Morgunblaðið - 27.01.2011, Síða 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011
Ég segi svona …en
það er vel hugs-
anlegt. Deerhoof,
með sína ómæt-
stæðilegu blöndu
af sumarskotnu
poppi og víraðri til-
raunastarfsemi sem hreinlega leikur
í höndunum á liðsmönnum. Greg
Saunier, trymbillinn knái og nokk-
urs konar hryggjarstykki sveit-
arinnar, er klassískt menntaður en
ævintýragjarn fram úr hófi og þessi
blanda er lykillinn að velgengni
Deerhoof. Allar tilraunir, allir út-
úrdúrar frá því sem við skiljum sem
„hefðbundnar“ lagamíðar, hvert ein-
asta þrusk raunverulega þjónar til-
gangi. Það er ekki vottur af stælum
eða „Hei, sjáið hvað við getum!“ við-
horfi, heldur er tónlistargyðjunni
þjónað af sönnu æðruleysi og mynd-
arskap. Tónlistin ein skiptir máli.
Þetta er tíunda hljóðversplata sveit-
arinnar og víða er um völl farið, jafn-
vel víðar en á síðustu plötu (Offend
Maggie, 2008) en allt gengur upp líkt
og fyrri daginn. Ekki klikka á
Deerhoof!
Deerhoof - Deerhoof vs. Evil
bbbbb
Besta sveit
í heimi?
Arnar Eggert Thoroddsen
Hún er undarleg,
þessi þriðja plata
Joan Wasser, sem
kallar sig list-
mannsnafninu Joan
as a Police Woman.
Wasser hafði lengi
vel verið einn af best tengdu og eft-
irsóttustu leiguspilurum New York-
borgar en ákvað að ryðjast fram með
sólóverk árið 2006, plötuna Real Life.
Forkunnarfagrir dómar hrúguðust
upp í öllum þeim miðlum sem máli
skipta og ekki lækkaði í bunkanum er
önnur platan, To Survive, kom út
tveimur árum síðar.
Hér má heyra ástríðufulla rödd
Wasser, í bland við einhvers konar
rokk, smá R og B, smá elektróník,
smá þetta og smá hitt. Vandamálið er
bara það að þessir ólíku þættir koma
ekki saman, heldur rekast fremur
óþægilega hver utan annan. Laga-
smíðarnar fljóta því fram hjá manni
og þrátt fyrir ítrekuð rennsli situr lít-
ið sem ekkert eftir í manni. Já, ég
veit, ég skil þetta ekki heldur. En
svona getur nú tónlistin spilað með
mann stundum.
Að vaða á
grynningum
Joan as a Police Woman –
The Deep Field bbnnn
Arnar Eggert Thoroddsen
Breska tónlist-
arkonan Adele
hefur sent frá sér
sína aðra plötu,
nefnist hún 21,
fyrsta hét 19 og fá
þær heiti eftir
þeim aldri sem Adele er á þegar
hún vinnur þær. Það hefur verið
ljóst frá upphafi að Adele hefur
röddina, hæfileikar hennar eru
náttúrulegir, hún er frábær söng-
og tónlistarkona með sérstaka
rödd sem minnir stundum á Janis
Joplin þó að röddin sé ekki nærri
því eins sjúskuð.
Platan byrjar á „Rolling in the
Deep“ sem var jafnframt fyrsta
smáskífan af plötunni, flestir sem
hlusta á útvarp ættu að þekkja
það. Þetta er nútíma sál tónlist
sem má dilla sér við, afskaplega
grípandi lag og viðeigandi að byrja
plötuna á því. Næst kemur „Rumo-
ur Has It“ sem er ekki síðra en
öðruvísi, lag með rokki og sál.
„Don’t You Remember“ er ballaða
sem á eflaust eftir að verða vinsæl
hjá fólki í ástarsorg. „Someone
Like You“ er lokalagið, bara söng-
ur og píanó, og afskaplega fallegt.
Platan byrjar á stuði sem minnkar
svo þegar á hana líður. Lögin ell-
efu blandast í sál, rokk, ballöður,
kántrí og fleira. Adele vann plöt-
una með flottu liði og það verður
að segjast að þetta er fagmannlegt
fram í fingurgóma.
