Organistablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 11
svanasöngur. - Þar eð „Fylkingin" stóð fyrir tónleikunum fengu þeir umsagnir í blöðum og furðulegt er hve „hönduglega” varsagtfrá, þareð hér varorgelmúsík á ferðinni. Eitthvað varð að segja og einn skrifaði þetta: „Hér þarf til eldfljóta fingur". - Um svipað leyti var hin stórfenglega passakalía og fúka Bachs leikin á öðrum tónleikum. Þá var' skrifað: „Meðal annarra verka var leikin „stemningsfull" passakalía eftir J.S. Bach". Þannig hljóðaði dómurinn um eitt rismesta verk orgelbókmenntanna.- Hugsum okkur ef sagt væri frá að „stemningsfullur" fiðlukonsert eftir Brahms hefði verið leikinn. Hann samdi aðeins einn slíkan, sem skipar svipaðan sess í fiðlubókmenntum og passakalía Bachs í orgelbókmenntum. Einu sinni, að loknum tónleikum í Þýzkalandi hitti ég einn þekktan gagnrýnanda sem harmaði að hafa fyrst á efri árum töká að kynna sér orgelmúsík, „þið hafið dásamlegar bókmenntir", var hans dómur. Árið 1 962 voru merkir og athyglisverðir tónleikar haldnir í Stórkirkjunni, Karl- Erik Welin lék mjög umdeild verk, s.s „Volymir.a" eftir Ligeti og „Madame Bovary" eftir Mortenson. Þetta var ný og róttæktónlist með klasahljómum, hálf- útdregnum registrum, sem breyttu bæði hreim og tónhæð, drepið á rafalnum o.fl., tiltæki, sem aldrei áður hcfðu heyrzt í orgelspili. Tónleikarnir ollu uppnámi og deilum Áður hafði frcttin borizt um að organleikarinn be'tti handleggjum og lófum við leik sinn og vorð það til þess að honum var bannað að leika slík verk í mörgum kirkjum Noregs og Svíþjóðar. Blaðadeilurnar voru stundum kátlegar, eins og þegar deilt var af mikilli alvöru um það hvort einungis fingurnir væru heilagir, ekki lófar og armar. Sumir töldu skaðlegtfyrir hljóðfæriðef mjög margir tónar hljómuðu samtímis. Hár var sem sé á ferðinni afturhaldssená og vanþekking. Allavega voru tónleikar Karl-Erik Welins hrein upplifun og að mínum dómL engin vanhelgun á kirkjunni, á köflum mikil hljómadýrð, í öllum regnbogans litum. Ég minnist sérstaklega aðeitt lagið endaði á háum tónakiasa, sem fjaraði út eins og þytur af vængjum fugls. Óhefðbundin notkun hljóðfæris vekur alltaf úflaþyt. Hugsum okkur Beethovens-verk, þar sem strokið er fyrir aitan stól fiðlunnar. Erfitt er að spá um hvort notkun orgelsinssem þessi leiðirtil betri listsköpunar í framtíðinni, en þetta er nýtt og mun vissulega hafa áhrif á ný verk. Túlku t Karl-Frik Welins á slíkum verkum var snilldarleg og sköpun í sjálfu sér, enda hefir hann hlotið frama víða um lönd,- Þessi róttæka orgelmúsík hefir verið flutt bæði í Svíþjóð og erlendis af Hans- Ola Eriksson, Siegfrid Naumann, Torstein Nilsson, Lars-Erik Rosell o.fl. með góðum árangri, sérstaklega erlendis. Hér er nýsköpun á ferðinni með næstum óteljandi möguleikum, sem ætti að geta þróast áfram, t.d. í Konserthúsinu - Árið 1 973 var halriin fyrsta alþjóða orgelhátíðin í Stukkhólmi. Tólf af stærstu nöfnum evrópskrar orgellistar önnuðust tónleika, fyrirlestrahald og „meistaraklassa". Ekki færri en 24 tónleikar voru þá haldnir á einni viku, með næstum fullu húsi og - mirabile dictu - fyrirmyndar gagnrýni biaðamanna. Upphafstónleikarnir fóru fram í Bláa salnum í Stadshuset, sem var fullsetinn eftirvæntingarfullum gestum. Forstöðumenn hátíðarinnar urðu undraiidi og glaðir er þeir sáu 100 metra langa biðröð við aðgöngumiðasöluna, m.ö.o. „succé". í sambandi við hátíðina var skipulögð tónsmíðakeppni með þátttöku margra organista frá öllum Norðurlöndum. Ungir sænskir organistar frumfluttu ORGANISTABLAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.