Morgunblaðið - 14.02.2011, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.02.2011, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2011 ✝ Elsa Tryggva-dóttir fæddist í Reykjavík 19. ágúst 1948. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 3. febrúar 2011. For- eldrar hennar voru Tryggvi Haralds- son, póstfulltrúi, f. 25.2. 1925, d. 25.2. 2000, og Svava Hjaltadóttir, hús- móðir, f. 30.11. 1925, d. 30.11. 2007. Elsa átti fimm systkini, Ás- laugu, f. 9.5. 1951, Harald, f. 22.2. 1955, Ástu, f. 31.12. 1957, d. 14.9. 2001, Svövu, f. 24.10. 1964, og Sigríði, f. 26.3. 1967. Elsa giftist Páli Jónssyni og eignuðust þau þrjá syni, 1) Hjalta Jón, f. 16.12. 1976, hann er í sam- búð með Dagmar Valsdóttur og eiga þau tvo syni, Víking Breka og Skarphéðin Þór, 2) Svavar Pál, f. 29. apríl 1981, í sambúð með Ásu Sigríði Ingadóttur og eiga þau eina dóttur, Svölu Vig- dísi, 3) Vigni Þór Pálsson, f. 10.12. 1982. Elsa og Páll skildu. Elsa ólst upp í Kópavoginum, tók þaðan grunnskóla- próf og fór svo í Hjúkrunarskóla Íslands, þaðan sem hún útskrifaðist 17. október 1970. Árið 1972 flutti Elsa til Vík- ur í Mýrdal og starfaði þar sem hjúkrunarfræðingur í 28 ár. Elsa flutti til Reykjavíkur árið 2000 og hóf störf á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, þar sem hún vann allt fram að veikindum sínum. Útför Elsu fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 14. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku stóra systir. Eitthvað tók þessi barátta styttri tíma en ég hélt. Reyndar trúði ég því lengi að þú myndir vinna en rétt eins og oft áður, þá fannstu þörf fyrir að hlífa litlu systur þinni við slæmum fréttum. Mig langar bara að segja takk fyrir mig, það sem þú nenntir endalaust að hafa mig í heimsókn, fyrst á Reyni og seinna í Vík, sum- ar eftir sumar. Með árunum varð svo ekki hægt að fara í gegnum sumar án þess að heimsækja þig. Það var margt sem ég fékk að upplifa í fyrsta sinn í þinni umsjá; að toga í beljuspena, keyra trak- tor, verða skotin í strák og fara á mitt fyrsta sveitaball. Ekki nóg með að þú leyfðir okkur vinkon- unum að fara á ball alla leið á Klaustur, þú gafst okkur smá vökva í flösku svo við værum ekki að drekka eitthvert glundur frá hinum krökkunum, síðan fékkstu Palla til að keyra okkur austur og þú meira að segja fékkst hann til að sækja okkur líka. Þú í hnot- skurn, endalaus umhyggja. Þú varst svo lík mömmu, róleg og hæglát, eins og klettur sem allir geta hallað sér að, vissir um að fá þann stuðning sem þörf var á. Með árunum breyttist okkar samband úr því að vera stóra syst- ir og litla systir, yfir í að vera vin- konur. Ég mun aldrei gleyma prjónastundunum okkar, þegar þú komst í heimsókn og við sátum, oft í þögn, og prjónuðum eða blöðruðum fram og til baka um garn og uppskriftir. Takk fyrir allar samverustund- irnar á Hjaltastöðum, ég hefði nú viljað fara oftar með þér til að hlaða batteríin eins og við kölluð- um það. Ég mun alltaf hugsa til ykkar mömmu þegar ég fer í rifs-, sól- og krækiberjatínslu í sveit- inni, ég veit að þið verðið með mér þar. Elsku Elsa, takk fyrir að vera stóra systir mín, takk fyrir að vera þú, takk fyrir að eiga svona ynd- islega stráka, takk fyrir ferðalagið sem við áttum saman, takk fyrir allt! Ég bið að heilsa mömmu, pabba og Ástu systur. Ástarkveðjur, Sigríður. Elsku Elsa frænka. Þú varst alltaf svo góð við okk- ur, fyndin og skemmtileg. Þú gafst okkur alltaf svo skemmtileg- ar bækur, bækur sem við vorum búin að óska okkur. Þegar þú komst í heimsókn til mömmu og þið voruð að prjóna, þá gafstu okkur oft pening til að fara í bak- aríið og kaupa snúð. Okkur finnst