Póstmannablaðið - 01.12.1941, Page 18

Póstmannablaðið - 01.12.1941, Page 18
ins. Gerðist þar ös mikil og héldu ýmsir þaðan pinklaðir varningi, sem þótti verðlægri en í höfuðstaðnum. Áning og snæðing við Skógafoss er góð tilbreyting frá „braki og hossi“ bíl- anna. Er í Flóann kom fór „lestin“ að dreifast. Sumir þurftu að skila af sér konum á Sumardvalarstaðina, en aðrir girntust skyr og kaffi í Tryggvaskála. Þaðan fór hópurinn austur í Grímsnes og Sogsveginn upp að Þingvallavatni, en meðfram því að austan. Var þá kom- ið glaðatunglsljós,og var óviðjafnanlega fögur sjón að sjá tunglið speglast í gáru- lausum vatnsfletinum. Munu flestir lengi minnast þeirrar dásamlegu feg- urðar. í skóginum hjá Vellankötlu dvöldum við góða stund og sungum ætt- jarðarljóð. Þaðan var lagt af stað til Reykjavíkur um klukkan 24. Daginn eftir Góðar minningar góðs ferðalags og glaðværra samverustunda úti í sjálfri náttúrunni eru ekki sízt mikilsvirði þeim hópi opinberra starfsmanna, sem daglega standa í mestum ys, vinna jafnt helga daga sem virka, — lengur en aðr- ir, og eiga fæstar frístundir. Bæjafalið. Mig langar til að minnast örfáum orðum á eina af þeim góðu bókum, sem við póstmenn notum daglega við störf okkar. Þessi bók er „Bæjatalið“, eða réttu nafni „Bæjatal á íslandi 1930“. Bókin er nú, eins og nafnið ber með sér, brátt ellefu ára að aldri, og eru það vandræði hvað hún er orðin lasburða í sinni upp- runalegu mynd. Póstmenn í Reykjavík hafa leiðrétt mörg eintök og lagt í það mikla vinnu. í þessum leiðréttu eintökum er varla ein einasta síða, sem ekki þurfti leiðréttingar eða viðbótar við. Ný bæjanöfn höfðu bæzt við í hundraðatali, bréfhirðingum f jölgað eða verið færðar úr stað, hreppum skift o. s. frv., sem sagt útgáfan frá 1930 er orðin algjörlega úrelt, og er það óvið- unandi, vegna hinnar miklu notkunar í póststarfinu. Það er því síður en svo vanþörf á að fara að endurbæta þessa útgáfu af „Bæjatalinu“, og ætti póststjórnin að taka þetta mál strax á dagskrá og reyna að flýta því sem mest, að nýtt „Bæja- tal“ komi hið fyrsta út. Fyndist mér svo, að árlega ætti að gefa út leiðrétt- ingar og viðbæti við það, en þeim yrði svo bætt inn í heildarútgáfuna með fimm ára millibili, þannig að „Bæja- talið“ væri gefið út fimta hvert ár, en viðbætir árlega. Munu póstmenn og viðskiftamenn pósthúsanna fagna því, ef bráðlega yrði bætt úr þessu máli á viðunandi hátt. X G. G. 8 PÓSTMANNABLAÐIÐ

x

Póstmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.