskju í valdastöðu veldur þér ugg. Nýr kraftur og endurnýjun færist í sambönd þín. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Eignirnar skilgreina mann ekki, en gera þeim sem ekki þekkja til kleift að flokka mann. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og gættu heilsu þinnar. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Valdabarátta og ágreiningur við fjölskyldumeðlimi eru ekki útilokuð. Þú ert hamhleypa til verka þegar þú tekur þig til. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þó að niðurstöðurnar berist ekki jafn skjótt og þú hefðir kosið þá er það allt í lagi. Samband þitt við fjölskyldumeðlimi batnar til muna á næstu vikum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það vantar ekki mikið upp á að þér takist að klára það verkefni sem þér hefur verið falið. Þegar þú gerir það verður allt þetta leiðilega minnsta mál í heimi. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þótt bjartsýnin sé til staðar máttu ekki láta hana taka svo yfir að þú gerir þér enga raunhæfa grein fyrir stöðu þinni. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú kemst ekki hjá því að taka þátt í samstarfi í dag svo gerðu þitt besta í stöð- unni. Svo lengi sem svartsýnin tekur ekki völdin í lífinu, má hlusta á hana af og til. Stjörnuspá Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.