Eyjablaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 6

Eyjablaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 6
6_________________________________EYJABLADIÐ Glöggt er gests augað í júní 1924 birtist grein í Ægi mánaðarriti Fiskifelags íslands, eftir hinn kunna frumkvöðul Bjarna Sæmundsson fískifræðing, þar sem hann greinir frá ferð til Vestmannaeyja þá um veturinn, og ber saman við ferð til Eyja sem hann fór á árinu 1899, eða 25 árum áður. Nú í vetur gerði ég mér ferð til Vestmannaeyja (til Eyja, eins og sagt er þar og í nágrenn- inu), til þess að sjá fiskveið- arnar þar í fullum gangi, því að á sumrin er þar allt dauft og dautt á móti því sem er á vetrar- vertíðinni og störf manna snú- ast þá mest um það að verka vertíðaraflann og koma honum frá sér. Og eins og ég í téðri grein gerði dálítinn samanburð á ástandinu í Bolungavík um síðustu aldamót og nú, eins ætla ég hér að gera lítilsháttar samanburð á ástandinu í eyj- unum þá og nú; en sá er þó munurinn, að í Bolungavík hefur komið töluverður aftur- kippur síðasta áratug, en Vest- mannaeyjar eru í sífelldri fram- för á sviði fiskveiðanna. Ég kom fyrst til rannsókna til eyjanna 1899. Þá bar ekki sér- lega mikið á eyjunum sem veiðistöð, rniklu minna en um og eftir miðja 19. öld, því að síðari hluta aldarinnar hafði yfirleitt verið aflatregða; út- vegurinn hafði gengið mikið saman um miðja öldina 30 skip, flest þeirra feiknastór, átt-tíró- in, en 1896 aðeins 12skip; þá var hnignunin mest. Til þess tíma höfðu menn aðeins brúk- að handfæri (og skötulóðir og hákarlasóknir), en 1897 hefst nýtt tímabil í veiðisögu eyj- anna, því að þá fóru menn fyrst að reyna vanalegar fiskilóðir, og voru það þeir Magnús Guð- mundsson Vesturhúsum, er kynnst hafði lóðinni á Aust- fjörðum, Gísli Lárusson og Hannes Jónsson, sem gerðu fyrstu tilraunirnar. Magnús var forkólfur tilraunanna og hafði almennilega lóð, hinir höfðu gert sér lóðir úr enskum lang- línuás með önglum nr. 7. Svo komu aðrir á eftir. Reyndist lóðin svo vel, að hún var svo að segja orðin eina veiðarfærið um aldamótin, og útgerðin fór nú að vaxa aftur, svo að 1900 gengu orðið 27 skip (langflest áttæringar). Með lóðabrúkun- inni varð og sú breyting á, að hin stóru vertíðarskip með gamla Vestmannaeyja-laginu lögðust niður, en í þeirra stað voru tekin upp um aldamótin skip með færeysku lagi, lang- flest áttróin, því að þau voru miklu hentugri við lóðina. 1899 kom fyrsti Færeyjabáturinn frá Austfjörðum, en 1902 var fyrst smíðaður Færeyingur í Eyjum. Um aldamótin fóru menn að veiða síld til beitu (í lagnet) og komu sér upp frystikassa, en íshús kom seinna (1901). Þessi útgerð óx nú svo, að veturinn 1906 gengu 45 skipog nokkrir bátar á vertíðinni, en svo byrjar aftur nýtt tímabil: mótorbátarnir koma til sögunnar. 1904 kom mótor- bátur frá Reykjavík, en þótti of lítill til fiskveiða.Árið eftir fá þeir Þorsteinn Jónsson í Lauf- ási og Sigurður Sigurfinnsson, hvor sinn bát frá útlöndum og gengu þeiráveiðar 1906.Bátur Þorsteins aflaði 15 þús. Varð þetta til þess, að mótorbátum fjölgaði þar svo fljótt, að 1907 urðu þeir 18 og 1908 nær 40. Þessir bátar voru fyrst smíðaðir ytra (í Danmörk), voru 33 feta langir, höfðu 8 hesta vél (flestir Dan) og 5-6 mílna ferð. Á hverjum bát voru 6 menn og lóðir 60 strengir, með 70 öngl- um= 4200 önglar. Samfara mótorbáta fjölguninni fækkaði róðrarbátunum mjög, en næstu árin hægði nokkuð fjölguninni, enda fór nú að verða hæpið að eiga stóran flota af þeim á höfn- inni, eins og hún var frá náttúr- unnar hendi, ekki full örugg í austan-aftökum. Var því farið að vinna að því, að fá höfnina bætta svo, að fullt öryggi feng- ist. Skal ég ekki rekja sögu þess máls, aðeins geta þess að nú eru komnir tveir skjólgarðar í hafnarmynnið og höfnin þar með