Eyjablaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 9

Eyjablaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 9
EYJABLAÐIÐ 9 Jólin nálgast nú óðum og margir farnir að huga að inn- kaupum. Hvað skyldi nú verða á borðum yfir hátíðina? Margir eru sólgnir í villibráð og Gæsin þar ofarlega á blaði, en það er ekki líklegt, að sá sem nagar' kríkinn sinn, átti sig á því af hvaða gæsategund hann er í raun skiptir engu máli hvort hann sé af Grágæs, Blés, Heið- ar,eða Helsingja. Kríkar ásamt bringum gæsa, er herramanns matur. En gæsaveiðimaðurinn fer nokkuð nærri um það, enda kannski um áratuga reynslu hans af að fást við fuglinn kennt honum, að ekki sé hann kominn í pottinn, þó á sér gefi færi. Reynslan hefur kennt honum, að bera viðingu fyrir þessum stórkostlega fugli, sem oftast nær sér við brögðum hans. Þrátt fyrir það, eða kanski vegna þess er svona spennandi að axla hólkinn er hausta tekur og halda til veiða. Gæsin er grasbítur eins og all- ir vita og sækir í tún ef vel eru græn, einkum í þurrviðrum. í vætutíð heldur hún sig að mestu leiti í mýrlendi. Gæsir í túni sýn- ast auðveld bráð og veiðimaður- inn metur alla möguleika, þar sem hann situr kannski í bíl sín- um og virðir hópir.n fyrir sér. Gæsin sem upprétt stendur, er á verði og veitir þessum kyrrstæða bíl athygli. Hún flygur umsvifa- laust á braut og hópurinn á eftir. Ekki ólíklegt að hún hafi áttað sig á því að bíllinn tilheyrir ekki sveitinni. Byggðargæsin svokallaða virðist hafa það á hreinu hvaða farartæki tilheyri hverjum bæ og átti sig fljótlega á hvort flakkar- ar séu á ferð. Mér er minnistætt, er ég var eitt sinn staddur á bæ einum, að gæsahópur sat á túnspildu niður af bænum. í hvert sinn er ég reyndi að læðast ofaní, skurð er liggur meðfram spildunni flugu þær á braut, en settust fljótlega aftur. Mér hugkvæmdist þá að biðja bóndann að lána mér húfu sína og jakka, sem hann gerði fúslega. Gekk ég síðan í þessum fötum bóndans, í átt að skurðin- um og reyndi að líkja eftir göngulagi hans. Ofaní skurðinn komst ég og að gæsunum. Veiðimaðurinn hefur komið sér fyrir og telur sig vel falinn. Hann hefur stillt upp gervigæs- um á túnið og bíður dögunar. Hann hlustar eftir kvaki gæsar- innar, en á alveg eins von á að hún renni sér inn á túnið stein- þegjandi. Þess vegna eru taugar hans þandar. Hann beitir kunn- áttu sinni og reynslu við að lokka gæsirnar inn á túnið í skotfæri. Gervigæsirnar stað- setti hann nákvæmlega á græna blettinn, sem sú gráa sat á í gær. Vindátt er hagstæð. Gæsin er nú í næturstað og hugsar sér til hreyfings. Hún er svöng eftir næturlanga dvöl nið- ur við sjó, eða ána. Nú er farið að birta og hún hefur sig til flugs. Kannski taka fáeinar sig upp í könnunarleiðangur, hinar bíða. Farið skal að öllu með gát. Hafi gæsin orðið fyrir styggð, bíður hún þess, þrátt fyrir hungrið, að birti alveg, áður en hún flýgur í ætisleit. Gæsahópur stefnir á túnið. Eru þar einhverjar breytingar frá því í gær. Hún sér kynsystur sínar sitja á græna blettinum í túninu bítandi og ein þeirra er á verði. Nú lækka þær flugið. Allt í einu gefur forustugæsin frá sér hnegg og umsvifalaust sveigja þær til hliðar og til baka. Veiðimaðurinn sem taldi sig vel falinn, stendur nú upp og fylgist með gæsunum fjarlægjast. Hann verður nú í snarhasti að átta sig á því hvað fældi gæsirnar og skimar í kringum sig. Er það kanski féð, sem var hérna á beit í gær? en stendur nú í einum hnapp upp við girðingu. En það er nú svo að undan- tekningar eru hvað varúðina varðar hjá gæsinni. Hún á það til þrátt fyrir allt að gefa veiði- manninum færi á sér. Oftast er um að ræða fugl sem nýkominn er ofan af hálendinu og girnileg túnin lokka. Heiðargæsin er öllu vanafast- ari og heldur sig á ákveðnum svæðum og ekki eins stygg og grágæsin. Blésgæsin blandar sér með öðrum gæsum t.d. Heið- argæsum og geldur þess, oft að vera í slagtogi með þeim. Hels- inginn heldur sig í stórum hóp- um og engan veginn auðvelt að handa reiður á hvar hann ber niður. Við félagarnir höfðum stund- að gæsaveiðar áratugum saman og þá farið upp á fastalandið. Nú á seinni árum , höldum við okkur svo til á sama svæðinu. Hér áður fyrr taldi maður alltaf grænna í öðrum sveitum. Nú göngum við aftur og aftur í sömu sporin. Veiðin er misjöfn frá ári til árs og látum við okkur nægja, það sem að okkur er rétt. Þessa setn- ingu læt ég standa, þó ekki sé allskostar