Morgunblaðið - 14.02.2011, Page 9

Morgunblaðið - 14.02.2011, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2011 www.noatun.is Fermingarveislur Nánari upplýsingar á noatun.is eða í næstu Nóatúns verslun. 1990 KR./MANN VERÐ FRÁ AÐEINS Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Kjörstjórn VR auglýsir eftir listaframboðum vegna kosningar 82 fulltrúa í trúnaðarráð félagsins skv. 20. gr. laga VR. Auglýst er eftir mótframboðum við lista uppstillinganefndar VR, lista 82 fulltrúa sem skiptist í 40 fulltrúa til setu í eitt ár og 40 fulltrúa til setu í tvö ár, auk fulltrúa frá deild VR í Vestmannaeyjum og deild VR á Austurlandi. Framboðslista með nöfnum frambjóðenda skal skilað á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi, mánudaginn 28. febrúar 2011. Skriflegt samþykki frambjóðenda skal liggja fyrir þegar listi er fram borinn. Til að listi sem borinn er fram gegn lista uppstillinganefndar sé löglega fram borinn þarf skrifleg meðmæli 300 félagsmanna. Berist mótframboð við lista uppstillinganefndar skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla í félaginu. Nánari upplýsingar eru á vef VR, www.vr.is. Þá má fá frekari upplýsingar hjá kjörstjórn með því að hringja í síma VR 510 1700 eða senda tölvupóst á kjorstjorn@vr.is. 11. febrúar 2011 Kjörstjórn VR Auglýst eftir listaframboðum til trúnaðarráðs VR „Það er fjárskortur hjá okkur eins og annars staðar nema þegar við tölum um sérstakan saksóknara, þá er verið að tala um eitthvert pólitískt gælu- verkefni og ómældu fé dælt í það en skorið niður annars staðar sem óneit- anlega mismunar rannsóknarlögreglu- mönnum eftir embættum og það hlýt- ur að bitna á almenningi,“ segir Þórir Steingrímsson, formaður Félags ís- lenskra rannsóknarlögreglumanna (FÍR). Félagið stóð fyrir námstefnu um helgina þar sem fjallað var um of- beldi á Íslandi. „Meginmarkmið nám- stefnunnar er að tala um þá hluti sem brenna á lögregluliðinu hverju sinni. Nú vorum við að tala um ofbeldismál á Íslandi, frá einu glóðarauga upp í morð.“ Þórir segir að flestir námstefnu- gesta hafi verið sammála um að hin faglega þekking sem rannsóknarlög- reglumenn vinna sér inn í starfi sé van- metin. „Rannsóknarlögreglumenn leggja metnað sinn í að fylgjast vel með en okkur finnst samt sem áður að íslensk stjórnvöld gætu aðeins íhugað betur stöðuna, því vandaðri sem þessi vinna er því meira er öryggið. Það var komið inn á það að ef lögreglumenn yrðu sýnilegri í rannsóknargeiranum gæti það haft fyrirbyggjandi áhrif inn í samfélagið.“ Ofbeldi er að aukast á Íslandi að sögn Þóris og þá sérstaklega kynferðisafbrot. „Eftir að þessi sér- staka kynferðisafbrotadeild var stofn- uð opnuðust ýmsar gáttir, það er eins og fólk leiti þá frekar til lögreglu en til annarra stjórnvalda. Í samanburði við önnur lönd er Ísland ekki aftarlega á merinni í sambandi við hvernig er tek- ið á ofbeldisglæpum. Það er t.d. orðið vel tekið á málum sem tengjast heim- ilisofbeldi og það var sérstaklega fjallað um manndrápsmálið í Hafnar- firði og hvað vinnubrögð við það mál hafa verið vönduð, svo athygli vakti,“ segir Þórir. FÍR hefur alltaf lagt metnað sinn í það að fá til landsins erlendan fyrirles- ara á námstefnuna og í ár var það Michael Moran sem er sérfræðingur í netglæpum og starfar á vegum Inter- pol. „Moran fjallaði um barnaklám og hvernig yfirvöld í sumum löndum loka á það, okkur skorti það í okkar löggjöf sem dæmi. Inni á vefnum er ekkert lokað fyrir klám en erlendis er það þannig að þeir hafa heimildir til að loka alveg fyrir það. Þegar tilkynnt er um barnaklám tökum við þau mál en við erum að tala um fyrirbyggjandi að- gerðir,“ segir Þórir. ingveldur@mbl.is Kynferðisofbeldisglæp- ir hafa aukist hérlendis Morgunblaðið/Jakob Fannar Á vettvangi Rannsóknarlögreglan hefur staðið sig vel í mörgum málum.  