Morgunblaðið - 14.02.2011, Síða 2

Morgunblaðið - 14.02.2011, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is Unnið var að því í gær að leggja lokahönd á kaup Lotnu hf., félags í eigu Sigurðar Aðalsteinssonar og Kristjáns Kristjánssonar, á eignum úr þrotabúi fiskvinnslufyrirtækisins Eyrarodda á Flateyri. Guðmundur Björgvinsson, formaður íbúasam- taka Önundarfjarðar, segir tíðindin mjög jákvæð. „Nú verða menn bara að koma og sanna sig. Ég vona að hér séu menn ekki að tjalda til einn- ar nætur heldur langrar framtíðar,“ segir hann. Engin fiskvinnsla hefur verið á Flateyri síðan milli jóla og nýárs. „Hér hafa menn bara beðið með öndina í hálsinum. Hér er eng- inn að pakka saman og fara, fólk hef- ur vonast eftir því að með hækkandi sól myndi greiðast úr þessum mál- um,“ segir Guðmundur. „Það sem af er ári hafa menn bara verið að þreyja þorrann. Nú fer að styttast í góuna, ég vona að Önfirðingar þurfi ekki að þreyja hana líka. Ég veit ósköp lítið um þessa aðila sem voru að kaupa, fyrir hvað þeir standa og hvað þeir hafa að baki sér en við reynum að vera bjartsýn.“ Kristján Kristjánsson sagði í sam- tali við mbl.is í gær að líklegt væri að 20-30 manns yrðu ráðnir til nýs fisk- vinnslufyrirtækis á Flateyri. Fjöldi starfsmanna færi þó eftir framboði hráefnis til vinnslunnar. thg@mbl.is „Enginn að pakka saman“  Eignir úr þrotabúi Eyrarodda á Flateyri við Önundarfjörð seldar til Lotnu Fiskvinnsla á Flateyri » Engin fiskvinnsla hefur verið á Flateyri síðan milli jóla og ný- árs. » Lotna hf., félag í eigu Sig- urðar Aðalsteinssonar og Kristjáns Kristjánssonar, hefur keypt eignir úr búi Eyrarodda. » Formaður íbúasamtaka Ön- undarfjarðar segir Flateyringa hafa beðið með öndina í háls- inum frá áramótum. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Flateyri Unnið hefur verið að sölu eigna Eyrarodda til Lotnu hf. Talið er að um 2.000 lítrar af svartolíu hafi lekið í sjó- inn við Örfirisey í gær þegar mistök voru gerð við dæl- ingu olíunnar úr tankbíl yfir í togarann Eldborgu. Starfsmenn Olíudreifingar og Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins voru fram eftir degi við hreinsunarstörf. Settar voru m.a. upp flotgirðingar og olíunni dælt upp. Morgunblaðið/Júlíus Mistök við dælingu um borð í Eldborgu Olía lak í sjóinn við Örfirisey Mikið var að gera í sjúkra- flutningum á höf- uðborgarsvæð- inu um helgina. Þær upplýsingar fengust hjá slökkviliði höf- uðborgarsvæð- isins að helgin hefði verið mjög erilsöm, með 30 til 40 sjúkraflutninga hvorn daginn, laugardag og sunnudag. Slökkviliðið þurfti líka að sinna olíulekanum í Reykjavíkurhöfn. Þá varð eitt umferðarslys á Víkurvegi í Grafarvogi seinnipartinn í gær þar sem jeppi ók inn í hlið fólksbíls. Þrír voru fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra eru ekki talin vera alvarleg. Mjög erilsöm helgi hjá sjúkraflutn- ingamönnum Að störfum Helgin var annasöm. Kópavogsbær hefur dregið til baka uppsögn Jónasar Ingi- mundarsonar pí- anóleikara sem tónlistarráðu- nautar bæjarins. Hefur hann fall- ist á að halda því starfi áfram. Í til- kynningu bæj- arins kemur fram að uppsagn- arbréf hafi verið sent fyrir mistök og Jónas beðinn afsökunar á því. Uppsögn Jónasar dregin til baka Jónas Ingimundarson Bílvelta varð á Fagradal um átta- leytið í gærkvöldi. Þar valt fólksbíll með fjórum farþegum. Enginn þeirra slasaðist. Slysið má rekja til hálku, að sögn lögreglunnar á Eg- ilsstöðum, en sérstök viðvörun var gefin út um hálku á veginum um Fagradal og vegunum í kringum Egilsstaði. Þá valt bíll á Hellisheiði um miðj- an dag í gær. Þeir fimm sem voru í bílnum voru fluttir á slysadeild Landspítalans