Póstmannablaðið - 01.12.1941, Side 11

Póstmannablaðið - 01.12.1941, Side 11
PÓSTMANNABLAÐIÐ 4. ár I Reykjavik, desember 1941 I 1. blaö Formálsorð Á árunum 1932—193k gerði Póstmannafélag íslands til- raun til útgáfu fjölritaðs blaðs. Var þá litið svo á, sem nauð- synlegt væri fyrir stéttina að hafa eitthvert málgagn, þar sem hún gæti rætt áhugamál sín, samhliða því, sem það yrði eins- konar tengiliður millum hinna mörgu og dreifðu starfsmanna í póstþjónustunni. En ýmsra orsaka vegna reyndist ókleift að halda þeirri útgáfu áfram lengur en raun varð á. Póstmannafélag íslands, vill nú á ný gera tilraun til út- gáfu blaðs og þá í nokkuð annari mynd en hin fyrri var. Reynt verður að vanda til hennar eftir megni, en áhugi póstmanna almennt mun þó sníða henni stakkinn hvort sem hann verður þröngur eða rúmur. Gert er ráð fyrir að blaðið komi út ársfjórðungslega. Mun það jafnan flytja fréttir af fundum félagsins og stuttar grein- ar um áhugamál stéttarinnar á hverjum tíma. Útgáfustjórnin væntir þess, að póstmenn hvarvetna á land- inu geri allt sem í þeirra valdi stendur, til þess að styðja útgáf- una á þann hátt, að senda henni stuttar og gagnorðar greinar, um þau áhugamál þeirra, sem lúta að stétt og starfi. Útgáfustjórnin. PÓSTMANNABLAÐIÐ 1

x

Póstmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.