ömurlegt að þú hafir fengið krabbamein, við vor- um mjög leið þegar mamma og pabbi sögðu okkur frá því. Við vonuðum að þú myndir vinna en krabbameinið vann. Það er svo ósanngjarnt að þú skulir vera dá- in, þú áttir svo skilið að fá að lifa lengur. Takk fyrir að vera frænkan okkar, við ætlum að vera góð við Víking Breka, Svölu Vigdísi og Skarphéðin Þór, alveg eins og þú varst við okkur. Við biðjum að heilsa ömmu Svövu og afa Tryggva og Ástu frænku. Elskum þig og söknum þín allt- af. Freyja Ósk og Aron Yngvi, 10 ára. Elsu frænku kynntist ég fyrir tæpum 40 árum, þegar hún fluttist til Víkur sem hjúkrunarfræðing- ur. Hún bjó í vesturenda í húsi for- eldra minna og strax mynduðust sterk bönd. Við fyrstu kynni fann maður hvað hún frænka var traust, heiðarleg, umburðarlynd og ofsalega góð manneskja. Þegar elsta dóttir mín var á öðru ári veiktist hún og fékk mjög háan hita og til stóð að flytja hana á spítala. Þá sagði Elsa „ég skal vaka og kæla hana í nótt og við sjáum svo til í fyrramálið“. Að vaka með Elsu frænku var ekki mikið mál fyrir unga móður, því þessi elsku frænka var svo pollró- leg, vann verk sitt svo yfirveguð og fagmannlega. Ég dáðist að henni þá og allar götur síðan. Mörgum árum seinna þegar við rifjuðum upp þessa nótt sagði hún að það hefði ekki verið auðvelt að kæla litlu frænku sína sem hún þekkti svo vel, en hún vildi samt ekki senda hana í burt því þannig vann hún Elsa ekki. Pabbi og mamma tóku Elsu sem einni af okkur systkinunum, enda var ekki annað hægt. Þegar drengirnir hennar fæddust hringdi mamma í okkur, til að segja okkur fréttirnar og ánægjan í röddinni var eins og þegar hún lét vita um fæðingu systkinabarna okkar. Og allir voru þeir svo ynd- islegir, stórir og myndarlegir. Ég veit að þeir muna eftir góðum stundum með Ebbu og Munda. Þegar pabbi dó var Elsa klett- urinn okkar. Hún vissi alveg hvað þurfti að gera og hvernig, hún var okkur ómetanleg stoð. Síðasta veturinn sem mamma var í Víkinni, var nóg að gera hjá Elsu. Þegar vont var veður rúllaði Elsa upp sænginni sinni og kom og svaf bara hjá henni, ekkert mál. Mikið var mamma líka ánægð þegar Elsa kom til Skagastrandar í heimsókn, þá var nú ýmislegt rifjað upp og svo gat hún líka sýnt öllum hana Elsu sína. Þegar mamma dó kom Elsa með fyrstu ferð norður til að vera með okkur systkinunum og að- stoða okkur. Það var svo gott að fá hana og gekk hún svo vel frá henni. Þannig hefði mamma líka viljað hafa það! Síðasta samtalið okkar frænku var svo yndislegt. Við spjölluðum svo mikið og hlógum. Hún sagði mér t.d. frá drengjunum sínum, tengdadætrunum og yndislegu barnabörnunum, hún var svo stolt og hamingjusöm með hópinn sinn. Við töluðum líka mikið um „góðu genin“ í okkur og forfeðrum okkar sem ekki gáfust svo auðveldlega upp. En því miður hafði sjúkdóm- urinn betur í þetta sinn. Ég, fyrir hönd okkar systkina minna, þakka Elsu frænku fyrir allt og allt. Elsku Hjalti, Svavar, Vignir og fjölskylda, systkini Elsu og fjöl- skyldur, Guð styrki ykkur á þess- ari erfiðu stundu. Hvíldu í friði, elsku frænka. Kristín Kristmundsdóttir Það er erfitt að skrifa minning- argrein um æskuvinkonu. Margt kemur í hugann og margt er ósagt og ógert á svona tímamótum. Hryggð, söknuður og tómarúm er í hjartanu. Við Elsa kynntumst 9 ára í Kársnesskólanum. Við tengdumst vináttuböndum sem hafa haldist æ síðan. Ferðir okkar á Bræðraborgar- stíginn til ömmu Siggu, móður- ömmu Elsu, voru margar. Margar ferðirnar fór ég að heimsækja Elsu í bústað fjölskyldu hennar í Mosfellsdalnum þar sem þau bjuggu öll sumur. Þegar við Elsa vorum á gangi saman héldum við alltaf hvor utan um aðra. Elsa yfir axlir mér og ég