Morgunblaðið - 14.02.2011, Síða 20

Morgunblaðið - 14.02.2011, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2011 ✝ Erla Guðrún Ís-leifsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 19. janúar 1922. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 6. febrúar 2011. Foreldrar hennar voru hjónin Helga Rafnsdóttir, húsmóðir, f. 6.12. 1900, d. 3.5. 1997, og Ísleifur Högna- son, kaupfélagsstjóri og alþing- ismaður, f. 30.11. 1895, d. 12.6. 1967. Bræður Erlu: Högni Tóm- as Ísleifsson, hagfræðingur, f. 14.12. 1923, og Gísli Rafn Ísleifs- son, tæknifulltrúi, f. 8.4. 1927, d. 5.3. 2007. Þann 1. maí, 1953 giftist Erla efnafræðingur, f. 1958, maki Þorkell Sigurðsson, læknir, synir þeirra: Sigurður Rafn, f. 1989, og Jóhann Arnar, f. 1991. Erla ólst upp í Vest- mannaeyjum. Á unglingsárum æfði hún sund og átti allmörg Ís- landsmet í skriðsundi. Hún nam við Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni á árunum 1938- 1940 og starfaði síðan sem íþrótta- og sundkennari í Vest- mannaeyjum, við Austurbæj- arskólann og í Sundhöllinni í Reykjavík. Á árunum 1947-1950 nam hún höggmyndalist við Slade-listaháskólann í London og stundaði svo framhaldsnám í París. Eftir að hún giftist 1953 bjuggu þau Ólafur sér heimili fyrst í London en frá 1957 í Laugarásnum í Reykjavík. Erla var alla tíð mikil baráttukona fyrir jafnrétti og gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Útför Erlu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 14. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Ólafi Jenssyni, lækni, prófessor og forstöðumanni Blóðbankans, f. 16.6. 1924, d. 31.10. 1996. Börn þeirra eru: a) Arnfríður, náms- og starfs- ráðgjafi, f. 1953, maki Þórður Sverr- isson, læknir, börn þeirra: Ólafur Arn- ar, f. 1974, og Ása Þórhildur, f. 1985, b) Ísleifur, læknir, f. 1956, maki Erna Krist- jánsdóttir, sjúkraþjálfari, börn þeirra: Atli f. 1981, í sambúð með Karen Pálsdóttur, barn þeirra: Magnús, f. 2007, Drífa, f. 1984, í sambúð með Kato Kuylen, og Ás- rún f. 1991, og c) Sigríður, líf- Í dag kveð ég tengdamóður mína Erlu Ísleifsdóttur í hinsta sinn. Ég minnist Erlu sem glæsi- legrar konu með glaðvært andlit og hláturmildrar með eindæm- um. Um tvítugt kynntist ég Erlu og Ólafi þegar ég hóf að venja komur mínar á Laugarásveginn eftir að við Ísleifur sonur þeirra fórum að draga okkur saman. Ekki reyndist erfitt að blandast fjölskyldunni þar sem tveir tengdasynir voru þegar komnir inn á heimilið. Erla var mikil húsmóðir sem bar velferð fjölskyldunnar fyrir brjósti, jafnt barna sem tengda- barna og síðar barnabarna. Sem dæmi um umhyggjusemina gagnvart sínum nánustu má nefna að hún heimsótti aldraða móður sína daglega árum saman. Á heimili Helgu móður Erlu var alltaf gestkvæmt og líflegar um- ræður um stjórnmál og menning- armál sem við unga fólkið sótt- umst eftir að vera þátttakendur að. Erla ólst upp á heimili þar sem barátta fyrir réttlæti og bættum kjörum verkalýðsins var höfð að leiðarljósi. Stjórnmála- skoðanir hennar og lífsviðhorf báru þess merki alla tíð. Erla starfaði sem