Morgunblaðið - 27.01.2011, Síða 40

Morgunblaðið - 27.01.2011, Síða 40
Gná segir að sér hafi gengið vel að vinna með Líberíumönnum. „Líb- eríumenn eru gott fólk. Þeir eru bara öðruvísi en við og við getum ekki metið þá út frá okkar gildum og við- miðum. Það eru bara aðrir hlutir sem eru eðlilegir í Líberíu en ganga ekki hér,“ segir hún. Í Líberíu sé t.d. ekki óalgengt að menn geri út um hlutina sín á milli fremur en að kalla til FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 27. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Lítur 14 ára út fyrir að vera 24? 2. Skar bekkjarbróður sinn 3. Frekar handleggi en jeppa 4. 29 ára afi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Jón Þór Þorleifsson hefur tekið við stöðu rokkstjóra tónlistarhátíð- arinnar Aldrei fór ég suður. Þetta þýðir að hátíðin verður haldin en nokkurrar óvissu hefur gætt um framtíð hennar. BB greinir frá. Morgunblaðið/G.Rúnar Jón Þór er nýr rokkstjóri  Vinir Sigurjóns Brink, sem lést á sviplegan hátt hinn 17. janúar, munu flytja lag hans í söngva- keppni sjónvarps- ins nú á laugar- daginn. „Sjonni var bú- inn að leggja mikið í þetta lag og var hrikalega ánægður með það,“ segir Benedikt Brynleifsson m.a., en hann er einn sexmenninganna sem munu flytja lagið. »37 „Var búinn að leggja mikið í þetta lag“  Í kvöld munu Þórhallur Þórhallsson (Fyndnasti maður Íslands 2007) og Haukur Þorsteinsson (Furðulegasti maður Kópavogs 2009) kitla hlát- urtaugar fólks á Faktorý. Frítt verður inn á þessa skemmtun og hvetja þeir félagar alla til að koma, „hlæja fyrir allan pening- inn,“ og hætta öllu skamm- deg- isþung- lyndi. Fávitar troða upp á Faktorý Á föstudag Vestan 10-15 m/s og slydduél eða él en hægari og bjart að mestu aust- anlands. Frostlaust með ströndinni en vægt frost inn til landsins. Á laugardag Vaxandi sunnan- og suðvestanátt. Rigning sunnan- og vestanlands, en slydda til landsins. Annars úrkomulítið. Heldur hlýnandi veður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning með köflum, hvassast um landið norðvestanvert, en hæg- ari og þurrt að mestu austanlands. Hægt minnkandi vindur og kólnar heldur í veðri. VEÐUR Við sem fylgjum íslenska liðinu af heilum hug upp- lifum nú vonbrigði. Ekki vegna þess að 5.-6. sæti sé ekki boðlegt heldur einfald- lega vegna þess að mögu- leikarnir á því að komast í undanúrslit, að riðlakeppn- inni lokinni, voru virkilega góðir. Ekki er sjálfgefið að liðið komi sér í slíka stöðu þrátt fyrir framúrskarandi árangur undanfarin ár. »1 Upplifum nú von- brigði á HM Liverpool komst upp í sjöunda sætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld þegar liðið bar sigurorð af Fulham, 1:0, á Anfield. Þetta var annar sigurleikur liðsins í röð undir stjórn Kennys Dalglish og liðið er greinilega á réttri leið undir hans stjórn. »3 Annar sigurleikurinn hjá Liverpool í röð Fram var ekki í vandræðum með að tylla sér á topp N1-deildar kvenna í handknattleik í gærkvöld. Framarar tóku á móti Fylkiskonum og Árbæj- arliðið var tekið í netta kennslustund í Safamýrinni því Fram fagnaði 16 marka sigri í afar ójöfnum leik. Bik- armeistarar Fram hafa 22 stig en á hæla þeirra koma Íslandsmeistarar Vals og Stjarnan með 20 stig. »2 Fram rótburstaði Fylki og fór í toppsætið