Eyjablaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 5

Eyjablaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 5
EYJABLAÐIÐ 5 Herfylkingin í Vestmannaeyjum Forsögu Herfylkingarinnar má rekja allt til ársins 1627 er sjóræningjar frá Alsír réðust á Eyjarnar og fóru um með dráp- um og ránum. Munu hér hafa verið drepnir 36 manns en 242 héðan rænt og hnepptir í þræl- dóm í Algeirsborg. Eftir þennan atburð sem nefndur hefur verið „Tyrkjaránið" var fólk óttasleg- ið og hræddist erlend skip er nálguðust eyjarnar. í bókinni Saga Vestmanna- eyja tilfærir Sigfús M. Johnsen frásögn gamallar konu til marks um ótta Eyjaskeggja:„Um 1850 var kona þessi, sem þá var ungl- ingur, í þangfjöru fyrir hús- bændur sína, það er að rífa þang til eldsneytis í vík einni suður á eynni, alllangt frá bæjum. Sá hún þá, hvar bátur stefndi að landi frá erlendu fiskiskipi, er þar lá fyrir utan. Taldi hún víst, að þarna væru ræningjar á ferð, er myndu ætla að hernema hana. Hljóp hún þá sem fætur toguðu upp í fjall, og komst í hellisskúta uppi í hömrunum. Þar beið hún til kvölds. En hinir leituðu hennar og fundu ekki, og fóru síðan aftur við svo búið um borð í skipið.“ Einnig mun talsvert hafa ver- ið um að erlendir sjómenn fóru með ránum í úteyjum. Létu þeir þá greipar sópa í eyjunum og tóku fugla og egg. Oft á tíðum tóku þeir einnig sauðfé. Á árunum fyrir stofnun Her- fylkingarinnar mun hafa verið talsvert um drykkjuskap hér og búðarstöður manna. Var óregla þessi og iðjuleysi illa þokkað og þótti þjóðþrifamál að stemma stigu við sívaxandi drykkjuskap jafnframt að stuðla að framför- um í plássinu. Árið 1853 fékk Andreas Aug- ust von Kohl veitingu fyrir Vestmannaeyjasýuslu, en þá voru Vestmannaeyjar sér sýsla. Gerðist hann brátt röggsamlegt yfirvald. Fljótlega eftir að hann kom til Eyja og fór að kynnast högum manna ákvað hann að stofna hersveit. Ætlaðist hann til að allir vopnfærir menn gengju í hana. Hver sá sem gekk í Herfylkinguna varð að sverja algert bindindi. Átti agi og þjálf- un að koma mönnum að gagni við sjósókn og úteyjalíf. Aðal- markmiðið var þá að halda uppi landvörnum. Var hugmyndum hans vel tekið. Árið 1855 sendi hann dönsku ríkisstjórninni bréf þar sem hann fór fram á sam- þykki hennar fyrir stofnun herf- ylkingar hér og einnig að ríkis- stjórnin styrkti fyrirtækið. Það er að hún sendi vopn og ein- kennisbúninga. Brást danska stjórnin vel við þessarri bón og sumarið 1856 komu hingað 30 byssur og tilheyrandi skotfæri. í bókinni Eyjar gegnum aldirnar segir Guðlaugur Gísla- son svo frá: „Kom viðbótarsendingin til Eyja sumarið 1857 og voru þá orðnar fyrir hendi 60 fótgöngu- liðsbyssur með styngjum eins og þá tíðkaðist í danska hernum, sverð í slíðrum fyrir alla yfir- menn, nægjanleg skotfæri og fleira. Þegar hér var komið var „Herfylking Vestmannaeyja“ formlega stofnuð og henni settar starfsreglur." Hófust nú heræfingar af miklu kappi. Bestur tími til æfinga var á haustin eftir að sumarönnum lauk og áður en vetrarvertíð hófst. Voru æfingar í hverri viku JOHANNA NJÁLSDÓTTIR einu sinni eða tvisvar. Um þetta segir í bókinni Eyjar gegnum aldirnar: „Liðið var kvatt til heræfinga með því að fáni var dregin að hún á þinghúsinu og safnaðist liðið þar saman og var þaðan gengið fylktu liði undir fána Herfylkingarinnar á þann stað, sem æfingar fóru fram á. Þær voru fyrst haldnar á grasgrund- unum vestur af Löndum en síðar inni á Brimhólaglötum.