Niðurskurður sagður bitna á ör- yggi og fyrirbyggj- andi aðgerðum Ofbeldi á Íslandi » FÍR ræddi ofbeldi á Íslandi um helgina, frá einu glóður- auga upp í morð. » Í samanburði við önnur lönd er Ísland ekki aftarlega á mer- inni í sambandi við hvernig tekið er á ofbeldisglæpum. » Skortir fyrirbyggjandi að- gerðir gegn klámi á netinu. Það var líf og fjör á heimsdegi barna í menningarmiðstöðinni Gerðubergi og frístundamiðstöð- inni Miðbergi í fyrradag. Þar bauðst börnum og fjölskyldum þeirra að taka þátt í hinum ýmsu listsmiðjum og voru þær tengdar goðsögum frá ólíkum heims- hornum. Gestum fjölgaði ört eftir því sem leið á daginn og undir lokin varð vart þverfótað fyrir glaðlynd- um og skapandi börnum og mátti m.a. sjá Drakúla greifa í hverju horni, eða nánar tiltekið börn í gervi þeirrar þekktu blóðsugu. Þá gátu börnin tekið þátt í því að búa til kínverskan dreka einn mikinn sem viðraður var undir lok hátíð- arinnar sem og lítinn dreka til að taka heim með sér. Börnin bjuggu einnig til óvenjuleg dýr og dverga úr norrænni goðafræði sem og rómversk hljóðfæri, brögðuðu á Valkyrjuglögg og stigu dans í dans- smiðju, svo fátt eitt sé nefnt. Fjörið náði svo hámarki undir lok hátíðar þegar trúðurinn Wally úr Sirk- usskólanum sýndi listir sínar með eldgleypum og trumbuleikurum, við góðar undirtektir gesta. Heimsdagur barna var hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík sem hófst föstudaginn sl. og lauk í gær. helgisnaer@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg List og leikur á heimsdegi barna Morgunblaðið/Árni Sæberg Einbeiting Ungur listamaður. „Maðurinn er í áfalli. Það leysist ekki allt með því að losna, ekki í þessari stöðu,“ segir Bjarni Hauksson lög- maður um líðan mannsins sem var sleppt úr gæsluvarðahaldi á föstudag- inn eftir að hafa setið inni í fjórar vik- ur grunaður um nauðgun inni á sal- erni Kaffibarsins. Niðurstöður lífsýnarannsóknar lágu fyrir á föstu- daginn og leiddu þær í ljós að mað- urinn er saklaus. Spurður hvort þeir hyggist fara í skaðabótamál gegn ríkinu svarar Bjarni að framhaldið verði auðvitað skoðað. „Við erum að fara ofan í þetta, sjá hvað gerðist og fleira. Þetta fer eftir honum, ég leyfi honum að stjórna viðbrögðum,“ segir Bjarni. Maðurinn var grunaður um að hafa fylgt konu sem var ofurölvi inn á sal- erni Kaffibarsins og haft þar kynmök við hana án þess að hún hefði mögu- leika á að sporna við verknaðinum. Í upptökum frá skemmtistaðnum sáust maðurinn og konan ganga inn gang- inn og sögðust vitni hafa séð hann ganga út af salerninu þar sem konan fannst rænulaus, var maðurinn hand- tekinn í framhaldinu Friðrik Smári Björgvinsson, yfir- maður rannsóknardeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði rannsókn málsins vera í fullum gangi. ingveldur@mbl.is Skoða skaðabótamál

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.