Morgunblaðið - 14.02.2011, Page 10

Morgunblaðið - 14.02.2011, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2011 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Hingað til hefur verið lögðmest áhersla á kýrnar tilmjólkurframleiðslu, engeitamjólkin hefur aðra eiginleika og hentar kannski betur fólki sem er með mjólkuróþol sem og ungum börnum. En það vantar vissulega meiri rannsóknir bæði á geitamjólk og geitum almennt. Stærsti geitabóndinn á landinu, Jó- hanna Þorvaldsdóttir bóndi á Háa- felli í Hvítársíðu, mjólkar sínar geit- ur og þeir hafa búið til geitaosta úr mjólkinni hennar í Búðardal, sem fást meðal annars í Ostabúðinni í Reykjavík. En þetta er svo lítið magn að það þarf að fjölga í stofn- inum með öllum ráðum svo fleiri geti notið þessara afurða. Geitakjötið þykir líka veislumatur og það er meiri eftirspurn en framboð eftir því. Hér á landi búa til dæmis nýbú- ar sem eru jafnvel aldir upp á geita- kjöti og sækja í það,“ segir Birna Kristín Baldursdóttir, starfsmaður Erfðalindaseturs í Landbúnaðarhá- skólanum en hún er einn umsjónar- manna námskeiðs um íslensku land- námsgeitina sem haldið verður í mars. Geitur eru góðar í kreppu „Geitin er landnámsstofn eins og kýrin, kindin, hesturinn, hundur- inn og hænan. Það er einstakt í heiminum að svo gamlir stofnar hafi verið nýttir í 1100 ár án innblönd- unar frá öðrum kynjum. Þetta veitir okkar íslensku stofnum mikla sér- stöðu sem okkur bera að vernda. Ís- lenskir búfjárstofnar eru einstakir að þessu leyti. Örnefni víða um land gefa til kynna að geitur hafi verið haldnar um allt land, Geitafell og Íslenska landnáms- geitin er eðalskepna Geitin telst til elstu nytjadýra mannsins. Áhugi landsmanna á íslensku land- námsgeitinni hefur aukist undanfarin ár enda er geitamjólk auðmeltanleg og geitaostar lostæti. Eftirspurn eftir geitakjöti er meiri hér á landi en framboð. Kið Birna og fallegur kiðlingur. Morgunblaðið/RAX Bóndi Hinrik á Bóli í Biskupstungum hélt geitur til margra ára en hefur nú lagt þann búskap af. Mynd tekin 2002. Í dag er hinn svokallaði Valentínus- ardagur, eða dagur elskendanna. Sumir vilja meina að þetta sé að- allega góður dagur fyrir verslunar- eigendur sem freista viðskiptavina sinna til að kaupa allskonar glingur handa maka sínum. Aðrir vilja meina að það sé hið besta mál að einn dagur á ári sé tileinkaður elskendum og ástföngnum. En hver var hann þessi heilagi Valentínus sem dagurinn er kenndur við? Á vefsíðunni femin.is fást þessi svör við spurningunni: Kaþólska kirkjan þekkir að minnsta kosti þrjá mismunandi heilaga menn sem bera nafnið Val- entine eða Valentínus. Allir voru þeir píslarvottar. Ein þjóðsaga seg- ir að Valentínus hafi verið prestur sem þjónaði þegnum sínum í Róm á 3. öld. Sagan segir að Kládíus keisari hafi verið þeirrar skoðunar að piparsveinar væru betri her- menn en fjölskyldumenn og bann- aði hann hermönnum sínum að kvænast ef þeir vildu vera áfam í hópnum. Valentínus var ekki sömu skoðunar og gifti hann hermenn- ina á laun! Þegar Kládíus komst að því skipaði hann hermönnum sínum að finna Valentínus og drepa hann. Önnur saga segir að Valentínus sjálfur hafi sent fyrsta Valentínusarkortið! Á meðan hann sat í fangelsi á hann að hafa orðið ástfanginn af ungri stúlku sem var dóttir fangelsisstjórans sem heim- sótti hann í fangelsið. Áður en hann lést á hann að hafa skrifað henni bréf þar sem hann segir „Frá þínum Valentínusi“. Bréfið var ritað 14. febrúar og hefur sá dagur verið nefndur Val- entínusardagur eftir það. Vefsíðan www.femin.is/article Hver var þessi Valentínus? Jæja, fyrst Valentínusardagurinn er í dag þá er um að gera að kyssast eins mikið og við getum! Auðvitað er best að við kyssumst mikið alla daga en þessi dagur er ágætur til að minna okkur á hversu hressandi og gott það er að kyssast. Æfingin skapar líka meistarann sem ætti að hvetja okkur enn meira til dáða. Í kvik- myndum má sjá nokkra vel útfærða kossa. Bara svona ef við viljum nota daginn í að stúdera nokkra fræga og góða kossa. Komdu nú og kysstu mig! Heitir, góðir, stuttir, langir og blautir Rómó „Þú ættir að vera kysst oft og af einhverjum sem þekkir þig,“ sagði sjarmatröllið Rhett Butler í kvikmyndinni Gone with the Wind. Fagnað Góðum og óvæntum kossi forsætisráðherra og spúsu hans fagnað í bresku kvikmyndinni Love Actually. Twilight Það segir sig sjálft að koss við vampíru er hættulegur og því um leið ekki lítið æsandi. –– Meira fyrir lesendur . Morgunblaðið gefur út ÍMARK fimmtudaginn 3. mars og er tileinkað íslenska markaðsdeginum sem ÍMARK stendur fyrir en hann verður haldinn hátíðlegur 4. mars. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, fimmtudaginn 24. febrúar. Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: ÍMARK íslenski markaðsdagurinn S É R B L A Ð MEÐAL EFNIS: Viðtöl við fyrirlesara ráðstefnunnar Viðtal við formann Ímark Saga og þróun auglýsinga hér á landi Neytendur og auglýsingar Nám í markaðsfræði Góð ráð fyrir markaðsfólk Tilnefningar til verðlauna Hverjir keppa um Lúðurinn Viðtöl við fólkið á bak við tjöldin Ásamt fullt af öðru spennandi efni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.