Eyjablaðið - 23.12.1990, Qupperneq 13

Eyjablaðið - 23.12.1990, Qupperneq 13
EYJABLAÐIÐ 13 Ljónið og Androkles Hér er gömul saga sem kennir okkur það að okkur er oft launað fyrir það á ólíklegasta hátt ef við réttum Eitt sinn var þræll nokkur, að nafni Androkles. Húsbóndi hans fór svo illa með hann, að hann gat ekki lengur þolað slíka meðferð. Hann sagði því við sjálfan sig: „Pað er betra að deyja en að lifa í þessu volæði. Ég skal því strjúka frá húsbónda mínum. Ef hann nær mér aftur, veit ég, að hann lætur pinta mig til dauðs, en betra er að deyja en að lifa við eymd. Ef ég komst undan, þá get ég haldið mér við á skógum og eyðimörkum; að sönnu lifa þar óarga dýr, en þau munu naumast fara verr með mig, en mennirnir hafa gjört. Ég skal því heldur fela mig þeim á vald en að lifa eins og aumur þræll“. Þegar hann var búinn að ein- setja sér þetta, greip hann hið fyrsta tækifæri, sem honum bauðst, til þess að strjúka frá húsbónda sínum, og faldi sig í þéttum skógi. En þá varð hann þess var, að hann hafði flúið úr einni eymdinni í aðra. Hann var búinn að ráfa þar í skóginum, matarlaus, og loks fór hann í örvæntingu inn í helli, sem hann fann. Þar ætlaði hann að bíða dauðans. En þegar hann hafði legið þar um hríð heyrði hann ógurlegan hávaða, líkast því sem óarga dýr öskraði. Hann stökk upp og ætl- aði út úr hellinum, en er hann var kominn í hellismunnann, stóð fyrir honum afarstórt ljón, sem bannaði honum útgöngu. Nú hélt Androkles, að hann ætti ekki langt eftir ólifað; en í stað þess að ljónið hlypi í hann, eins og hann bjóst við, gekk það hægt og hægt, án þess að láta í Ijós reiði, og gaf um leið frá sér aumkunarlegt hljóð, rétt eins og að það væri að biðjast hjálpar af manninum. Androkles var einbeittur maður, og fór nú að skoða ljón- ið nákvæmar. Hann sá að það stakk við á einum fætinum, og er hann gætti að nákvæmar, sá hann, að fóturinn var bólginn mjög. Þegar hann sá, að ljónið ætlaði ekki að gjöra honum neitt mein, tók hann fótinn á því milli handa sinna, og skoðaði hann, sins og þegar læknir er að skoða sjúkling. Hann sá þá, að stór þyrnir hafði stungist upp í ilina á því: þess vegna var fóturinn bólginn, og var farið að grafa í honum. Ljónið var kyrrt á meðan, og lofaði honum að fara með fótinn á sér eftir vild sinni. öðrum hjálparhönd Androkles dro þyrninn út úr fætinum á því og færði út mikið af greftri. Þegar ljónið fann, að verkur- inn minnkaði við þessar aðgjörðir hans, þá vissi það ekki hvernig það átti að láta af gleði. Það stökk í kringum Androkles eins og kátur hundur, sleikti á honum hendur og fætur, og dinglaði rófunni. Síðan gaf það honum alltaf að eta með sér, í hvert skipti sem það fór á dýra- veiðar. Þannig lifði Androkles hjá ljóninu í nokkra mánuði. En eitt sinn, er hann hafði gengið lengra en vani hans var frá hell- inum, þá varð hann fyrir flokki af hermönnum, sem höfðu verið sendir út til að leita hans. Þeir tóku hann höndum og færðu hann í fjötrum heim til hús- bónda hans. Húsbóndi hans dæmdi hann til dauða, og var dauðahegning hans ákveðin þannig, að ólmt ljón, er hafði verið svelt í marga daga til þess að gera það enn ólmara, skyldi rífa hann á hol. Dag þann, er dauðahegning hans skyldi fram fara, höfðu safnast saman ótal áhorfendur, til þess að horfa á þessa óttalegu sjón. Androkles var látinn vopn- laus á bert svæði sem til þess var ætlað. Að vörmu spori kom ljónið æðandi fram með opið ginið, reistan makkann, og eld- ur brann úr augum þess. En er það leit Androkles, þá fleygði það sér þegar niður fyrir fætur honum, sýndi honum vinahót, eins og tryggur hundur sýnir húsbónda sínum, og lýsti á allar lundir, sem það gat, gleði sinni yfir því, að hafa fundið hann aftur. Allir áhorfendurnir undr- uðust þetta, og landstjórinn í því landi, sem var einn af áhorfend- unum, kallaði til Andróklesar, og bauð honum að skýra frá, hvernig á þessu stæði. Androkles sagði þá upp alla söguna, hvernig hann hefði hitt ljónið í skóginum og læknað það, og að þetta væri sama ljónið, sem hefði alið önn fyrir sér í hellinum. Allir þeir, sem við voru, undruðust þessa sögu, og báðu þeir landstjórann að gefa Androklesi grið. Lét hann það að orðum þeirra, og gaf honum ekki aðeins líf, heldur og ljónið líka, sem þannig hafði frelsað líf hans tvisvar. Úr lestrarbók Þórarins Böðv- arssonar. Gamlar myndir úr Eyjum

x

Eyjablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.