Morgunblaðið - 27.01.2011, Side 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011
Hin makalausa Lilja Sigurðardóttir
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Sjónvarps-
þáttaröðin Maka-
laus hefur göngu
sína á Skjá ein-
um í næsta mán-
uði og er stefnt
að því að sýna
fyrsta þáttinn 17.
febrúar. Þætt-
irnir eru byggðir
á samnefndri
skáldsögu Tobbu
Marinós. Æfingatökur á þáttunum
eru hafnar en á morgun verður hul-
unni svipt af því hvaða leikkona fer
með aðalhlutverk þáttanna, hlut-
verk Lilju Sigurðardóttur, ein-
hleyprar stúlku sem býr í Reykja-
vík, er nokkrum kílóum of þung og
alltaf nokkrum mínútum of sein.
Vinkonur hennar eru litríkar, létta
henni lífið og Lilja leitar að ástinni.
Í helstu hlutverkum eru Birgitta
Birgisdóttir, Alexía Björg
Jóhannesdóttir, Vigdís Hrefna
Pálsdóttir, Helgi Björnsson, Guð-
mundur Ingi Þorvaldsson og Sveinn
Ólafur Gunnarsson en í þáttunum
bregður einnig fyrir þekktum Ís-
lendingum, m.a. Þorgrími Þráins-
syni, Karli Berndsen og Agli „Gillz“
Einarssyni. Um aðalleikkonuna má
segja að hún er fædd 1982, stuð-
bolti og með leiklistarmenntun.
Leikstjóri þáttanna er Guðlaugur
Maggi Einarsson. Hann á mikinn
fjölda sjónvarpsauglýsinga að baki
en hefur ekki leikstýrt leiknum
sjónvarpsþáttum áður. Stutt er í
sýningu fyrsta þáttar en Guðlaugur
segir að þetta náist alveg. „Þetta er
svipað og gert var með Hlemmaví-
deó, gert jafnóðum,“ segir hann,
þegar tökum hvers þáttar ljúki
verði drifið í því að ganga frá hon-
um.
Blaðamaður tók eftir því í lýs-
ingu á þáttunum að ein af persón-
unum er „kynlífsgúrú“. Guðlaugur
segir að í hugarheimi Lilju birtist
ýmsar persónur, m.a. Karl Bernd-
sen og kynlífsgúrúinn fyrrnefndi. Í
bókinni sé gúrúinn Tracy Cox og
reynt hafi verið að fá hana til að
leika í þáttunum en ekki tekist.
„Þetta er svolítið Sex and the City,“
segir Guðlaugur um þættina. Þætt-
irnir verði töluvert frábrugðnir
bókinni og Lilja þáttanna býsna
ólík þeirri Lilju sem er í skáldsög-
unni.
Þættirnir Makalaus, byggðir á bók
Tobbu Marinós, sýndir á Skjá einum
Ljósmynd/Heimir Sverrisson
Æfing Skjámynd af einni af æfingatökunum fyrir Makalausa, aðalpersónan í mynd.
Guðlaugur Maggi
Einarsson
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hátíðin Reykjavík Shorts and Docs
er haldin í tíunda sinn í ár og verða nú
um helgina sýndar 40 stuttmyndir,
heimildamyndir og teiknimyndir,
„allt það nýjasta og ferskasta frá Ís-
landi og Norðurlöndum“, eins og um-
sjónarmaður hátíðarinnar, Hrafn-
hildur Gunnarsdóttir, lýsir því en hún
er jafnframt formaður félags kvik-
myndagerðarmanna. Hátíðin hefst
með boðssýningu í kvöld kl. 20, á
heimildarmyndinni Roðlaust og bein-
laust sem fjallað er um hér til hliðar.
Hrafnhildur segir að hátíðin hafi
upphaflega verið sett á laggirnar
vegna þess hversu lítið var um sýn-
ingar á heimildarmyndum og stutt-
myndum í íslenskum kvikmynda-
húsum. „Markmiðið var þá að koma
heimildarmyndum og stuttmyndum í
sýningar og það hefur bara tekist
þokkalega,“ segir Hrafnhildur. „Á
þessari hátíð núna erum við með nor-
rænan fókus. Við erum náttúrlega
hluti af þessum norræna heimi, þetta
er okkar umhverfi og svona pólitískt
séð er mjög athyglisvert, alla vega í
þessum norrænu myndum, hvað rík-
issjónvarpsstöðvarnar koma sterkt
inn í framleiðslunni sem hefur al-
gjörlega vantað hér,“ segir Hrafn-
hildur um hátíðina í ár. Á hátíðinni
verða m.a. sýndar stuttmyndir ungra
og efnilegra leikstjóra sem eru að
stíga sín fyrstu skref í kvikmynda-
gerð og nefnir Hrafnhildur m.a.
Frosta Jón Runólfsson og stuttmynd
hans Enginn meðal Jón og Maríu
Reyndal sem sýnir stuttmyndina Yes
Yes.
Blóðgemsar og transfólk
Í heimildarmyndum hátíðarinnar
má m.a. finna pólitísk umfjöllunarefni
og siðferðisleg álitamál og nefnir
Hrafnhildur sérstaklega mynd
danska leikstjórans Franks Poulsen,
Blood in the Mobile eða Blóð-
gemsa sem vakið hefur mikla at-
hygli á kvikmyndahátíðum víða.