um mitti hennar. Það er yndisleg minning. Það er líklega sérstakt hvað samband okkar Elsu hefur alltaf haldist gott því við höfum alltaf farið hvor sína leiðina. Elsa fór í Gagnfræðaskólann í Kópavogi en ég í Kvennaskólann, ég flutti til Danmerkur en Elsa til Víkur í Mýrdal, Elsa fór í hjúkrun en ég í lögregluna. Þegar Elsa fluttist til Reykjavíkur var ég mest á Akur- eyri, en alltaf vorum við vinkonur. Elsa trygg eins og klettur og ég fiðrildið. Þó það liði stundum nokkur tími sem við hittumst ekki þá voru orð jafnvel óþörf; við þekktum hvor aðra svo vel og virt- um hvor aðra eins og við vorum. Ég held að Elsa hafi vitað allt um mig og þekkt mig best. Ef ég ætl- aði að segja henni eitthvað vissi hún það. Hún sagði mér líka svo margt sem ég geymi með mér. Aldrei liðu afmælisdagar okkar án þess að við heyrðum hvor frá ann- arri og oftast mundum við eftir af- mælum annarra fjölskyldumeð- lima. Þegar Elsa vissi að mér leið illa, sem ung móðir í Danmörku, kom hún í heimsókn og lét mér líða vel. Eftir að ég flutti til Ís- lands var Elsa komin með heimili í Vík og orðin móðir og mikið var gott að heimsækja Elsu og Palla og drengina í Vík. Síðustu mánuðir voru Elsu örugglega erfiðir en hún kvartaði aldrei. Hún greindist með krabba- mein í ágúst sl. Drengirnir hennar Elsu, eins og hún kallaði þá alltaf þegar við ræddum um þá, eru ein- staklega vel gerðir og góðir ungir menn, þeirra missir er mikill. Elsa vildi allt fyrir þá og þeirra litlu fjölskyldur gera og þau voru henni allt. Litlu barnabörnin, Vík- ingur, Svala og Skarphéðinn, missa mikið að fá ekki að hafa ömmu Elsu lengur. Það kom alltaf sérstakur svipur á Elsu, full af stolti og blíðu, þegar hún talaði um og hitti litlu barnabörnin. Við Elsa vorum í nánu sambandi síðustu mánuði og náðum að segja margt hvor við aðra sem var okkur báð- um dýrmætt. Ætluðum að gera svo margt þegar hún yrði hress- ari. Elsku Elsa mín, þakka þér samfylgdina í gegnum öll árin en mikið hefði verið gott að fá meiri tíma saman. Ég sendi drengjunum hennar Elsu, þeim Hjalta, Svavari og Vigni og litlu fjölskyldunum þeirra og systkininum Áslaugu, Halla, Svövu og Siggu og þeirra fjölskyldum innilegustu samúðar- kveðjur frá mér og minni fjöl- skyldu. Gott er að staldra og líta til liðinna stunda, leiftrandi myndir í sjónhending fram hjá mér skunda. Þó margt hafi síðan hjá báðum á dagana drifið, drengskapur þinn hefur aldrei brugðist, – en hrifið. (Vald.L.) Þín vinkona, Sigrún (Bíbí). Hið mikla geymir minningin en mylsna og smælkið fer. Florence Nightingale helgaði líf sitt umhyggju fyrir þeim sem minna máttu sín, voru veikir eða slasaðir og þannig var líf minnar kæru vinkonu, Elsu Tryggvadótt- ur. Allt frá því við urðum vinkonur í Gaggó Kóp og Ásta systir hennar greindist með sykursýki þá komu aðrir á undan henni í forgangsröð- inni. Við gerðum ýmislegt saman á þessum unglingsárum, lærðum saman á bíl, Volkswagen-bjöllu hjá Tryggva. Keyrðum saman upp í sumarbústað, þar sem trén svignuðu undan rifsberjunum og Svava beið eftir okkur með góð- gæti og síðan aftur í Kópavoginn kæra að morgni. Elsa var alin upp í miklum kær- leik og góðum aga og ég öfundaði hana af því að fá ekki fara á skauta fyrr en hún var búin að klára heimilisverkin! Ef við komum of seint heim þá var útivistin tekin af, að koma ólærð í skólann var eitthvað sem þekktist ekki og ynd- islegt var að horfa á Elsu prjóna upp á vinstri höndina heilu kjól- ana, útprjónaða. Hvorki kennar- inn né mamma hennar gátu hjálp- að henni svo hún fór bara til móðursystur sinnar sem prjónaði líka upp á vinstri. Okkar besta ár var þó þegar við deildum herbergi heilan vetur á