en fjórir þeirra voru útskrifaðir fljótlega. Sá fimmti var ekki lífshættulega slasaður. Bílveltur á Fagra- dal og Hellisheiði til að færa lánin niður, eða réttara sagt afskrifa hluta þeirra. Síðan þá hefur vinna verið í gangi í velferð- arráðuneytinu til að sníða af þessa agnúa og um helgina var búist við að fjármálaráðuneytið lyki við kostnað- armat, en ríkissjóður þarf að leggja Íbúðalánasjóði til aukið fé vegna þessa. Samkvæmt fjáraukalögum höfðu stjórnvöld ákveðið að leggja til 33 milljarða króna en það mun ekki Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra hyggst á næstu dögum koma með frumvarp inn á þingið sem veitir Íbúðalánasjóði skýrari heimild til að færa íbúðalán niður í 110% af markaðsvirði, líkt og bankarnir hafa verið að boða. Þar sem þessa heimild hefur skort hefur það einnig tafið afgreiðslu bankanna á umsóknum fólks, því margir eru með lán hjá fleiri en einni fjármálastofnun. Hefur lántökum verið leiðbeint að snúa sér fyrst til þess lánveitanda sem er á aftasta veðrétti en nauðsynlegt flæði gagna á milli lánveitenda hefur ekki komist á enn sem komið er. Hafa samráðs- fundir átt sér stað milli bankanna og Íbúðalánsjóðs vegna þessa. Sjóðurinn þarf meira fé Eftir að stjórnvöld og bankarnir komust í janúar sl. að samkomulagi um aðlögun íbúðalána kom í ljós að Íbúðalánasjóður hefði ekki heimild Beðið heimildar til niðurfærslu  Íbúðalánasjóð skorti heimild til niðurfærslu lána  Hefur tafið afgreiðslu mála hjá bönkunum  Reiknað er með frumvarpi velferðarráðherra í þessari viku Morgunblaðið/Sverrir Íbúðalánasjóður Um 500 umsóknir hafa borist sjóðnum um niðurfærslu íbúðalána í 110% af markaðsvirði eignar. Mun fleiri munu bætast við. uppfylla ekki skilyrði um niður- færslu. Sigurður segist ekki eiga von á að tafir verði á afgreiðslu umsókna. Lagabreytingin eigi vonandi að geta farið hratt í gegnum þingið þar sem um lagatæknilegt atriði sé að ræða, til að leysa skuldavanda heimilanna. „Við höfum tekið við öllum um- sóknum og um leið og lagaheimildin liggur fyrir þá fer þetta vonandi að rúlla af stað,“ segir Sigurður. duga til að mæta þörfum sjóðsins. Sigurður Erlingsson, fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir þetta ekki hafa tafið umsóknir um niðurfærslu lána að neinu leyti. Búið er að taka við um 500 umsóknum og býst Sigurður við að þær verði mun fleiri, þær geti hlaupið á nokkrum þúsundum. Jafnframt hefur nokkrum um- sóknum verið hafnað, þar sem þær Skuldavandinn » Eftir að stjórnvöld höfðu komist að samkomulagi við bankana um skuldaaðlögum og niðurfærslu lána kom í ljós að Íbúðalánasjóð skorti heimild til að færa lánin niður. » Bankarnir og Íbúðalánasjóð- ur hafa tekið við umsóknum um niðurfærslu en ekki getað klárað málin af þessum sökum. Undirskriftasöfn- un undir yfir- skriftinni „Kjós- um!“ á vefsíðunni kjosum.is hófst sl. föstudags- kvöld en hópur sem kallar sig Samstaða þjóðar gegn Icesave stendur fyrir henni. Undir miðnætti í gærkvöldi höfðu um 10.000 skráð nöfn sín undir yfirlýsingu á síðunni svohljóðandi: „Ég skora á Alþingi að hafna frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninga Lands- bankans. Ég heiti jafnframt á for- seta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, að synja því laga- frumvarpi staðfestingar verði það samþykkt á Alþingi. Ég vil að þjóðin fái að úrskurða um þetta mál.“ Stuðningsmenn Icesave opnuðu svo í gærkvöldi vefsíðu, Icesave Já takk, þar sem hægt er að lýsa yfir stuðningi við frumvarpið. Fjöldi undirskrifta kemur ekki fram þar. Skorað á Al- þingi og for- seta Íslands  Um 10 þúsund skráð sig á kjosum.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.