“ Hafði almenningur hina mestu ánægju af að fylgjast með æfingum þessum og oft stóð fjöldi fólks, einkum konur, börn og gamalmenni og fylgdist með. í árslok 1858 voru 110 karlmenn í Vestmannaeyjum á aldrinum 15-40 ára þar af voru 104 í Her- fylkingunni. í kring um Herfylkinguna var mikið líf og fjör og blómstraði menningin þar. Kapteinn Kohl sá til þess að komið var upp vísi að bókasafni og var það til húsa í þinghúsinu. Komu „her- mennirnir" þangað til að lesa og iðka aðra menningu. Gekkst Herfylkingin fyrir skemmtunum og hátíðarhöldum. Héldu „Her- mennirnir" ávallt skemmtun í Herjólfsdal um hvítasunnuna fyrir alla Vestmannaeyinga og mun það hafa verið fyrsti vísir að Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Var þessi hátíð nefnd „Fánahát- íð“. Líkamsiðkanir voru stór þátt- ur í starfsemi Herfylkingarinn- ar. Drengir voru þjálfaðir sér- staklega. Telja má líklegt að starfsemi drengjanna hafi líkst mjög starfsemi skáta nú. Um þetta segir í Sögu Vestmanna- eyja: „Við alla meiri háttar atburði hér lét Herfylkingin til sín taka. Þess er áður getið að Herfylkingin beitti sér fyrir skemmtisamkomum. Við brúð- kaup fylkingarmanna var mikið um dýrðir og þá skotið af fall- byssum. Herfylkingin setti sinn svip yfir hversdagslífið í Vestmannaeyjum um þessar mundir og gaf drjúgan skerf til aukinnar menningar. Lífsgleðin blómgaðist. Þróttur og glæsi- mennska dafnaði.“ Fljótlega fór herfylkingin að setja á svið orustur eða orrustu- sýningar var Herfylkingunni þá skipt í tvö lið varnarlið og sókn- arlið. Var það fyrrnefnda látið koma sér fyrir úti í hrauni og hafði það raðað tjörutunnum fyrir framan sig. Gat þrautar- lending varnarliðsins verið að kveikja í tjörunni ef sókarliðið virtist ætla að ná yfirhöndinni. Byssurnar voru ávallt notaðar við heræfingar en þá einungis hlaðnar púðri. Ef varnarliðið var til muna fámennara en sókn- arliðið átti hið fyrrnefnda að gefast upp. Skothæfni var æfð sérstaklega og var þá miðað á tréhlera úr einhverri tiltekinni fjarlægð. Kaptein Kohl andaðist 22. janúar 1860. Eftir dauða hans fór losung að komast á Herfylk- inguna og samheldni að vanta. Upp frá því varð hún fáliðaðri. J.P.T. Bryde var gerður að Herfylkingarstjóra en hann var mestan part ársins í Danmörku. Hvíldi þá stjórn Herfylkingar- innar mest öll á Pétri Bjarnasen verslunarstjóra. Hann hafði hvorki þá þekkingu, vald né fé sem Kohl hafði haft. Þó þótti Pétur vel til foringja fallinn, sök- um áhuga og skörungskapar. Herfylkingin hafði alltaf þurft talsvert fjármagn til að standa straum af ýmisum kostnaði svo sem til púðurkaupa og annars kostnaðar varðandi vopnin eins og viðhald og hirðingu byss- anna. Eina úrræðið var að fá dönsku ríkisstjórnina til að taka þátt í kostnaðinum og skikka alla vopnfæra menn til þess að taka þátt í Herfylkingunni. Lagðist amtmaður frekar gegn því í bréfinu sem sent var til dómsmálaráðuneytisins. Þó kom einhver úrlausn, en hún dugði skammt. Reyndist allerfitt að halda uppi heræfingum með sama áhuga og áður. Um þetta segir í sögu Vestmannaeyja: „Pétur Bjarnason lést 1. maí 1869 og var greftraður sunnu- daginn 7. maí. Bjarni sýslumað- ur Magnússon kallaði þá saman alla liðsmenn Herfylkingarinn- ar, og gaf út um það skriflega til- skipun um að þeir mættu allir við jarðarförina til að sýna for- ingja sínum hinn hinsta sóma. Þetta mun hafa verið með því síðasta sem Herfylkingin kom saman skipulögð og undir vopnum." Gísli Bjarnason tók við Her- fylkingunni eftir Pétur bróður sinn en honum tókst ekki að halda henni saman. Hættu her- æfingar og vígbúnaður smátt og smátt og þótti heldur hljóðna um torg í Eyjum. Um áhrif þau er Herfylkingin hafði á daglegt líf Vestmannaeyjing segir í Sögu Vestmannaeyja: „Herfylkingin hafði starfað hér í 15-20 ár, og með hvarfi hennar, íþrótta- og heræfinganna, urðu mikil svip- skipti fyrst í stað. En áhrifin, sem Herfylkingin og starf henn- ar hafði hér þennan stutta tíma, sem hún starfaði voru víðtæk og mikil. Það er einróma álit kunnra manna að einmitt fyrir hennar áhrif hafi í Vestmanna- eyjum fyrst og fremst aukist stórum jjrifnaður og reglusemi, og yfir höfuð færði starfsemi Herfylkingarinnar margskonar menningarbrag og betra skipu- lag á ýmsum sviðum." Að sjálfsögðu er erfitt fyrir okkur sem nú lifum að leggja mat á starfsemi Herfylkingar- innar og hvert gildi hún hafði fyrir Vestmannaeyinga. En þrátt fyrir það er Herfylkingin í Vestmannaeyjum einsdæmi í sögu Þjóðarinnar, einsdæmi sem lengi verður í minnum haft. HÚSIÐ NOJSOMHED í því bjó kapteinn Kohl, stofnandi Herfylkingarinnar

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.