ÍÞRÓTTIR Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Gná Guðjónsdóttir er nýkomin heim eftir tveggja ára starf hjá Sameinuðu þjóðunum í Líberíu á vegum Ís- lensku friðargæslunnar, þar sem hún vann við að byggja upp lögregluna í landinu eftir áralangt borgarastríð. Ekki veitir af því starfsaðstaða líb- erískra lögreglumanna er vægast sagt slæm. Þar að auki er kaupið lágt eða um 100 dollarar á mánuði. „Lög- reglumenn vinna alla daga vikunnar. Þeir hafa nánast engin tæki eða bún- að. Stundum hafa þeir varla penna og blöð til að skrifa á. Á flestum lög- reglustöðvum utan við höfuðborgina Monróvíu er ekki einu sinni raf- magn,“ segir Gná. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika gangi ágætlega að upplýsa glæpi en reyndar sé glæpatíðni í Líb- eríu ekki há. Gná segir greinilegt að uppbygg- ingarstarf SÞ í landinu á und- anförnum árum hafi skilað árangri. Mikil áhersla sé lögð á að styrkja lög- regluna enda sé litið svo á að sterkt lögreglulið sé grundvöllur stöð- ugleika. Fangar fluttir með leigubílum Gná stjórnaði deild sem tók þátt í að stýra fjárveitingum frá SÞ og að- ildarríkjum þeirra til að kaupa hús- næði og hvers kyns búnað fyrir lög- regluna í Líberíu. Á þeim tíma sem Gná var við störf í Líberíu luku SÞ við að byggja 30-40 lögreglustöðvar, afhentu yfir 100 lögreglubíla og alls kyns búnað sem gagnast við að upp- lýsa glæpi. Gná segir að húsakynni lögreglunnar hafi verið æði misjöfn þegar hún kom til starfa. Í mörgum tilvikum hafi lögreglustöðin verið í strákofa eða jafnvel í einu leigu- herbergi. Þá hafi lögreglan víða ekki átt bíla og því hafi hún þurft að flytja fanga með leigubílum. Þetta horfi allt saman til bóta. Gná ætlaði að vera í eitt ár í Líb- eríu en að beiðni yfirmanna sinna ytra framlengdi hún starfstímann tvívegis um hálft ár í senn. Gná var ekki á launum hjá SÞ heldur borgaði íslenska ríkið laun og kostnað sem reiknast sem framlag til þróunarstarfs. Alls hafa fimm ís- lenskir lögreglumenn starfað í Líb- eríu. Gná segir að það sé mikil synd að Íslenska friðargæslan hafi hætt þátt- töku í uppbyggingarstarfi í Líberíu því ytra hafi menn haft sérstaklega á orði að Íslendingarnir hefðu staðið sig vel. „Við erum vön því að redda hlutunum og ganga í verkin,“ segir Gná. Þetta sé að mörgu leyti sér- íslenskur eiginleiki og helgist ekki síst af því að Íslendingar séu svo fáir að þeir venjist því að sinna mörgum ólíkum verkum en séu síður sérhæfð- ir á þröngu sviði. Oft sé það kostur. Rannsakað án blaðs og penna  Íslensk lögreglu- kona að störfum í Líberíu í tvö ár Samvinna Gná Guðjónsdóttir með Tompson Yawelka, yfirmanni fasteigna líberísku lögreglunnar, og Benettu Holder Warner og Aaron Mulbah. Gná er snúin aftur til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. lögreglu og menn oft fljótir að æsa sig. Hugsanlega sé þetta afleiðing af langvinnum ófriði. Gná segir að Líb- ería sé tiltölulega öruggt land og sér hafi aldrei fundist sem sér væri hætta búin. Líkt og á Íslandi eru almennir lögreglumenn óvopnaðir. Sér- sveitir bera þó vopn og sérsveitarmennirnir sem sjást á myndinni hér til hliðar eru að æfa vopnaburð. Líberumenn eru gott fólk LÖGREGLUMENN FLESTIR VOPNLAUSIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.