Eyjablaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 8

Eyjablaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 8
8 EY.TABLAÐIÐ m KT HARALDUR GUÐNASON: W • Menn og kynni í þessum þætti bútast nokkur brot úr minningum um menn sem kunnu alþjóðamálið Esper- anto. Fyrst las ég um mál þetta, sem pólskur læknir, dr.L.Zamenkof bjó til fyrir meir en öld í blaðinu Unga Islandi um 1920. Mér sýndist þetta sniðugt mál og létt. Eg eignaðist Kennslubók í Esp- eranto eftir þorstein Þorsteins- son hagstofustjóra. Hann var bróðir Hannesar þjóðskjala- varðar og alþingismanns. Þeir bræður ólust upp í Biskupstung- um, þjóðkunnir sæmdarmenn. Ég fór að læra málið 1932 og varð bænabókar fær á því ári. Ég barði uppá hjá Þórbergi sem var ofsaklár og skrifaði margar stórar greinar á esperanto í blöð í útlöndum. Þórbergur tók mér vel, lét mér í té nöfn blaða sem ég skyldi kaupa. Meistarinn lá upp í dívan og lærisveinninn úr sveitinni gleypti hvert orð hans með aðdáun. Fljótt hætti hann að tala um esperanto og fór að spyrja mig í frægustu drauga í minni sveit. Þar kom hann ekki að tómum kofanum. Afi minn bjó á Leirubakka á Landi og þar var einn magnaðasti draugur allra tíma: Leirubakkadraugur- inn, sem lesa má um í sögu Þur- íðar formanns. Sumir sögðu að amma hefði borið fyrir draugsa grautarskál hvern dag. Skyggnir menn sögðust sjá hann móra sitja klofvega á baðstofumænin- um og berja löppunum í þekj- una. Þetta var danskur draugur - Þórbergur var að safna þjóðsög- um á þessum árum með Sigurði Nordal. Nú liðu tímar fram án þess ég heyrði útlenda menn tala esper- anto. Svo er það einn dag seint í mars 1939 að ég leit inn í skrif- stofu sem verkamannafélagið Drífandi hafði í kjallaranum á Sólheimum. Þar var fyrir Har- aldur Bjarnason á Svalbarði. Hann sagði að ég kæmi eins og kallaður, hér væri staddur Ung- verji sem talaði esperanto. Mað- urinn nefndi nafn sitt Sandor Kovacs. Hélt sýningu á ungver- skri heimavinnu, eiginlega list- munum. Við skildum vel hvor annan. Laugardag 25. mars skrfað í kompu: „A fætur kl. 8.30. Indælis veður. Gekk austur á Skans að hitta Kjartan". Kjartan frá Búastöðum var sjóveitu- stjóri. Dælustöðin var þá undir bakkanum. Kovacs gisti á Hótel Berg. Við Kjartan, sem talaði vel esperanto, fórum upp á hótel og buðum þeim ungverska í gönguferð. Við gengum kring- um Helgafell á Sæfjall. Útsýni frábært, sjórinn eins og spegill. Kovacs sagði:„Það er þess virði að fara alla leið frá Ungverjal- andi til íslands til þess að sjá þessa fegurð.“ Eftir þrjá daga lauk sýning- unni í Akóges. Sýningin komst í tvær ferðatöskur. Við Kjartan og Guðmunda Gunnarsdóttir, Munda á horninu, lærð í esper- anto, kvöddum Kovacs á Bæjar- bryggjunni. Hann sigldi með Gullfossi út í nóttina. Ég sá hann ekki síðan. Að haustnóttum 1966 barst mér bréf frá Kovacs. Þá hafði ég ekki heyrt eða séð frá honum í 27 ár. Hann sagði frá íslands- dvöl sinni 1937 og 1939 þá í 8 mánuði- Næstu þrjú ár fékk ég nokkur bréf frá Kovacs. Síðasta bréfið var skrifað 21. ágúst 1969. Hann skrifaði m.a. að hann hafi aldrei ferðast til að skemmta sér„ en 1929, í byrjun heimskreppunnar