Eyjablaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 3
EYJABLAÐIÐ 3 / aldanna rás hefur það verið draum- ur alþýðufólks að fá að lifa og starfa í friði. Fá að búa sér örlög og að vara sínir eigin gæfusmiðir. Að fá að rœkta sinn eigin garð og þurfa ekki að óttast yfirtroðslu og tortímingu. En sjaldnast hefur fólki orðið að ósk sinni því að alltaf hafa verið menn og yfirvöld sem hafa farið með ófriði og yfirgangi gegn öðrum mönnum og þjóðum. Það er ekki að gerast í fyrsta sinn á okkar tímum, fjarri fer því. Og trúlega lýkur því ekki með okkar kynslóð vegna þess að þrátt fyrir þróun og framfarir þá er eins og seint gangi að siðvæða fólk og þjóðir þannig að það þrái frið meir en auðlegð og frama. Þess sér víða stað á bókfelli aldanna að fólk hefur þráð frið, þráð þann kon- ung og yfirvald sem hefur getað tryggt að þegnarnir fái lifað og dáið án þess að þurfa að fara með hernaði gegn öðrum eða þurfa að þola yfirgang og skelfingu þess að óvinir fari yfir land þeirra og skilji eftir dauða og sviðna jörð. í nærri þrjúþúsund ára gömlum texta lesum við eftirfarandi í spádómsbók Jesafa1: “Og hann mun dæma meðal lýðanna og skera úr málum margra þjóða. Og þœr munu smíða plógjárn úr sverðum sínum og snigla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annari þjóð, og ekki skulu þær temja sér hernað framar. “ ísrael var í þjóðbraut og stöðugt bit- bein stórveldanna í austri og vestri. Þess vegna var friðurinn dýrmætur og eftir- sóknarverður í augum þjóðarinnar. En Jesaja gerði sérfulla greinfyrir því að til þess að friðurinn œtti möguleika þá varð að ríkja réttlæti. Enginn friður gæti varðveist ef ekki ríkti réttlœti og hagur þeirra sem minna mœttu sín vœri tryggður. Þess vegna var konunginn sem átti að tryggja friðinn einnig kon- ungurinn sem var ávallt íklœddur rétt- lœti og visku. Og draumurinn rœttist. Reyndar á annan hátt en fólk hafi vænst. Og nú á jólunum þá fögnum við fœðingu kon- ungs konunganna sem fæddist í Betle- hem og var lagður í jötu því að ekki reyndist rúm fyrir þetta fátœka fólk í gistihúsum heimsins. Og þeir sem fyrstir urðu vitni að þessu undri voru hirðarnir sem gættu um nóttina hjarðar sinnar á völlunum við Betlehem. Og sá friður sem hann gefur þeim sem lúta valdi hans er ekki af þessum heimi. Enn er ófriður og blikur á lofti. Enn er víða kúgun og misrétti. Ófriður með mönnum ogþjóðum. Sá friður sem trúin á Krist gefur er ekki með þeim hætti að maður láti sér á sama standa hvað gerist heldur er trúin áskorun um að berjast góðu baráttunni og gefast ekki upp þó að hægt gangi. Að hafa í huga orð úr spádómsbók Míka þar sem segir: “Og hvað heimtar Drottinn ann- að afþér en að gjöra rétt, ástunda kœr- leika og fram ganga í lítillœti fyrir Guði þínum.“Friðurinn felst í því að þjóna konungi konunganna með því að ást- unda kærleika og gjöra rétt og fram ganga í lítillœti fyrir Guði. Konungurinn sem fœddist á jólum er kallaður friðarhöfðinginn. Vonandi verður hann það í lífi okkar og v lífi þjóðarinnar. Að okkur beri gœfa til að lúta honum og framkvœma vilja hans. Þá mun ríkja friður og réttlæti. Guð gefi okkur gleðilega jólahátíð. Kjartan Örn Sigurbjömsson. Messur um jól og áramót í Landakirkju 24. DESEMBER: Aftansöngur kl. 18:00 Náttsöngur kl. 23:30 25. DESEMBER, JÓLADAGUR: Hátíðarmessa kl. 14:00 Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur jólalög frá kl. 13:30 26. DESEMBER, ANNAR í JÓLUM: Jólasöngur á sjúkrahúsi kl. 13:15. Skírnarmessa kl. 14:00 Hraunbúðir kl. 15:10. 31. DESEMBER: Aftahsöngur kl. 18:00 1. JANÚAR 1991: Hátíðarmessa kl. 14:00 Samkomur í Betel um jól og áramót 24. DESEMBER, AÐFANGADAGUR: Aftansöngur kl. 17:45. 25. DESEMBER, JÓLADAGUR: Hátíðarsamkoma kl. 16:30. 26. DESEMBER, 2. JÓLADAGUR: Samkoma kl. 16:30. 28. DESEMBER: Jólafagnaður sunnudagaskólans kl. 16:00 31. DESEMBER: Kveðjusamkoma kl. 18:00 1. JANÚAR 1991: Nýárssamkoma kl. 16:30. Sérstök hátíðarsamkoma vegna upphafs sjötugasta starfsárs Hvítasunnuhreyfing- arinnar á íslandi.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.