Morgunblaðið - 14.02.2011, Síða 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2011
• Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í
tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og
skráning á www.kontakt.is.
• Framkvæmdastjóri - meðeigandi óskast að ört vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki á
sérhæfðu sviði. Nauðsynlegt að viðkomandi sé reyndur rekstrarmaður og hafi
vit á ferðaþjónustu og/eða markaðsmálum.
• Rótgróin, sérhæfð heildverslun með vélar og tæki. Ársvelta 140 mkr.
EBITDA 25 mkr.
• Ört vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki í Reykjavík. EBITDA um 40 mkr.
• Þekkt matvælavinnsla. Ársvelta 300 mkr.
• Lítil heildverslun með sérhæfða vöru og góða afkomu. Heimsþekkt vörumerki.
• Meðeigandi/fjárfestir óskast að traustu tæknifyrirtæki til að nýta
vaxtamöguleika. Núverandi ársvelta um 160 mkr. og EBITDA um 30 mkr.
Viðkomandi gæti starfað við fyrirtækið sem fjármálastjóri.
• Veitingastaður og framleiðslufyrirtæki með indverskan mat, krydd, sósur og
brauð sem selt er í verslunum og til stórnotenda. Auðveld kaup.
• Vel þekkt innflutnings- og framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Velta á
uppleið og góð verkefnastaða. EBITDA 35 mkr. Kaupverð felst að stórum hluta
í yfirteknum langtímaskuldum en kaupandi þarf að leggja fram góðar
tryggingar fyrir rúmlega 100 mkr.
Kjarasamningar
lausir, herútboð í
stéttarfélögum, sam-
tök atvinnulífsins
þétta raðir sínar í
næstu hrinu átaka.
Allt er þetta kunnugt,
enda endurtekning á
slíku atferli frá síð-
ustu öld. Fyr-
irsjáanleg úrslit liggja
fyrir, samið verður um
x% launahækkun, sennilega að til-
lögu sáttasemjara auk félagsmála-
pakka frá ríkisstjórninni, allir sigra
og síðan étur verðbólguskot upp
kauphækkunina, og kaupmátturinn
stendur í stað, eða líklega dregst
saman í núverandi efnahagsástandi
og ríkisstjórnin svíkur að mestu
sinn hluta samningsins, því ekki
var innistæða fyrir gefnum lof-
orðum.
Er ekki kominn tími á nýja sýn
og nýja aðferð við að skipta þjóð-
arkökunni nú á 21. öldinni? Allt
hefur breyst í umhverfinu þannig
að ástandið á vinnumarkaðinum er
svo ólíkt því sem var. Verkfallsátök
sem þá tíðkuðust en
virðast mörgum
draumsýn í dag eru
börn síns tíma og eiga
ekkert erindi inn í
kjarabaráttu nú-
tímans, þó ekki væri
nema af tæknilegum
ástæðum, sem í besta
falli gerir slík átök
hjákátleg. Verkfalls-
átök byggðust á valdi
verkalýðsfélaga til að
stöðva atvinnurekstur
og neyða þannig at-
vinnurekendur til að nota aukinn
hluta af arðsemi fyrirtækisins til
hærri launa og bættrar aðstöðu
fyrir launþega. Þessar aðgerðir
voru framkvæmanlegar meðan ein-
faldleiki atvinnulífsins á fyrri hluta
síðustu öld gerði slíkt mögulegt og
færðu launþegum þess tíma kjara-
bætur auk verulegra bóta í rétt-
indamálum.
Á liðnum árum hafa átök og
verkföll færst í auknum mæli yfir á
opinbera geirann þar sem ein-
stakar stéttir hafa tekið þriðja aðila
í gíslingu til að þvinga fram kjara-
bætur, t.d. bitnar kennaraverkfall
fyrst og fremst á nemendum og
foreldrum þeirra, ekki á samnings-
aðila sem er fjármálaráðherra fyrir
hönd ríkissjóðs, sem er jú sameig-
inlegur sjóður okkar allra. Sama er
upp á teningnum hjá heilbrigð-
isstéttum, þar eru sjúklingar teknir
í gíslingu í trausti þess að fjár-
málaráðherra gefist upp fyrir kröf-
um almennings um fulla og óskerta
læknisþjónustu til handa öllum og
við borgum með hærri sköttum og
álagningum. Almenningur er síðan
í heljargreipum banka og kortafyr-
irtækja, og getur sig lítt hrært til
átaka á vinnumarkaðnum. Við blas-
ir algjör pattstaða.
Er til leið út úr henni? Já, svo
tel ég vera, en þá þurfa allir sem
að málinu koma; launþegar, at-
vinnurekendur og stjórnvöld, að
hugsa málið upp á nýtt og vinna
saman að lausn sem þjónar öllum
til langframa.