21 er kraftmikil og falleg plata
sem mér fannst reyndar stundum
verða heldur einsleit. Hún vex þó
með hverri hlustun og er fullkomin
fyrir þá sem eru í ástarsorg og
vantar undirspil þegar þeir ríða
berbakt á hvítum fáki meðfram
strandlengjunni og rifja upp
stundirnar með fyrrum ástvini.
Kraftmikil og flott söngkona
Adele – 21 bbbmn
Ingveldur Geirsdóttir
Adele Besta unga tónlistarkonan nú um mundir.
Erlendar plötur
„Hann átti mikið inni“
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink,
eða Sjonni Brink, féll frá þann 17.
janúar síðastliðinn, aðeins 36 ára
að aldri. Sigurjón hafði undanfarin
ár verið á talsverðri siglingu í
poppheimum og var orðinn þekkt-
ur sem söngvari og lagahöfundur.
Gaf hann út sólóplötu jólin 2009 og
átti hið vinsæla lag „Waterslide“ í
síðustu söngvakeppni Sjónvarps-
ins.
Staldrað við í sándtékki
Í keppninni í ár ætlaði Sigurjón
að syngja eigið lag, „Aftur heim“
og átti flutningurinn að fara fram
nú á laugardaginn. Í stað þess að
draga lagið úr keppni ákváðu vinir
hans úr tónlistarheimum að flytja
lagið en þeir eru Hreimur Örn
Heimisson, Gunnar Ólason, Bene-
dikt Brynleifsson, Vignir Snær
Vigfússon, Matthías Matthíasson
og Pálmi Sigurhjartarson.
„Við ákváðum þetta með Þór-
unni (Ernu Clausen, eiginkonu
Sjonna, en hún á textann),“ segir
Benedikt.
„Sjonni var búinn að leggja mik-
ið í þetta lag og var hrikalega
ánægður með það. Okkur fannst
rétt að það fengi að njóta sín.“
Benedikt segir að um nokkurs
konar samsöng verði að ræða, þeir
vinirnir munu skipta erindum
bróðurlega á milli sín og hjálpast
að með raddirnar.
„Ég kynntist Sjonna 2002 ef ég
man rétt. Ég var þá að tromma
með 200.000 naglbítum. Hann var
þá í hljómsveitinni Flavors og við
vorum að spila saman á Airwaves.
Ég man að ég staldraði við þegar
Sjonni og þeir voru að sándtékka,
ég fann að það var eitthvað að ger-
ast þarna. Þetta er í eina skiptið á
ævinni sem ég hef stoppað svona.
Við ræddum síðan saman drykk-
langa stund eftir tónleikana.
Seinna vantaði svo trommara í
bandið, Sjonni hringdi í mig og ég
tók boðinu með miklum þökkum.
Ég spilaði með sveitinni í nokkur
ár. Sjonni var í mjög góðum gír
síðustu ár og hann átti mikið inni.“Vinir Sjonni og vinir hans syngja „Waterslide“ í keppninni í fyrra.
Vinir Sjonna Brink flytja lag hans
„Aftur heim“ í söngvakeppninni
„BREATHTAKING“ - THE PEOPLE
HHHHH
MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ Í BÍÓ
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA
FRANK OG CASPER MUNU FÁ ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI.
FYNDNASTA MYND SEM KOMIÐ HEFUR Í BÍÓ LENGI
ATH. NÚMERUÐ SÆTI
Í KRINGLUNNI
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
ATH. NÚMERUÐ SÆTI Í ÁLFABAKKA (VIP)
HHHHH
- POLITIKEN
HHHHH
- EKSTRA BLADET
HHHH
- H.S.S - MBL
EIN MAGNAÐASTA
ÞRÍVÍDDARMYND ALLRA TÍMA
M A T T D A M O N
HHHH
„ÞETTA ER MYND FYRIR
GÁFAÐ FÓLK SEM ER
NÁTTÚRULEGA FOR-
VITIÐ UM HVAÐ GERIST
ÞEGAR YFIR MÓÐUNA
MIKLU ER KOMIÐ.“
- ROGER EBERT
HHHH
-THE HOLLYWOOD REPORTER
H E R E A F T E R
NÝJASTA MEISTARVERK CLINT EASTWOOD
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL
SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA
FBL. - F.B.