rétt, þar sem við er að eiga bráð sem enga á sér líka sökum hygginda og gáfna, þetta orð læt ég líka standa. Ólafur Sigurðsson Ég ætla nú að lýsa veiðiferð okkar félaga og vel það haust, er viðraði einstaklega vel til veiða. Þurrviðri og í kaldara lagi. Það geri ég vegna þess, að ef settar yrðu á prent, þær aðstæður, sem við látum okkur oft á tíðum hafa í slagviðrum liggjandi úti í ein- hverjum skurðinum skimandi eftir gæsum, værum við taldir snarvitlausir. Ég tel víst að bændur sem til okkar þekkja hugsi sitt og talið þegar í upphafi vonlaust að koma vitinu fyrir þessa Eyjapeyja. Jæja áfram með veiðitúrinn. Við erum nú staddir um borð í Herjólfi. Bíllinn er hlaðinn allskonar græjum, skotfærum, byssum, gervigæsum, mat og fl. og fl. Segja má að undirbúning- ur hefjist í vissurn skilningi strax að lokinni þeirri síðustu. Það fyrsta sem ég set í bílinn , er skófla, þó undarlegt megi teljast. Hún kemur næst byssu og skotfærum að notagildi í veiðiferð. Við félagarnir sitjum fyrir framan sjónvarpsskjáinn og reynum að fylgjast með, en hug- urinn er víðs fjarri og þessar þrjár klukkustundir og rúmlega það um borð í þessu annars ágæta skipi, er heil eilífð. Félagi minn er samt sem áður, svona á yfirborðinu salla rólegur, en ég haldinn þeirri áráttu þegar kom- ið er að veiðimennsku, að allt verði að gerast í einum logandi hvelli. Og það er líka gefið vel í sportarann, sem alls ekki er við- búinn, þessum látum og fer að hiksta, þegar við þjótum upp úr Herjólfi í Þorlákshöfn. Framundan er greiðfær leið, við leggjum á ráðin og félaginn farinn að skima eftir Gæs. Er ég ek á útopnuðu í framhjá Víkur- skála Iítur félaginn á mig og spyr ósköp sakleysislega. Hvað ertu búinn að lofa mörgum í soðið? Ég hægi ósjálfrátt ferðina hugs- andi um að soðningin væri enn á flugi og ábyggilega allt of spræk. Það er farið að skyggja, er við rennum upp að veiðihúsinu, sem við staðsettum á sínum tíma í Álftaveri. Það átti að fara leynt, en nú vita allir hvar þetta Dúkkuhús öræfanna stendur, eins og Hermann á Dagskrá nefndi það forðum. Já veiðikof- inn eða Grenið eins og snjall veiðimaður vildi skíra það, er staðsett eigi fjarri einhverjum mestu náttúruhamförum íslandssögunar Kötlugosi og Skaftáreldum. Einhverjir hafa haft á orði, að umhverfið sé ekki til að hrópa húrra fyrir. Ekki er nú blessaður gróðurinn hár í loftinu, satt er það, en flest er þeim hulið sem sjaldan koma nærri. Hér er svo sannarlega til fegurð. Hún birt- ist þér þegar landið hefur tekið þig í sátt og kynnst hefur þeim sem, það yrkja. Við komum nú veiðigræjun- um fyrir í veiðihúsinu og ekkert því til fyrirstöðu, að elda sér súpu. En veðrið er svo yndis- legt, stafa logn, að við tyllum okkur niður á veröndina í myrkrinu og félaginn gerist róm- antískur og kveikir á kerti. Tappinn af Vodkapelanum er skrúfaður af í offorsi og við dreypum á. Já hér er mikil kyrrð og engu líkara en að ljósin á sveitabæjun- um kinki til okkar kolli. Malbik- ið er að baki og við sjáum ljós bifreiðanna líða eftir þjóðvegin- um. Þau koma okkur ekkert við. Dularfull birta er yfir Kötlu gömlu, sem gefur ímyndunarafl- inu lausan tauminn. Það er ann- ars merkilegt tautaði félagi minn, svona eins og við sjálfan sig, að maður skuli aldrei hafa orðið var við neitt í öll þessi ár. Og við göngum út í myrkrið. Ég hugsa með mér, að það væri vegna þess, að við teldumst vel- komnir á þesar slóðir og hugur- inn leitar til liðinna veiðiferða í misjöfnum veðrum, í þessu dul- arfulla landslagi. Svefninn þessa fyrstu nótt er ljúfur og við vaknaðir áður en klukkan hringir og löngu fyrir birtingu erum við sestir í holurn- ar okkar, og gervigæsunum ver- ið stillt upp á miðju túninu, eftir miklar bollaleggingar um stað- setningu þeirra. Engar upplýs- ingar höfðum við um það hvort gæsir hefðu sótt í túnið. Það verður bara að koma í ljós. Við bíðum nú dögunar og alltaf er jafn stórkostlegt að sjá landið vakna. Við eigum von á gæsum, enda er farið að skíma. Félagi minn er staðsettur í holu sinni í um sjötíu metra fjarlægð þvert af mér. Nú heyrist í gæs og hún stefnir á okkur. Rólegur, rólegur. Ekk- ert fum og nú birtast tvær heið- argæsir til hliðar við mig, en full- langt færi.. Jæja þær stefna á vininn.. Plamm.. og sú aftari fellur.. vel gert gamli félagi og ég sé hvar hann gengur í hægð- um sínum til að sækja fuglinn.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.