Hvernig væri að nýta að fullu þá
vinnu sem nú þegar er búið að
vinna við hin ýmsu launakerfi, bæði
í einka- og opinbera geiranum?
Kerfin eru til að mestu svo nú þarf
að fullvinna þau hvert fyrir sig, og
það sem síðan verður verkefni aðila
vinnumarkaðarins er að samtengja
öll þessi kerfi í eitt launaflokka-
kerfi, þar sem fyrirfram er búið að
stilla upp öllum launaflokkum í
landinu frá hæsta launaflokki (t.d.
forsætisráðherra) til lægsta launa-
flokks (atvinnuleysisbætur). Kjara-
baráttan yrði þá fyrst og fremst
átök um röðun í launaflokka, það
er samningar milli samtaka laun-
þega um launamun milli einstakra
stétta innbyrðis þar sem metin
yrðu menntun, ábyrgð, áhætta og
önnur mál sem meta þarf til jöfn-
unar. Pólitíska ákvörðun þyrfti að
taka í samráði við aðila launamark-
aðarins um sanngjarna launadreif-
ingu, þ.e. launabil milli hæsta og
lægsta launaflokks, á það að vera
fimmfalt eða tífalt? Allir landsmenn
fái síðan skráningu í launaflokk við
16 ára aldur, og síðan árlegt end-
urmat sem tekur tillit til mennt-
unar, hæfni, reynslu og annars sem
getur haft áhrif á röðun ein-
staklinga í launaflokka. Fagfélög
yrðu sennilega sá vettvangur sem
um slíkt mat fjallaði að mestu,
ágreiningur félli undir eitthvert
form af kjaradómi. Hér er aðeins
um að ræða grunnlaun, frjálst yrði
að semja við einstaka vinnuveit-
endur um álag á skráð grunnlaun
(enda starfsmenn eins misjafnir og
þeir eru margir og fyrirtæki og
stofnanir misvel rekin). Þegar búið
er að festa niður grunnlaunakerfið
fyrir alla á vinnumarkaðnum verð-
ur á hverju ári að reikna út lág-
markslaun í lægsta þrepi kerfisins,
þ.e. lægstu mánaðarlaun sem
greiða má á komandi tímabili
(byggt á framfærslumati Hag-
stofu), og að lokum reikna menn út
heildarlaun sem hagkerfið getur
borið, bæði einkageirinn og op-
inberi geirinn. Þannig er hægt að
finna út hver launin verða í hverj-
um launaflokki án þess að valda of
miklum þrýstingi og þar með of-
þenslu og verðbólgu. Þannig fæst
hvaða geta er í hagkerfinu til að
mæta launakröfum til hækkunar
(þegar vel gengur)/lækkunar (þeg-
ar illa gengur) en ávallt tryggt að
þeir lægst launuðu séu yfir lífs-
kjaramörkum.
Kjarabarátta á 21. öld
Eftir Björn
Jóhannsson »Hvernig væri að
nýta að fullu þá
vinnu sem nú þegar er
búið að vinna við hin
ýmsu launakerfi, bæði í
einka- og opinbera geir-
anum?
Björn Jóhannsson
Höfundur er tæknifræðingur.
Fyrir nokkrum árum lenti ungur
drengur í því að velta bíl foreldra
sinna. Drengurinn var ekki kom-
inn með bílpróf
og var svona
eins og ungum
mönnum er
tamt að fikta
aðeins. Bíllinn
var tryggður
hjá VÍS og eins
og manni þykir
eðlilegt, borgaði
umrætt trygg-
ingafélag það
sem því bar.
Svo leið og beið og þegar dreng-
urinn varð lögráða þá kom rukk-
un frá tryggingafélaginu VÍS,
þar sem drengurinn var rukkaður
um þá upphæð sem hafði fengist
fyrir bílflakið. Þarna sýndi
„tryggingafélagið“ sitt rétta and-
lit.
Miðað við það sem það trygg-
ingafélag er búið af hafa af for-
eldrum drengsins um árafjöld, þá
finnst mér prívat og persónulega
að hér sé um lágkúruleg vinnu-
brögð að ræða. Hvað þá þegar á
sama tíma afskrifa bankar og
tryggingafélög milljarða hjá fólki
sem tæki ekki eftir því þó eitt
bílverð hyrfi úr pyngjunni. Mað-
ur borgar alveg fáránlega mikla
peninga á ári í þeirri von og trú
að þetta félag standi við sín orð
um að ef maður sé tryggður þá
fái maður tjónið bætt.