HHHH
MBL. - H.S.
HHHH
SÝND Í EGILSHÖLL
ERU FRÁBÆRAR Í ÞESSARI
BRÁÐFYNDNU GAMANMYND
MARGT GETUR FARIÐ ÚRSKEIÐIS
ÞEGAR GAMLAR ÓVINKONUR ÚR
FRAMHALDSKÓLANUM HITTAST Á NÝ
H.S. - MORGUNBLAÐIÐ
HHHH
Þ.Þ. - FRÉTTATÍMINN
HHH
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, AKUREYRI, SELFOSSI OG KEFLAVÍK
Í 3D
LÖGIN ERU BROTIN ÞEIM TIL BJARGAR
SETH ROGEN JAY CHOU
CHRISTOPH WALTZ
AND CAMERON DIAZ
SÝND Í EGILSHÖLL OG SELFOSSIÍ LFABA KA, EGILSHÖLL, K INGLUNNI OG A UREYRI
SPENNANDI ÆVINTÝRI SEM FÆR ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI.
FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA.
HHHHH
„SKEMMTILEG, FYNDINN
OG SPENNANDI”
- S.V BOXOFFICE MAGAZINE
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU
OG ENSKU
TALI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL,
AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
„HIN FULLKOMNA
STEFNUMÓTAMYND.“
- BONNIE LAUFER, TRIBUTE CANADA
„SPRENGHLÆGILEG.“
- ALI GRAY, IVILLAGE.COM
HARRY POTTER, HERMIONE GRANGER,
RON WEASLEY OG VOLDEMORT
ERU KOMIN AFTUR Í MAGNAÐASTA
ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA
HHHH
- BOXOFFICE MAGAZINE
HHHH
- Time Out New York
„IT’S THE BEST FILM IN
THE SERIES.“
- ORLANDO SENTINEL
HHHH
„ÞETTA ER KLASSÍK
VORRA TÍMA.“
- Ó.H.T. – RÁS 2
HHHH
MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS
KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 8 - 10:20 14
KLOVN - THE MOVIE kl. 8 - 10:20 VIP
ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI 3D kl. 5:50 ísl. tal L
ROKLAND kl. 5:40 - 8 - 10:20 12
YOU AGAIN kl. 5:50 - 8 - 10:20 L
HEREAFTER kl. 5:30 - 8 - 10:40 12
HARRY POTTER kl. 8 10
LIFE AS WE KNOW IT kl. 10:40 L
/ ÁLFABAKKA
/ EGILSHÖLL
/ KRINGLUNNI
/ AKUREYRI
/ SELFOSSI
ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI 3D kl. 5:30 ísl. tal L
THE GREEN HORNET 3D kl. 5:20 - 8 - 10:40 12
KLOVN - THE MOVIE kl. 5:30 - 8 - 10:15 14
ROKLAND kl. 8 - 10:30 12
GULLIVER'S TRAVELS 3D kl. 5:30 L
HEREAFTER kl. 8 12
TRON: LEGACY 3D kl. 10:40 10
KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 9 - 10:10 14
ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI 3D kl. 6:20 ísl. tal L
TANGLED 3D enskt tal kl. 8 L
YOU AGAIN kl. 8 - 10:20 L
MEGAMIND ísl. tal kl. 5:50 L
ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI kl. 5:50 ísl. tal L
YOU AGAIN kl. 8 L
ROKLAND kl. 10:10 12
KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 8 - 10:10 14
THE GREEN HORNET kl. 8 - 10:20 12
KLOVN - THE MOVIE kl. 8 14
ROKLAND kl. 10:10 12
THE TOURIST kl. 8 - 10:10 12
ROKLAND kl. 8 12
PARANORMAL ACTIVITY 2 kl. 10:20 16
/ KEFLAVÍK