íþróttakenn- ari, einkum við sundkennslu, um nokkurra ára skeið. Hún hafði æft og keppt í sundi á uppvaxt- arárunum í Vestmannaeyjum. Hennar var gjarnan minnst sem sunddrottningar fyrir vikið af þeim sem til þekktu. Síðar fór hún utan til að nema högg- myndalist við þekkta listaskóla í London og París. Að námi loknu giftist hún Ólafi Jenssyni lækna- nema. Erla kaus að láta starfs- framann víkja og helga líf sitt eiginmanni og þremur börnum. Hún var þó alla tíð mjög áhuga- söm um menningu og listir og bar sterkt skynbragð á gæði list- arinnar. Þær voru ófáar mynd- listarsýningarnar sem ég fylgdi henni á. Ég lærði mikið á útskýr- ingum hennar og túlkun á því sem fyrir augu bar. Erla hafði unun af að ferðast með eiginmanninum á erlendri grund og hafði oft á orði hversu lánsöm hún væri að hafa átt þess kost að kynnast ólíkri menningu í framandi löndum. Frásagnir hennar voru þess eðlis að hlust- andinn komst vel inn í atburða- rásina þar sem henni tókst að lýsa ferðalögunum á svo mynd- rænan hátt. Frásagnargleðin naut sín til fulls við lýsingar á ferðalögum fyrri tíma með vinum úr bóhemlífi listnámsáranna, kaffihúsastemningunni á Select í París og kommúnulífinu í Lond- on þegar Ólafur stundaði sérnám í læknisfræði. Erla bjó lengst af á Laugarás- veginum þar sem hún bjó fjöl- skyldunni fallegt og listrænt heimili, enda mikill fagurkeri í sér. Eftir að börnin fluttu að heiman sameinaði Erla fjölskyld- una með því að bjóða í „sunnu- dagslærið“. Sunnudagsboðin ein- kenndust af fjörugum umræðum og dillandi hlátri þeirra hjóna. Þessar samkomur lögðust af þegar börnin fluttu á erlenda grund hvert af öðru. Við heim- komuna voru barnabörnin orðin sjö og allir uppteknir í hraða nú- tímans. Börn okkar Ísleifs nutu góðs af því að búa nálægt ömmu og geta komið við á heimleiðinni úr skólanum þar sem brekkan reyndist sem fjallganga fyrir litla barnsfætur og þreytta unglinga. Nú er hún tengdamamma mín sofnuð svefninum langa eftir við- burðaríka ævi. Ég kveð Erlu með söknuði, virðingu og þakk- læti í huga. Erna Kristjánsdóttir. Langri og viðburðaríkri ævi Erlu tengdamóður minnar er nú lokið. Hún var ekki bara falleg og glæsileg kona heldur líka glaðlynd, listhneigð, fróð og ósérhlífinn orkubolti sem þótti vænt um fólkið sitt, dýr, náttúru landsins og bara lífið í heild. Hún ólst upp í Vestmannaeyj- um hjá foreldrum sínum, þeim sæmdarhjónum Ísleifi Högna- syni, kaupfélagsstjóra, og Helgu Rafnsdóttur. Kannski var það ekki bara arfur foreldranna, heldur líka sjávarloftið og hrika- leg náttúra sem gerðu hana að hraustri, fallegri, ungri stúlku sem setti Íslandsmet í skriðsundi 15 ára gömul. Íþróttakennara- námi lauk hún 18 ára og síðan kenndi hún leikfimi í Austurbæj- arskólanum og sund í Sundhöll Reykjavíkur öll stríðsárin. Eftir það hélt hún til náms í högg- myndalist og dvaldi í London í þrjú ár og eitt ár í París. Námið kostaði hún að mestu sjálf eftir alla kennsluna. Fljótlega eftir heimkomu kynntist hún Ólafi Jenssyni sem þá var að ljúka læknanámi. Þau fluttust með Arnfríði nýfædda til London þar sem Ólafur