lýðháskóla í Borlänge í Svíþjóð, eftir að hafa farið með Gulfossi til Kaupmannahafnar og smyglað töskum fyrir skipshöfnina. Dýr- mætum helgum eyddum við hjá þeim merkishjónum Hlín og Oddi sem voru við nám í Falun og tóku okkur sem sérstökum frænkum ofan af Íslandi. Það var svo ótal- margt brallað þennan vetur. Fyrir hugskotssjónum stendur mér jólaferðin til kirkjunnar í Rättvik klukkan fimm að morgni jóladags og Elsa klædd í refapels og húfu með slíkt teppi breitt yfir hnén, sitjandi á hestasleða með bjöllurn- ar klingjandi yfir snæviþakta jörð- ina. Tignarleg og lítillát, það var hennar hlutskipti sem fór henni vel og gæddi hana því öryggi og vinsemd sem einkenndi hennar starf í lífinu. Á skólaárunum í hjúkrun tók við hinn skemmtilegri tími með áhyggjuleysi ungdóms- áranna, einstaka partíi og dansi- böllum. Eftir útskriftina tók svo við alvara lífsins þegar vinkona mín réð sig til Víkur í Mýrdal sem hjúkrunarkona, þar upplifði hún sínar sælustu og erfiðustu stundir lífsins. Þar fæddust drengirnir hennar þrír sem voru hennar augasteinar og stoltari móður var vart að finna þegar við heyrðumst og skiptumst á fréttum af börnum okkar. Það var nú vinkonu minni líkt að setja í síðasta jólakortið frásögn af þeim og barnabörnun- um sínum en vera ekkert að flíka því hve veik hún væri búin að vera. Blessuð sé minning hennar, við hjónin sendum öllum börnunum hennar Elsu og systkinum hennar okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Hildur Sæmundsdóttir. Skólasystir okkar, Elsa Tryggvadóttir, er fallin frá langt fyrir aldur fram eftir skamma sjúkdómslegu. Fyrstu kynni okk- ar af þessari hávöxnu, rauðhærðu og glæsilegu stúlku voru þegar við hófum nám við Hjúkrunarskóla Íslands á haustdögum ársins 1967. Elsa var traustur og trygglynd- ur vinur. Hluti hópsins bjó á heimavist skólans og var þar oft glatt á hjalla og það var gaman að koma inn á herbergi til Elsu til að spjalla og sprella. Elsa naut sín í góðra vina hópi og var hún ætíð tilbúin að snattast með skólasyst- ur sínar þar sem hún var ein af fáum bekkjarsystrum sem voru með ökuskírteini og höfðu bíl til umráða. Nú er við skólasystur sitjum og rifjum upp námsárin kemur upp í hugann erindi úr Einræðum Starkaðar, en skólastjóri vor lagði ríka áherslu á að við tileinkuðum okkur boðskap þess í starfi okkar: Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Benediktsson) Það má sannarlega segja að Elsa starfaði samkvæmt boðskap þessum. Eftir útskrift tvístraðist hópurinn er við hófum störf um land allt. En tryggðaböndin héldu sem stofnað hafði verið til í Hjúkr- unarskóla Íslands. Það er með sárum söknuði sem við kveðjum kæra skólasystur. Við flytjum sonum hennar og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Þeirra missir er mikill. Fyrir hönd skólasystra úr Hjúkrunarskóla Íslands, Sigríður Skúladóttir. Elsa Tryggvadóttir Elsku amma. Nú við leiðarlok er margs að minnast. Sérstaklega allra góðu stundanna við eldhúsborðið í Hamrahlíðinni þar sem heims- málin voru rædd og sagðar fregn- ir af ættingjum og vinum. Alltaf var heitt á könnunni og bakkelsi með. Stundum dregnar upp pönnukökur, gómsætar smákök- ur eða flatkökur sem amma bak- aði sjálf og voru engu líkar. Aldrei fór maður tómhentur heim, börnin fengu húfur og vett- linga og pabbinn flatkökur í nesti. Amma var einstök kona. Hún tók áföllum lífsins af æðruleysi og var ekki að mikla fyrir sér hlutina. Hún var gædd góðum gáfum og þrátt fyrir að hún væri ekki lang- skólagengin var hún samt gríð- Ingveldur Eyvindsdóttir ✝ Ingveldur Ey-vindsdóttir fæddist 29. júní 1918 í Útey í Laug- ardal. Hún andaðist 31. desember 2010. Útför hennar