Morgunblaðið - 14.02.2011, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2011
aðra leiðina+990 kr. 14.–28. febrúar 2011
(flugvallarskattur)
Þetta einstaka tilboðsfargjald
gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands
er fyrir börn, 2 –11 ára, í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun
býðst eingöngu þegar bókað er á netinu, www.flugfelag.is
ferðatímabil 14.– 28. febrúar 2011
1 króna fyrir barnið
www.flugfelag.is | 570 3030
ÍS
L
E
N
SK
A
SI
A.
IS
FL
U
53
58
8
02
.2
01
1
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Kennarar og nemendur við verk-
fræðideild Háskóla Íslands vinna
nú að frumkönnun á gagnsemi jarð-
lestakerfa fyrir almenningssam-
göngur á höfuðborgarsvæðinu.
Verkefnið, sem fengið hefur nafnið
Metró, fékk nýverið framhalds-
styrk úr Orkurannsóknasjóði
Landsvirkjunar upp á 1,5 milljónir
króna.
Björn Krist-
insson verkfræð-
ingur fer fyrir
hópnum. Hann
segir í samtali
við Morgunblaðið
að búið sé með
styrkjum að fjár-
magna um þriðj-
ung verkefnisins
en áætlaður
kostnaður við
hagkvæmniathugunina er um 15
milljónir króna.
Að sögn Björns er verið að safna
upplýsingum frá ýmsum aðilum en
auk þátttöku kennara og og MS-
nemenda verður einnig leitað til
sérfræðinga utan skólans. Kanna
þarf jarðlög, skipulag, orkuöflun og
ýmsa aðra þætti, eins og tengikerfi
með skutlum eða vögnum við bið-
stöðvar jarðlestanna
Gæti sparað 50 milljarða
Björn telur að til lengri tíma litið
geti jarðlestakerfi borgað sig, sé
aðeins litið til kostnaðar af bílaflota
landsmanna á ári hverju, sem áætl-
aður er um 150 milljarðar króna að
mati FÍB. Skjóta megi á að 10 km
langt jarðlestakerfi kosti um 50
milljarða króna, en það sé þá ein-
skiptiskostnaður.
„Ef menn hætta að keyra bílnum
í vinnuna og nota hann bara fyrir
fjölskylduna um kvöld og helgar þá
gæti akstur sparast um þriðjung.
Þar eru þá komnir 50 milljarðar. Þó
að jarðlestakerfi geti verið dýrt þá
er það nú bara ódýrt í þessu sam-
hengi miðað við bílaflotann. En
verkið þarf að vinna vel,“ segir
Björn. Hann segir jarðlestir hafa
ýmsa kosti. Þær taki lítið pláss ofan
jarðar, aðeins þjónustustöðvar.
Lestarnar fari á miklum hraða og
ekki háðar veðri. Í jafn dreifðu
skipulagi, eins og er á höfuðborg-
arsvæðinu, sé hægt að hafa þjón-
ustustöð metró í hverjum bæjar-
hluta og hanna skipulag íbúða og
atvinnuhúsnæðis út frá því. Þannig
verði hægt að ferðast á milli hverfa
á miklum hraða og ferðatími fólks
styttist því verulega, t.d. í saman-
burði við fólksbíla og strætisvagna.
Metró-hópinn skipa, auk Björns,
verkfræðingarnir og háskólakenn-
ararnir Birgir Jónsson, Sigurður
Erlingsson og Þorsteinn Þorsteins-
son. Einnig munu meistaranemar
vinna við verkefnið og fleiri nem-
endur, auk þess sem leitað verður
til verkfræðistofa og verktaka,
sveitarfélaganna og orkufyrirtækja.
Kanna hagkvæmni jarðlestakerfis
Verkfræðideild HÍ aflar styrkja til að kanna hagkvæmni jarðlestakerfis á höfuðborgarsvæðinu
Tíu kílómetra jarðlestakerfi á 50 milljarða Gæti lækkað kostnað af bílaflotanum um þriðjung
Morgunblaðið/Golli
Jarðlest Könnun á hagkvæmni jarðlestakerfis getur tekið nokkur ár. Þá er eftir að ákveða að ráðast í verkið og því spurning hvenær Reykvíkingar munu
ferðast neðanjarðar eins og t.d. Lundúnabúar. Verkfræðingar við HÍ telja þetta hagkvæmt við fyrstu sýn og geti dregið verulega úr akstri.
Björn Kristinsson
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra afhjúpaði um helgina
minningarskjöld í Vilníus, höfuð-
borg Litháens, um viðurkenningu
Alþingis á sjálfstæði landsins.
„Til Íslands, sem óttalaust viður-
kenndi lýðveldið Litháen, fyrst
allra ríkja hinn 11. febrúar 1991,“
segir á skildinum, sem utanríkis-
ráðherra afhjúpaði ásamt Audr-
onius Azubalis, utanríkisráðherra
Litháen, í viðurvist Vytautas
Landsbergis, fv. forseta litháíska
þingsins, og margra annarra sem
leiddu sjálfstæðisbaráttu Litháens í
upphafi tíunda áratugarins.
Afhjúpun Við minnisvarðann í Vilníus.
Minnisvarði afhjúp-
aður í Vilníus
Lilja Dögg Jóns-
dóttir er nýr for-
maður Stúdenta-
ráðs Háskóla
Íslands í stað
Jens Fjalars
Skaptasonar.
Lilja Dögg er
oddviti Vöku,
félags lýðræðis-
sinnaðra stúd-
enta, sem vann
meirihluta í Stúdentaráði í kosn-
ingum í byrjun febrúar sl.
Hún mun ljúka grunnnámi í hag-
fræði við Háskóla Íslands í vor.
Lilja nýr formaður
Stúdentaráðs
Lilja Dögg
Jónsdóttir