stundaði sérnám í blóðmeinafræði. Þar fæddist Ísleifur, en Sigríður skömmu eftir heimkomuna til Ís- lands. Ólafur og Erla áttu sam- eiginlegan mikinn áhuga á stjórnmálum, listum og menn- ingu. Í gegnum störf Ólafs kynntist hún vísindamönnum bæði hér heima og erlendis. Það var greinilegt að heimskonan og listakonan Erla naut þessara kynna enda talaði hún vel Norð- urlandamál og ensku. Erla var húsmóðir af Guðs náð og fjölskyldan sameinaðist á hverjum sunnudegi í tvo áratugi í matarveislu sem fjölskyldan kall- aði „Sameiningarlæri“. Alltaf var hún vakandi yfir velferð barna sinna og síðar barnabarna og hvatti þau til náms allt fram und- ir hið síðasta. Það var eins og góðmennska hennar ættu sér engin takmörk. Þegar haustaði voru keyptir sekkir af fuglafóðri og settir nið- ur í kjallara. Og þegar mestu kuldarnir voru þá smurði hún heilu brauðhleifana og brytjaði í smátt svo að fuglarnir fengju fitu og orku í sig. Svo eldaði hún allt- af tvær máltíðir á kvöldin, eina fyrir fólkið sitt og aðra fyrir kett- ina sem hún hændi að sér. Það var helst þegar rætt var um stjórnmál að hún sást skipta skapi. Hún hafði ákveðnar skoð- anir og gætti jafnan hagsmuna lítilmagnans og samfélagsins í heild. Síðustu æviárin var hún þrotin að kröftum og minnið farið að gefa sig en alltaf var hún hlý og skemmtileg. Hún naut frábærrar dvalar og þjónustu í Fríðuhúsi og heimahjúkrun og það ber að þakka. Á námsárum sínum gerði Erla afar fallega styttu af ungri konu sem hefur stigið til hálfs af hjóli sínu, eins og hún hafi stansað til að átta sig á hvaða stefnu hún ætti að taka. Einhvern tíma þurfti Erla að gera það upp við sig hvaða stefnu hún ætti að taka í lífinu. Hún valdi fjölskyldulífið og að þjónusta aðra og hún leysti það listavel. Blessuð sé minning Erlu Ísleifsdóttur. Þorkell Sigurðsson. Erla amma okkar er dáin. Við munum ekki eftir ömmu okkar öðruvísi en brosandi og hlæjandi. Hún var svo glaðlynd og glæsileg og við gátum alltaf leitað til hennar. Amma hafði frá mörgu að segja, enda lifði hún merkilegu lífi. Seint gleymast frásagnir hennar af æskuárunum í Vestmannaeyjum sem henni þótti innilega vænt um. Hún hafði sögur að segja frá náms- árum sínum á Laugarvatni, í París og London, af heimilishaldi á Laugarásveginum og ferðalög- um sínum um heiminn með Óla afa, eða „pabba“ eins og hún átti það til að kalla hann, sem ruglaði okkur barnabörnin stundum í ríminu þegar við vorum yngri. Við drukkum frásagnirnar í okk- ur milli þess sem við svöruðum spurningum hennar um hvað væri nú að frétta af „hennar fólki“. Við minnumst ömmu syngj- andi í eldhúsinu þar sem hún útbjó heljarinnar matarveislur fyrir smáfuglana úti í garði – vini sína – sem biðu girnilegra veit- inga hennar á hverjum degi yfir vetrartímann. Amma lét sér ekki nægja að skera brauðið í hæfi- lega stóra bita heldur skyldi hver biti smurður smjöri. Við áttum góðar stundir með ömmu á Laugarásveginum og eru þær okkur mjög kærar. Á árunum okkar í Svíþjóð komu amma og afi reglulega í heimsókn á Åttevägen. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni þeg- ar von var á þeim í heimsókn og við nutum þess að hafa þau á heimilinu. Ekki var tilhlökkunin minni þegar við fórum til Íslands um jól eða á sumrin og fengum að verja tíma með ömmunum og öfunum. Síðustu árin dvaldi amma mik- ið í Fríðuhúsi við Austurbrún. Hún talaði sérstaklega vel um dagvistina þar og líkaði vel að vera þar. Hún kannaðist vel við umhverfið, enda hafði heimili foreldra hennar verið í næsta húsi. Við viljum færa frábæru starfsfólki Fríðuhúss, sem og deildar B4 á Landspítalanum í Fossvogi, okkar bestu þakkir fyrir að aðstoða ömmu okkar við að ganga síðasta spölinn. Aðspurður segir Magnús, þriggja ára langömmustrákur- inn, að það hafi alltaf verið gam- an að hitta Erlu ömmu – að fá að hringja dyrabjöllunni á Laug- arásveginum og bíða eftir ömmu sem fór undantekningarlaust að hlæja þegar hún kom niður stig- ann og sá Magnús sinn skríkj- andi þar sem hann kíkti inn um bréfalúguna. Heimsóknirnar til ömmu á Laugarásveginum verða ekki fleiri. Við kveðjum ömmu okkar með miklum söknuði en með þökk í huga. Minningin um elsku Erlu ömmu okkar lifir. Atli, Drífa og Ásrún. Nú finn eg angan löngu bleikra blóma, borgina hrundu sé við himins ljóma, og heyri aftur fagra, forna hljóma, finnst um mig hlýja úr brjósti þínu streyma. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. Brosin þín mig að betri manni gjörðu. Brjóst þitt mér hlýju og hvíldar enn þá veldur. Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa og eldur. (Davíð Stefánsson) Ólafur Arnar og Ása Þórhildur. Það var árið 1964 þegar und- irritaður var 8 ára sem hann fór í fyrsta skipti til Reykjavíkur. Þetta var stór stund og mikil til- hlökkun, bæði að fljúga með Douglas DC 3 og ekki síður að hitta hana Erlu frænku og fjöl- skyldu sem áttu að vera gest- gjafar mínir á meðan á Reykja- víkurdvölinni stæði. Stjanað var við unga manninn og var greini- legt að Erla og hennar fólk ætl- aði að gera ferðina eftirminni- lega. Farið var á ballett, á Hressó, á Austurvöll til að berja augum Filipus drottningarmann, til Þingvalla og mörgu fleira var bryddað upp á. Þetta voru fyrstu kynni mín af Erlu og fjölskyldu, kynni sem hafa varað síðan og ég met mjög mikils. Þegar gaus í Eyjum árið 1973 og fjölskyldan mín flúði upp á fastalandið þá var ekki slæmt að eiga þetta góða frændfólk að. Móðir Erlu, Helga Rafnsdóttir, flutti úr íbúð sinni til dóttir sinn- ar og lét íbúðina eftir flóttafólk- inu frá Eyjum. Allt þetta var gert með bros á vör. Á þessum tíma urðu kynnin nánari við Erlu og hennar fólk. Það var alltaf gaman að koma á Laugarásveginn. Mér fannst þau hjón, Erla og Óli, alltaf vera mjög samrýnd og andrúmsloftið á Laugarásveginum var þannig að maður sótti í að líta þar inn. Það voru sagðar sögur og mikið hlegið, teflt, hlustað á tónlist o.fl. o.fl. Þegar tengdabörn Erlu og Óla komu til sögunnar varð það bara til að gera andrúmsloftið enn skemmtilegra, svo vel féllu þau inn í fjölskylduna. Erla var einstök kona, falleg, hlý og hláturmild. Hún var sunddrottning Íslands á árum áður og sagði okkur oft sögur frá þeim tíma, einnig