lá leið mín ásamt þúsundum annarra landa minna út á þjóðvegina“. Milli styrjalda dvaldi Kovacs í 17 Evr- ópulöndum, til dæmis 2 ár í Fær- eyjum. Árið 1947 snéri hann loks heim til Ungverjalands. Hann var fæddur 11. mars 1906 og lést í Budapest 11. desember 1969. Sr. Halldór Kolbeins var kos- inn til Ofanleitissóknar 1945. Hann var einn með snjallari esp- erantistum landsins. Séra Hall- dór hafði skrifstofu í Bjama fyrstu mánuði sálusorgarastarfs- ins hér á eyju. Mér datt í hug að heilsa upp á esperantistann. Ég bjó til það erindi, að biðja prestinn að skrifa grein um esperanto í Eyjablaðið. Prestur tók mér alúðlega, svarar ekki spurningu minni, horfir á spyril þennan kankvíslega og segir: „Hvað þýðir eminenta ? „Ágætur“, svaraði ég. „Ég skal skrifa grein- ina“ sagði sr. Halldór. Hann mun hafa viljað prófa hvort spyrjandinn kynni eitthvað fyrir sér f málinu, en orðið ekki mjög algengt. Prestur sagði, að ég skyldi koma að Ofanleiti ákveð- inn dag og sækja greinina. Þá fór ég mína fyrstu ferð að Ofanleiti, en þær urðu margar síðar. En nú var klerkur ekki farinn að semja greinina góðu. En þetta var ekk- ert mál. eins og nú er sagt. Mér bornar góðgerðir og prestur sat við ritvélina. Það stóðst á end- um að þegar ég hafði neytt veit- inga frú Láru, hafði sr. Halldór lokið grein um Lúðvík Zamen- hof. Esperanto-félag var stofnað og ráðnir útlenskir kennarar til að halda námskeið. Fyrst dr. A. Mildwurf, pólskur blaðamaður, átti þá heima í Bretlandi. Dokt- or M. kom með Esju í júní 1948. Skipið lá á ytri höfn eða fyrir Eiðinu. Við sr. Halldór ætluð- um út að skipshlið til að taka á móti doktornum. Þá vildi svo til að við náðum ekki í mótorbát- inn sem sótti farþegana og bið- um á bryggjunni. Doktor Mild- wurf var greinilega brugðið, föl- ur og fár. Hann sagði svo frá: Þegar skipið nam staðar þóttist Mildwurf viss um að þarna væri ekki ákvörðunarstaður hans, skipið hlyti að leggjast að bryggju. Þá spurði einhver á skipinu hvort hann ætlaði ekki í land í Vestmannaeyjum. Jú, hann hélt nú það: Drífðu þig þá niður í bátinn. Maðurinn fetar sig niður kaðalstigann, óörugg- ur, miður sín. Og ekki tók betra við þegar lagt var á stað í land. Ylgja í sjó og báturinn tók að velta. Þá hélt hann að sín síðasta stund væri upprunnin. Farast við þessa köldu kletta. Doktorinn var til húsa og í fæði hjá okkur Ille. Hann sat oftast inni að skrifa allan vor- langan daginn. Svo var hann fjandi ýtinn að koma á mig að vélrita greinar. Var ég lítt hrif- inn af því. Um 20 nemendur eða 25 voru á esperanto námskeiði Mildwurfs. Þeir urðu stofninn í esperanto klúbbnum. „Verda Insulo“(Græna eyjan) sem við stofnuðum. Flest þetta fólk flutti úr bænum eða á eilífðar- planið. Næsti kennari hét Russel Scott prófessor, breskur. Hann var líka til húsa hjá okkur Ille. Hann vildi fá þykkan hafragraut á morgnana. Hann var fremur heyrnardaufur og kennsla lá ekki vel fyrir honum. Hann var mjög barngóður og vildi sem oftast hossa Áka 3ja ára á hné sér og raula við hann. Scott var nokkur ár háskólakennari í Bandaríkjunum. Þriðji og síðasti útlendi kenn- arinn var dr. Marek Wajsblum, pólskur