Organistablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 2

Organistablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 2
Kristinn Ingvarsson Árið 1 922 tóku nokkrir framtakssamir menn í Reykjavíksig saman og stofnuðu tónlistarskóla. Var sá skóli nefndur Hljóðfæraskólinn. Þýskur maður, Otto Bötcher að nafni var ráðinn til að kenna á hljómsveitarhljóðfæri. Hann stjórnaði Lúðrasveit Reykjavíkur, Páll ísólfsson kenndi tónfræði, og hann kenndi á píanó og harmonium - um orgelkennslu held ég að hafi ekki verið að ræða. Halldór Jónasson frá Eiðum fluttí fyrirlestra um tónfræðileg efni og tónlistarsögu. Voru þáallirnemendur viðstaddir. Halldór hafði það til að varpa fram spurningumum tónfræði og tónlistarsögu. Nemendur voru á ýmsum aldri og voru sjálfsagt sumir búnir að njóta þeirrar kennslu sem hér var hægt aðfá og vissu því- sumir hverjir a.m.k. - lengra en nef þeirra náði. A.m.k. var þar einn maður, sem mér virtist eiga tiltölulega auðvelt með að leysa úr þeim spurningum sem Halldór varpaði fram. Frá því er sagt í Organistablaðinu (V. 1.) að sr. Olafur Magnússon í Arnarbæli stóð fyrir söngnámskeiðum. Á einu af þeim námskeiðum, sem haldið var í Þjórsártúni hitti hann tvo unga menn, sem hann hvatti eindregið til að afla sér frekari tónlistarmenntunar. Þeir voru frændur. Annar þeirra var Kjartan Jóhannesson sem þjóðkunnur varð fyrir tónlistarstörf sín, bæði sem kirkjuorganleikari og um langt árabil sem leiðbeinandi kirkjukóra á vegum Kirkju- kórasambands íslands. Hinn var líka þekktur maður. Það var hann sem 1 922 sat meðal tónlistarnema og hlýddi á fyrirlestra Halldórs Jónassonar og leysti úr spurningum hans. Það var Kristinn Ingvarsson! Þegar þar var komið sögu var hann búinn að stofna heimili í höfuðstaðnum og stundaði nú bifreiðaakstur. Hann var orðinn ágætur harmoníumleikari. Fyrsti kennari hans var Einar Brynjólfsson í Þjórsártúni. og síðan lærði hann hjá öðrum kennurum, m.a. vini sínum Páli Isólfssyni Kristinn Ingvarsson fæddist í Brúnavallakoti á Skeiðum 27. júní 1 892. Uppvaxt- arárin munu hafa liðið eins og algengt var hjá æskufólki á þeim tíma. En tónlistin heillaði hann snemma. Þó að lífsbaráttan væri nú byrjuð fyrir alvöru sló hann ekki slöku við að auka leikni sína og þekkingu á tónlistinni. Um miðjan áratuginn '20-'30 var starfrækt sjómannastofa í Reykjavík og veitti Sigurbjörn Á. Gíslason henni forstöðu. Þar voru guðræknisstundir af og til. Krist- inn var organisti Sjómannastofnunar. Lék hann undir söng og stundum einleik á gott harmoníum sem þar var til afnota. Nokkru síðar fer hann að læra á pípuorgel hjá Sigfúsi Einarssyni. Urðu þeir Sigfús brátt miklir mátar. Kristinn varð aðstoð- armaður Sigfúsar við Dómkirkjuna. Og eftir að Sigfús lést 1939 var hann aðstoðarmaður Páls ísólfssonar í nokkur ár eftir að hann tók við dómkirkjuorgan- leikaraembættinu. Kristinn kenndi á harmoníum og urðu nemendur hans margir. I nokkur ár var Kristinn organleikari við Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Og í mörg ár var hann organleikari á fundum Guðspekifélagsins og sömuleiðis Sálar- rannsóknafélagsins. Hann spilaði í mörg ár við skátaguðsþjónustur og veittu skátar honum heiðursmerki fyrir þá aðstoð. Árið 1 932 stendur Kristinn upp frá stýrinu á bilnum sínum og gefur sig nú að 2 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.