Í mínum huga hljómar þetta
svolítið eins og hjá klisju-
kenndum mafíósum í einhverri
bandarískri bíómynd sem inn-
heimta tryggingargjald af ein-
hverjum slátrara fyrir það eitt að
búðin hans sé ekki lögð í rúst
einhvern daginn. En VÍS er nátt-
úrlega bláfátækt fyrirtæki sem
þarf að innheimta tryggingabæt-
urnar sínar af unglingum til þess
að skrimta. Svona fyrirtæki er
auðvitað vorkunn. Það er eins
gott að almúginn moki í það pen-
ingum svo það komist af. For-
eldrarnir þakka af alhug fyrir
viðskiptin síðastliðna áratugi.
Sigurður Ingólfsson,
höfundur er menntaskólakenn-
ari og fréttamaður.
Örlítið um VÍS
Frá Sigurðurði Ingólfssyni
Sigurður
Ingólfsson
Það verður að segj-
ast að nýtilkominn
stuðningur Sjálfstæð-
isflokksins við áhuga-
mál Samfylking-
arinnar boðar ekkert
gott.
Hann boðar nið-
urlægingu okkar í
„fjölskyldu þjóðanna“,
útgjöld sem við mun-
um ekki rísa undir og
það viðhorf að óþarfi sé að spyrja
þjóðina – þó að til umfjöllunar sé
mál sem hún hefur þegar hafnað og
gæti auðveldlega orðið banabiti
hennar sem þjóðar. Hvaða hrossa-
kaup hafa þarna átt sér stað kemur
í ljós síðar.
Hvernig getur upprennandi
stjórnmálaforingi sagt að „engin
sérstök þörf sé að spyrja þjóðina“
sem hann er trúnaðarmaður fyrir?
Í lýðræðisríki er ekki hægt að
spyrja þjóðina of oft – aðeins of
sjaldan. Það er í besta falli vara-
samt og ábyrgðarlaust að fylgja
slíkum foringja í blindni, enda
munu margir sjálfstæðismenn ekki
gera það eins og fram kom m.a. á
fundi í Valhöll fyrir um viku.
Við Íslendingar munum ekki ráða
við að greiða Icesave og halda uppi
því „norræna velferð-
arkerfi“ sem rík-
isstjórnin oft nefnir og
hreykir sér af.
Einn af mörgum
segir Ólafur Margeirs-
son hagfræðingur sem
nú er í doktorsnámi í
Englandi:
„Málið er einfalt: Ef
núverandi Icesave-
samningur verður
samþykktur þá er
nándar nærri útilokað
mál að Íslendingar nái
að vinna sig út úr þeim skuldavand-
ræðum sem þeir eru nú þegar í án
almenns greiðsluþrots hins op-
inbera. Slíkt væri einsdæmi í fjár-
málasögunni“! (PRESSAN 6.2.
2011)
Staða okkar
Ef við samþykkjum Icesave-
samninginn höfum við lofað að
greiða kröfuna. Bregðist það verð-
ur með réttu sagt: Íslendingar
sviku loforð sín. Ef við hinsvegar
höfnum samningnum og ef Bretar
og Hollendingar fara í innheimtu-
mál við okkur og vinna það, fáum
við dóm vegna ágreinings en höfum
ekki gengið á bak orða okkar. Það
mun endurspeglast í virðingu ann-
arra þjóða. Þá er og á það að líta að
ef gjaldþrot bíður þjóðar og lands
má einu skipta hve há upphæðin er.
Gjaldþrot er gjaldþrot.
Ef við samþykkjum samninginn
höfum við tekið á okkur svo miklar
skuldabyrðar að lánshæfismat rík-
isins fer niður á botn – í ruslflokk.
Það hentar okkur ekki – a.m.k. ekki
þeim okkar sem vilja sjá landið rísa
úr öskustónni – frjálst og fullvalda
heimili hamingjusamrar þjóðar.
Ég skora á þjóð mína að ganga
óhrædd til þeirra verka sem hér
þarf að vinna, sjálfstæðu Íslandi til
heilla og framfara.
Ég skora á alþingismenn að fella
Icesave-samninginn.
Ég skora á forseta Íslands að
synja staðfestingar öllum lögum um
greiðslu og skuldbindingar Icesave-
kröfunnar svo þjóðin fái sjálf að
ráða framtíð sinni.
Vonbrigði í Valhöll
Eftir Baldur
Ágústsson
Baldur Ágústsson
» Þá er og á það að líta
að ef gjaldþrot bíður
þjóðar og lands má einu
skipta hve há upphæðin
er. Gjaldþrot er gjald-
þrot.
Höf. er fv. forstjóri og forseta-
frambjóðandi. – baldur@lands-
menn.is – www.landsmenn.is
Bréf til blaðsins