maður á góðum aldri en heilsutæpur. Hann hafði mikinn áhuga á menningartengslum íslendinga og Pólverja. Hann var merkilega naskur á að finna efni í íslenkum tímaritum um þetta efni, þó hann kynni varla orð í málinu. Grein um þetta efni eftir hann birtist í tímaritinu Skírni. Árið 1956 var alþjóðaþingið í Kaupmannahöfn. Það var fjöl- mennt þangað, ég held 27 klúbbfélagar. Áður var haldið námskeið í Helsingör, í mörgum flokkum, farið í ferðalög eftir hádegi, kvöldskemmtanir. Friis skólastjóri frá Árósum stóð fyrir þessum mótum árum saman, merkilegur hugsjónamaður. Við Sr. Halldór vorum samferða í lest frá Kaupmannahöfn. Sr. Halldór ávarpaði Friis svo: Mi estas Halldór Kolbeins plej fama erperantisto en Islando. (Ég er H.K. frægasti esperant- isti á íslandi). Séra Halldór hafði gaman af því að koma mönnum á óvart. Þarna var að finna nokkur stærstu nöfnin í Esperanto hreyfingunni. Mér er þá efst í hug Ivo Lapenna, júgoslavnesk- ur þjóðréttarfræðingur, frábær mælskumaður, talaði jafnan blaðlaust og Margrét Noll, háöldruð, þá elsti forvígismaður danskra fyrir útbreiðslu alþjóða- málsins. Eyjakvöld í Helsingör var fjölbreytt og þótti takast vel. Við Sigmundur Andrésson lék- um þátt úr Skugga-Sveini. Hann lék Ketil. Halldór Kolbeins þýddi leikritið allt á esperanto. Alþjóðaþingið var haldið í Tækniháskólanum í Kaupmann- ahöfn. Þáttakendur um 2.500. Tívolí bauð öllum frítt í garðinn alla vikuna. Skipverjar af rúss- nesku skipi léku þar listir sínar kostulegar. Þá var öllum boðið í Tuborg verksmiðjusal stóran, um 300 manns á dag. Var óspart veitt af glöðum gestgjöfum. Árið 1964 sóttum við hjónin þing Esperantosambands N- Ameríku. Þá er við komum á fundarstað sat nokkur hópur fólks á tröppum hússins. Rísa þá á fætur tvær frúr og heilsa mér með mikilli blíðu. Nokkuð tví- átta svipur kom þá á mína frú. í Helsingör kynntist ég m.a. tvennum hjónum frá Bandaríkj- unum og tveim börnum annarra þeirra á táningaaldri - ágætt fólk. Nú voru þessi hjón komin þarna um langan veg. Dorothe svo heitir önnur ameríska frúin segir: -Hvað segir þú mér frá Konna? Allt gott það ég best veit. -Dorothe: -þú manst eftir Lonis okkar, nú er hún gift kona. -Ég: Konni er nú líka giftur. Happy end. Konni: Konráð frá Landlyst. Var einn í hópi þess unga fólks sem fór með okkur hinum eldri, á Esp- erantoþingið í Kaupmannahöfn, prýðisfólk. Ég flutti stutta tölu um Esperanto hreyfinguna á ísl- andi.:- í lokin skal nefna að árið 1977 var alþjóðaþing espernato- sambandsins haldið í Reykjavík, í Háskólabíó. Þátt tóku rúmlega þúsund manns. Neðsta röð frá vintri: Ella Dóra Ólafsdóttir, Ólafur Halldórsson, Lára Halldórsdóttir Kolbeins, Anna Friðbjarnardóttir, Karl Sigurhansson, Þór- arinn Magnússon. Önnur röð: Þórey Kolbeins, Gunnlaug Einarsdóttir (bak við Láru), Ásta Gránz, Ester Hansen. Þriðja röð: Ólafur Gránz, Bald- ur Ragnarsson (gestur), Ólafur S. Magnússon (gestur), Lára Kolbeins. Fjórða röð: Sigmundur Andrésson, Halldór Kolbeins, Haraldur Guðna- son, Ille Guðnason. Myndin er tekin á fundi í La Verda Insulo uni eða eftir 1950.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.