Myndin fjallar um málma frá
Kongó sem notaðir eru í fram-
leiðslu á farsímum. Síð- ustu
15 ár hafa fimm millj-
ónir manna látist í
borgarastyrjöld í
landinu og hafa
Sameinuðu þjóð-
irnar staðfest að
tengsl séu á milli hennar og málmiðn-
aðarins. Poulsen verður viðstaddur
sýningu á myndinni á laugardaginn
kl. 20 og mun sitja fyrir svörum að
henni lokinni. Þá nefnir Hrafnhildur
einnig sænsku heimildarmyndina
Ångrarna, eða Eftirsjá, sem hlaut í
vikunni Sænsku kvikmyndaverðlaun-
in sem besta heimildarmynd ársins
2010. „Hún fjallar um tvo sænska
karla sem létu leiðrétta kyn sitt,
gengust undir skurðaðgerð til að láta
breyta sér í konur. Síðar á ævinni
komast þeir að þeirri niðurstöðu að
þetta hafi verið mistök og þetta er
mjög athyglisvert samtal þeirra á
milli,“ segir Hrafnhildur. Myndin
verður sýnd á sunnudaginn, 30. jan-
úar, kl. 16, og verða pallborðsum-
ræður haldnar eftir sýningu myndar-
innar en í þeim taka þátt Anna Jonna
Ármannsdóttir frá félaginu Trans Ís-
lands, Óttar Guðmundsson geðlækn-
ir, Rannveig Traustadóttir, prófessor
við Háskóla Íslands, og Tora Victoría,
listamaður og trans.
Blóðgemsar Stilla úr heimildarmyndinni Blood in the Mobile, eða Blóðgemsum, eftir danska leikstjórann Frank Poulsen. Poulsen verður viðstaddur sýn-
ingu á myndinni í Bíó Paradís á laugardaginn kl. 20 og mun svara spurningum bíógesta að henni lokinni og fjalla um myndina.
Norrænt, nýtt og ferskt
Heimildar- og stuttmyndahátíðin Reykjavík Shorts and Docs hefst í kvöld í
Bíó Paradís og lýkur 31. janúar 40 myndir verða sýndar á hátíðinni
Trúnó og Lessuvinafélagið
standa fyrir næstum því allesbísku
uppistandskvöldi á Trúnó, Lauga-
vegi 22, fimmtudaginn 27. janúar.
Fram koma nokkrar af fyndnustu
hinsegin konum landsins ásamt
heiðursuppistöðu kvöldsins, Sögu
Garðarsdóttur, uppistandsstelpu og
lesbíuáhugakonu. Meðal annarra
sem koma fram eru Sigríður Eir
Zophoníasardóttir, fyrrverandi
brúðustýra, og Íris Ellenberger,
uppistandsstelpa frá Uppistöðu-
félaginu.
Kynnir kvöldsins er Kviss Búmm
Bang-liðinn Eva Björk Kaaber.
Aðgangur er ókeypis og allir eru
velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Dagskráin hefst upp úr kl. 21.
(Næstum því)
allesbískt uppistands-
kvöld
Sindri Már Sigfússon, sá er leið-
ir sveitina Seabear (sem lék á yfir
100 tónleikum erlendis í fyrra) er
eins og sjá má orðinn langleiður á
biðinni eftir næstu sólóplötu sinni,
sem hann gefur út undir nafninu
Sin Fang. Platan kallast Summer
Echoes og kemur út í mars á veg-
um Morr Music í Berlín. Fyrsta
sólóplata Sindra kom út 2008,
undir heitinu Sin Fang Bous og
var lofuð mjög og mærð. Umslag
nýju plötunnar er jafnvel enn vír-
aðra en sú mynd sem hér gefur að
líta, en þar prýðir forláta silki-
blúnduskegg meistarann. Sjón er
sögu ríkari!
Sindri Már er orðinn
grænn af því að bíða!
Opnunarmynd hátíðarinnar er
heimildarmyndin Roðlaust og
beinlaust eftir Ingvar Þórisson,
frá árinu 2009 en hann fram-
leiðir myndina einnig ásamt
Hugo Film. Í myndinni er fjallað
um áhöfnina á Kleifaberginu ÓF
2 frá Ólafsfirði og er í henni
sýnd óvænt hlið á lífi íslenskra
sjómanna sem hafa fundið
skemmtilega leið til þess að
létta sér lífið; að spila og syngja
saman í hljómsveit. Lífið á sjón-
um er því ekki bara puð, það er
rokk í því líka. Í kvöld verður
haldin boðssýning á Roðlaust
og beinlaust í Bíó Paradís kl.
20. Myndin verður svo
sýnd þrjá næstu
daga: 28. janúar kl.
22 og 29. og 30.
janúar kl. 18.
Spilað og
sungið á sjó
OPNUNARMYNDIN
Dagskrá hátíðarinnar og umfjöllun
um allar myndirnar má finna á vef
Bíó Paradisar, bioparadis.is.
Kleifarbergið ÓF 2.