svo vel varin, að öllum skipum er óhætt á henni, hvað sem á gengur, ef garðarnir halda. Þegar komið var svo langt hafnargörðunum, að þeir fóru að veita verulegt skjól, má segja, að nýr þáttur byrjaði í veiðunum. Nú fóru bátarnir að geta verið stærri, kraftmeiri og hraðskreiðari og þar með betri og öruggari sjóskip en hinir eldri, og það er alkunna, að Vestmannaeyja fiskimenn hlífa hvorki sér né bátum sínum, og komast oft í hann krappan, og því lífsnauðsynlegt, að bátarnir séu sterkir, gangmiklir og sæmilega stórir (einkum vegna netanna). Um svipað leyti og byrjað var á hafnarbótunum kom nýtt at- riði til sögunnar sem líka hefir haft afarmikil örvandi áhrif á fiskveiðar Vestmannaeyinga, og það var þorsknetabrúkunin. Þorskanet komu þangað seinna en í aðrar veiðistöður austan Reykjaness. Fyrsta tilraunin var þó gerð 13. apr 1908, og hana gerði Þorsteinn Jónsson í Laufási, eftir áeggjan minni, en af því að netin voru ný og tein- arnir svo snúðharðir, að þau fóru í vöndul, fékk hann aðeins 1 fisk í það skipti. (Mjór mikils vísir!) Svo reyndi hann ekki aftur fyrr en 1911 og fékk þá alls 500 fiska. 1912-1914 gerði svo Norðmaðurinn Förland frekari tilraunir og með betri árangri og 1916 fóru fleiri að reyna, með svo góðum árangri, að þorskanetin eru nú orðin aðalveiðarfærið á vetrarvertíð og aflinn, sem í þau hefir feng- ist, smámsaman farið svo mjög fram úr lóðaraflanum, að á ver- tíðinni 1923 var hann hér um bil 2/3 af öllum aflanum (ca. 1,6 milj. fiska) og á síðustu vertíð tiltölulega enn meiri (um 2/4, eða nær 2 milj.). Samfara þessum aukna afla hefir mótor- bátunum fjölgað svo mikið, að í vetur gengu alls 72-73 bátar (auk 2 báta úr Rvík), þar af lengi 64-65 með net, en aðeins 2-3 róðrarbátar (með færi og lóð). Anars er tala þeirra báta, sem brúka net eða lóð ekki föst, heldur fer hún eftir því, hvort þykir betur við eiga í það og það skiftið. Bátarnir eru nú flestir 12-14 smál. með 20-45 hk-vél (2-3 hk. á smál), margir smíðaðir í Eyjum. Á lóðabátum eru 4-5 menn og 3 í landi. á netabátum 7-8 og 1 í landi. Svo er margt af aðgerðarmönnum og fjöldi af fólki aðkomið úr ýmsum áttum, bæði á sjó og á landi. Hver bátur leggur 2-3 netatrossur í einu. Netin eru 30 fðm. löng, feld (til helminga), 180 möskva löng, 20-22 möskva djúp og riðillinn 4 þuml. Yrðu öll netin, þegar flestir leggja, alllangur veggur. Lóðabátarnir leggja nú tíðast 14-15 bjóð, á 6 sextuga strengi, með 55 önglum á streng; það verða alls um 4500- 5000 önglar á bát, eða 350 þús. ef allir leggja lóð. Menn beita síld, ljósbeitu og síðari hluts vertíðar, gotu. Netin spara alla beitu, en ganga fljótt úr sér; riðillinn endist oft ekki nema fáa daga. Þau eru nú flest riðin í Noregi (því ekki í Vestmanna- eyjum?). Menn geta stundað netaveiðar í miklu verra veðri en lóð, af því að netateinninn er svo sterkur (2-2V2” maníla), að hann þolir miklu meira átak en lóðarásinn. Og svo létt verk þykir gömlum Vestmannaey- ingum netabrúkunin á við lóða- brúkunina, að einn formaður- inn kvað hafa kallað hana rétt verk fyrir kerlingar, enda mun sá sami maður ekki hafa kallað alt ömmu sína á yngri árum. Samkvæmt aflaskýrslum fyrir árið 1897 aflaðist í Vest- mannaeyjum alt það ár 66 þús. af þorski, 16 þús. af smáfiski, 33 þús. af ýsu og tæp 4 þús. af löngu, en í fyrra aflaðist þar á vertíðinni einni saman 2,5 milj. af þorski og í vetur eitthvað svipað og langmest af þessu ríga þorskar 80-100, að meðal- tali um 90 í skpd. Þessar tölur og það sem sagt er hér að framan nægir til þess að sýna það, hve afarmikil breyting hefir orðið á í Vest- mannaeyjum síðustu 30 ár og sennilega munu allir telja það miklar framfarir og það er ó- efað svo, og alt er þetta að þakka því, að menn hafa breytt

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.