Eyjablaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 10

Eyjablaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 10
10 EYJABLAÐIÐ Tekur undir í Heimakletti Saga af Hjörsa Hjörtþór hét hann og átti alla ævi heima í Vestmannaeyjum. hann var fremur lágur maður vexti en þrekinn og gerðist all- feitur þegar leið á ævina. Ekki var hann neitt einkennilegur í sjón svo að orð yrði haft á, - breiðleitur, ennið hátt, augun lítil og gat tillit þeirra brugðið til glettni eða orðið dálítið lymsku- legt. Hárið var tekið að grána talsvert en var þétt og strítt. Og svo var það nefið, - ekki sérlega stórt eða tiltakanlega áberandi á andlitinu en þó mun það vera eitt merkilegasta nef, sem getur á íslenskum manni! Öldum saman hefur hver íslendingur orðið að gjalda skatt af nefi sínu hvort sem það var stórt eða lítið, söðulbakað eða kónganef, merkilegt eða ómerkilegt. En Hjörsi, - svo var Hjörtþór jafnan kallaður í Eyj- um, - var öðrum ólíkur um flest, - hann gerði sér nef sitt að drjúgri tekjulind. Hjörsi hafði sem sé tamið sér þá íþrótt að snýta sér svo rösk- lega að furði gegndi. Ekki er vit- að hvort nef hans var öðruvísi innréttað frá náttúrunnar hendi en annarra manna eða hvort það var fyrir þjálfun eina saman að hann gat snýtt sér svo hátt og lengi að mörgum þótti yfirnátt- úrulegt. Er engum vafa bundið að hann átti íslandsmet í þessari íþrótt og má mikið vera ef það hefur ekki um leið verið heims- met, jafnvel þótt ekki væri mið- að við fólksfjölda. En það met hefði hann sennilega ekki fengið viðurkennt þótt hann hefði reynt þar eð hann var ótvírætt atvinnuíþróttamaður. Hann lék nefnilega ekki list þessa ókeyp- is. Áheyrendur urðu að greiða 25 aura á nef, - 50 ef hann snýtti sér með „hnykk“. Og fæstir munu hafa séð eftir þeim aur- um. Það var gaman að sjá tilburði Hjörsa þegar hann bjó sig undir að leika þessa list sína. Hann dró rauðdoppótta tóbaksklútinn hægt og hátíðlega upp úr vasa sínum, bar hann upp að sínu fræga nefi, dró andann hægt og djúpt að sér, og svo kvað við furðulegur þrumugnýr svo að bergmálaði í nálægum húsum. Og svo leið þruman hjá og allt varð hljótt. Hjörsi þurrkaði sér um nefið með þeim rauðdopp- ótta, drýgindalega og kíminn á svipinn, „-25 aura, takk. . .“ Þetta var nefnilega einföld snýta. Ódýrari tegundin og um leið sú ómerkilegri. Ef hann hins vegar snýtti sér með hnykk dró hann andann svo djúpt að sér, að hann þrútnaði allur og um leið og þruman reið af kreppti hann hægra hnéð svo að nam við brjóst, snerist eins og snarkringla í hring á öðrum fæti, rétti síðan leiftursnöggt úr hnénu og um leið jukust þór- dunurnar um allan helming svo að allt virtist ætla ofan að keyra. Á næstu andrá varð steinhljóð; Hjörsi stóð rólegur og brosandi og þurrkaði sér um nefið eins og ekkert hefði í skorist en þeir, sem urðu heyrnar- og sjónar- vitni að þessum feiknum í fyrsta skipti, gláptu á manninn og spurðu sjálfan sig hvernig það mætti vera að höfuð hans skyldi ekki hafa sprungið við slíka raun, - að minnsta kosti hefði alltaf mátt gera ráð fyrir því að nefið rifnaði frá andlitinu. Nei- ó-nei. Það sá ekki mikið á nef- inu á Hjörsa. Til merkis um það, hve hljómsterk slík „snýta-með hnykk" var má geta þess, að ef Hjörsi stóð á Edinborgarbryggj- unni svonefndu og logn var á mátti glöggt heyra bergmál frá Heimakletti er þórdununum linnti. Þetta kostaði líka tvöfalt meira en venjuleg snýta, - enda vel þess virði. Þess skal getið til dæmis um það hve Hjörsi var alhliða í íþrótt sinni að hann beitti ýmist hægri eða vinstri fót- ar hnykk, - og var jafnvígur á þá báða! Hjörsi var aldrei við kven- mann kenndur og einsetumað- ur. Hann annaðist