hafði hún gam- an af að segja frá fyrstu árum sínum í Eyjum. Greinilegt var að Eyjarnar áttu stóran hluta í hjarta hennar. Þetta kom vel í ljós þegar við Sigurrós heimsótt- um hana í ágúst sl., þá naut hún þess að tala um gamla tíma í Eyj- um. Oft var minnst á Heimaklett og sjóferð sem þær fóru í vinkon- urnar, Erla og Ína. Fengu þær árabát að láni, reru fyrst að Heimakletti og föðmuðu hann, reru aðeins lengra og áttu síðan í mesta basli með að koma sér aft- ur til hafnar. Að þessu hló Erla sínum dillandi hlátri. Um leið og ég kveð þessa ein- stöku frænku mína þá langar mig að senda Fríðu, Ísleifi, Siggu og þeirra fjölskyldum, ásamt Högna bróður Erlu, mínar dýpstu samúðarkveðjur. Ég veit að ég tala fyrir munn fjölskyldu minnar allrar þegar ég segi að okkur þótti mikið vænt um hana Erlu frænku og munum geyma allar fallegu minningarn- ar um hana svo lengi sem við lif- um. Sigurjón Ingi Ingólfsson. Elsku Erla mín. Það er svo stutt á milli þess að vera lífs og vera liðin og nú hafa sótt þig heim þau kaflaskil sem bíða okk- ar allra, mín elskulega frænka. Glaðværðin, brosið, örlætið, tryggðin og heilindin. Ekki má gleyma fagurkeranum og lista- konunni. Það voru umbrotatímar þegar Erla og bræður hennar Högni og Gísli slitu barnsskónum í Eyjum. Erlendir straumar blésu verka- fólki hugrekki í brjóst til að berj- ast fyrir betra lífi. Foreldrar þeirra systkina, Helga Rafns- dóttir og Ísleifur Högnason kaupfélagsstjóri í Eyjum, tóku virkan þátt í þessari baráttu og hjarta Erlu sló alla tíð í takt við kröfuna um jöfnuð. Móðir mín, Guðrún Rafnsdótt- ir, fluttist ung með fóstru sinni til Eyja. Það leiddi af sjálfu sér að hún gætti frændsystkina sinna en ellefu ár skildu á milli móður minnar og Erlu. Djúp og einlæg vinátta þeirra varði meðan báðar lifðu. Það var einhver ævintýraljómi Erla Guðrún Ísleifsdóttir ✝ Hilmar Þor-björn Ey- steinsson fæddist í Reykjavík 26. des- ember 1941. Hann lést á heimili sínu að Skúlagötu 64 í Reykjavík 2. febr- úar 2011. Foreldrar Hilm- ars voru Jóhanna Sigurbjörg Malm- quist Jóhanns- dóttir frá Stuðlum í Reyð- arfirði, f. 3.nóvember 1904, d. 13. desember 1986, og Ey- steinn Björnsson frá Arn- arbæli í Ölfusi, f. 26. október 1898, d. 26. október 1978. Auk Hilmars áttu þau son sem dó í frumbernsku. Jóhanna var áð- ur gift Gunnari Júlíussyni og átti með honum þrjá syni, Guðjón, Hjalta og Kristin, en af þeim er aðeins Hjalti á lífi. Hilmar giftist Kristínu Bergsteinsdóttur frá Laugarvatni, f. 1. mars 1945. Þau skildu. Sonur þeirra er Ey- steinn, sjúkra- þjálfari, f. 2. febr- úar 1967, búsettur í Noregi. Eysteinn á tvær dætur, Alexöndru Ey- steinsdóttur Da- gestad, f. 3. ágúst 1991, og Rebekku Kristínu Eysteinsdóttur Dagestad, f. 2. febrúar 1995, báðar búsettar í Noregi. Hilmar nam prentiðn og vann í prentsmiðjum framan af ævi en síðustu árin starfaði hann hjá Félagsbústöðum og sem leigubílstjóri í hjáverkum. Útför Hilmars fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 14. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Látinn er vinur minn og frændi Hilmar Þ. