Organistablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 8

Organistablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 8
þeir nú hétu allir saman. Þessi verkefni voru alls ráðandi við námið í músíkháskólanum eftir að Alf Linder tók við af Otto Olsson og fylgdi fast eftir hinum breyttu viðhorfum. í því sambandi má benda á Marcussens orgel hans í Oskarskirkjunni. Þýska barokk músíkin var sem sagt í öndvegi og svo mjög, að Barenreiter forlagið í Kassel gaf út hvað sem var, einungis ef það var samiðfyrir 1750, rétt eins og engin léleg músík hafi komið fram á þeim tíma. Endurreisn pólýfón ritháttar var einnig hluti af orgelhreyfingunni og kom fram hjá tónskáldunum Hugo Distler, Ernst Pepping, Josef Ahrens, Jóh. Nepomuk David og Hindemith. Menn tóku við þessari nýju músík sem fersku lofti eftir mollu stríðsrómantíkurinnar. Ég minnist þess að ég upplifði músík Hugo Distlers sem andlegt þrifabað, hressandi og uppörvandi í hæsta máta. Þetta hlaut að vera nýja tónlisttuttugustu aldar. Hér heima í Svíþjóð blésu líka ferskir vindar, Gustav Carlman, Valdemar Söderholm, Gunnar Thyrestam o.fl. áttu drjúgan þátt í þessari nýsköpun og andhvarfi frá hinni huglægu meðalmennsku - rómantík. Um leið fengum við samsullsmúsík, sem gat allt eins verið samin fyrir 200 árum, eins konar brúksmúsík, vel meint en ópersónuleg og léttvæg hvað listrænt gildi snerti. Kirkjutónlist einangraðist og þróaðist ekki í takt við hina veraldlegu, fór sínar eigin götur í leit að ,,hreinum" hlutlægum tón. Slíkan stíl þóttust menn finna í pólýfón rithætti. Tilfinningasemi hvarf, þetta nýja var bara Bach með breyttum formerkjum, í raun engin ný tónlist. Til að gera sér þetta Ijóst verður maður að minnast þess að ríkjandi kirkjutónlistarstíl á síðari hluta 19. aldar hafi hrakað mjög, að frátöldum fáeinum undantekningum. Mest bar á brúksmúsík, stemningamúsík, stílvitund var lítil. Sem dæmi um hvað gat skeð í kirkjumúsíká þessum árum, get ég sagt frá því, að eitt sinn, á fyrstu árum mínum við Vaxjö- dómkirkju, fann ég í nótnasafni kirkjunnar handritaða útsetningu á bæninni ,,Vaka över oss" með vinsælum Waldteufelvalsi sem undirspili við laglínuna. Verkefnin við orgelnám í gamla Músíkkonservatóríinu voru, í upphafi aldarinnar, mjög fábrotin. Áherzla var lögð á að æfa verk til prófs. Þannig æfðu menn sömu viðfangsefnin árum saman til þess að ná prófi. Miðað var viðgamla orgelskóla Lagergrens og lokatakmarkið var að geta leikið d-moll tokkötu og fúku Bachs. Þetta gat því ekki kallast góður undirbúningur að beinu starfi. Samanburður við kröfurnar í dag sýna Ijóslega muninn. Nú eru námskröfur afmarkaðar í stig (nivá), frá A til F stigs, með einkunnarorðunum ,, próf staðist" eða „próf staðist með ágætum” við hvert stig. Slík próf, með 12 verkum í ýmsum stíltegundum og frá ýmsum tímum, ná yfir samtals 70orgelverk, ef námsbrautin er gengin á enda. Þessi verkefnaskrá organista nú á dögum er afar fjölbreytt og nær yfir 500 ár, frá endurreisn til nútíma. Þetta gefur til kynna hve fjölbreytt orgelmúsíkin er. - Að sjálfsögðu eru Bachs verk stór hluti af þessari skrá. Þar er að finna gamla ítalska stílinn með Frescobaldi, gamla franska stílinn með Cléramboult, Grigny o.fl., gamla þýska stílinn með Buxtehude o.fI., rómantíska músík eftir Franck, Mendelssohn og Reger, nýrri franska og þýska músík eftir Dupré, Alain, Messiaen og Hindemith, David og Distler. Af sænskri músík má nefna Otto Olsson, sem hefir aftur fengið þann sess sem honum sæmir, prelúdíur hans og fúkur, Credo-symfónían, E-dúr sónatan o.fl., eru 8 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.