ræstingu í bátum og í húsum en varð þess utan margt að atvinnu enda hug- kvæmur í besta lagi við tekjuöfl- un alla. Hann stundaði til dæmis bókaútlán á vertíðum, keypti mikið af ódýrum skáldsögum og reyfurum og lánaði vermönnum í landlegum og gegn vægu verði. Þá lék og sá grunur á að hann tæki til handargagns þá hluti sem hann sá liggja í óhirðu. Hann átti og jafnan nokkra lín- ustubba á vertíðinni sem for- menn réru með fyrir hann en sjálfur beitti hann stubbana og hirti um aflann. Hafði hann komist yfir skúr einn lítinn við höfnina þar sem hann vann að útgerð sinni. Þá gerðist það eina vertíðina að veiðarfæri hurfu úr bátum og geymsluskúrum og var Hjörsi grunaður um að vera valdur að. Fóru þá nokkrir af bátaeigendum heim til Hjörsa og höfðu lögregluþjón í fylgd með sér og báðu þeir Hjörsa leyfis um að mega líta inn í skúrkompu hans. Hjörsi tók þeirri málaleitan hið besta, kvaðst skyldi koma með þeim og opna skúrinn. Það gerði hann og um leið og hann opnaði dyrn- ar upp á gátt mælti hann kurteis- lega: „Gerið svo vel, - hirði nú hver sitt, en gætið þess að stela ekki hver frá öðrum!“ Þetta, - og ýmislegt annað, varð til þess, að yfirvöldum í Eyjum þótti nokkra nauðsyn bera til þess að Hjörsi skryppi suður til Reykjavíkur, á fund dr. Helga Tómassonar. Varð það úr og dvaldist Hjörsi nokkra hríð á Kleppi undir umsjá dr. Helga og í besta yfirlæti enda bar hann doktornum vel söguna. Hjörsa var fenginn lögregluþjónn til fylgdar' suðUr og gekk förin greiðlega. Þegar inn að Kleppi kom bauð dr. Helgi gestunum inn í skrifstofu sína og ræddi við þá nokkra stund. Þá gerðist það að Hjörsi rís úr sæti sínu, dregur upp þann rauðröndótta og biður doktorinn hæversklega um leyfi til að snýta sér hvað var vitan- lega auðsótt og hafði Hjörsi þá undirbúninginn í skemmra lagi svo að lögregluþjónninn, sem vissi hvílík ósköp væru í vændum, gat ekki að gert. Þór- dunur Hjörsanefs kváðu við svo að allt virtist leika á reiðis- kjálfi. . . Svo sagði Hjörsi frá síðar að þetta hefði aðeins verið einföld snýta, og þó ekki nema með hálfum krafti, „því að ég kann mig, lagsmaður. En mikið helvíti brá doktornum, - og eftir þetta fór hann að bera virðingu fyrir mér.“ Það hafði Hjörsi eftir doktor Helga að ekki væru nú uppi nema þrír menn í veröld- inni að Hjörsa undanskildum sem nokkuð teljandi gætu í þess- ari íþrótt og þó enginn þeirra jafnoki hans, - væri einn þeirra ungverskur, annar rómverskur, og sá þriðji kaþólskur! „Doktor- inn er hámenntaður maður,“ sagði Hjörsi, „og eitthvað annað að tala við hann en þessa aula hérna, lagsmaður. Það gat bara verið stórskemmtilegt að tala við hann.“ Þegar breska hernámsliðið kom til Vestmannaeyja höfðu margir af því nokkurn tekj- uauka. Hjörsi var einn af þeim enda brást honum ekki hug- kvæmni í þeim viðskiptum frem- ur en endranær. Eins og áður er sagt frá hafði Hjörsi hár mikið og strítt. Tók hann nú upp þann sið að hann lét snoðklippa koll sinn allan nema dálitla mön frá ennisrótum og aftur á hnakka og stóð hármön sú eða fax beint upp svo að mest minnti á forn- rómverskan hjálmfald enda skorin í líkingu við hann, og mundi ekki lægri en átta til tíu sentimetrar þar sem hæst bar. Gekk Hjörsi síðan jafnan með hattkúf, mógrán og linan og tók hann því aðeins ofan að sérstakt gjald kæmi fyrir. Höfðu hinir bresku og bandarísku hermenn mikla skemmtun af að fá að sjá þennan merkilega höfuðbúnað og greiddu honum vel fyrir en auk þess tók hann mun hærra gjald ef hann leyfði þeim að taka myndir af sér en það fýsti marga. - „Þetta eru kjánar,“ sagði Hjörsi og kímdi við. Mun Hjörsi hafa reynst flest-

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.