hefur farið fram. arlega vel lesin. Ég hélt því lengi fram að amma hefði fund- ið upp hraðlesturinn því hvort sem það var á íslensku eða erlendum tungu- málum s.s. ensku eða dönsku, þá var amma ekki nema eina kvöldstund eða svo að klára eina þykka og góða bók. Þetta eigum við sameiginlegt, lesum hratt, tölum hratt og hugs- um hratt. Ég er endalaust þakk- látur fyrir að hafa verið svo gæfu- samur að kynnast ömmu og afa og þakklátur fyrir hversu góð þau voru við mig og mína. Hvíl í friði amma mín. Bjarni Þór Sigurðsson. Á gamlársdag, eftir að ég kom heim úr göngutúr með mömmu, þá var pabbi rosa skrýtinn á svip- inn. Hann sagði mér að setjast niður því hann ætlaði að segja mér svolítið. Ég settist á rúm- stokkinn og þá sagði pabbi mér að langamma Inga hefði dáið um morguninn. Ég ætlaði ekki að trúa þessu en svo byrjaði ég að gráta. Ég grét og grét þar til að pabbi náði að hugga mig og sagði við mig að amma hefði verið orðin veik og því gott fyrir hana að fá að fara til langafa Sigga. Hún amma mín var algjör dís, veit samt ekki hvort hún hefur borðað mýs. Hún elliheimilið Grund var komin á, talaði bara dönsku þá. Nú eru þau bæði farin Inga og Siggi afinn Pabbi sagði mér frá: Hann afi kemur flugvélinni á og sækir ömmu þá. Með ósk um gleðileg jól þegar þið leggist í ykkar ból. Ég hugsa alltaf til þín elsku langamma mín. Þú ert best. Kristín Heiða Bjarnadóttir. Látin er í hárri elli móðursyst- ir okkar Ingveldur Eyvindsdóttir frá Útey í Laugardal. Inga frænka eins og hún var alltaf kölluð af okkur systkinun- um var skemmtileg kona og þær voru samrýmdar systur, hún og mamma. Okkur systkinunum fannst alltaf gaman að koma til hennar, Sigga, Lilla og Æju í Hamrahlíðina, það var bara ein- hver ævintýrablær yfir þeim heimsóknum. Eftirminnilegar eru ferðirnar sem við fórum með foreldrum okkar, Ingu og Sigga að Hæðar- enda eða að Bakkaseli við Þing- vallavatn. Alltaf sá Inga til þess að við krakkarnir skemmtum okkur, ýmist með leikjum eða spilum. Jólaboðin voru fastur liður þegar við vorum yngri, með öllu tilheyrandi, flatkökum, köflóttum og röndóttum smákökum sem við sáum hvergi nema hjá Ingu. Þá var mikið spilað, lesið og heims- málin krufin til mergjar Flatkökurnar hennar Ingu eru víðfrægar og þær bestu sem við höfðum smakkað. Munum við eft- ir henni úti á svölum krjúpandi við rafmagnshellu, bakandi og ekki eru mörg ár síðan hún hætti því. Hún sá til þess að við fengj- um okkar skammt þegar við fluttum að heiman og skipti þá engu máli hvar í heimi við áttum heima. Á yngri árum okkar þegar við vorum í sveit á sumrin þá var hún ævinlega dugleg að skrifast á við okkur. Það var alltaf mjög gaman að fá bréfin frá henni og lesa ein- hverjar skemmtilegar sögur. Mörgum árum síðar gaf hún okk- ur aftur bréfin sem við höfðum sent henni. Eftir að við systkinin eltumst var sérstaklega gaman að fá jóla- og afmæliskortin frá Ingu, þau voru þéttskrifuð af fréttum af þeim Sigga og fjöl- skyldunni, skrifuð með hennar skemmtilega húmor og ekki mátti minna vera en að nota allt kortið, bæði innan í og aftan á. Inga tók ógrynni af myndum og gaf hún okkur alltaf myndir þeg- ar við hittumst og hafði hún á orði að þær væru illa teknar en það skipti engu, og hló. Síðustu mán- uði bjó hún á elliheimilinu Grund, og þangað fóru mamma og pabbi oft í heimsókn til hennar. Inga frænka var yndisleg kona sem allt vildi fyrir okkur gera og eigum við margar góðar minning- ar um hana. Hafðu þökk fyrir allt, kæra frænka. Elsku Lilli, Æja og fjölskyldur það er gott að ylja sér við minn- ingar um frænku. Stefán, Katrín, Jónína og Páll Svavar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.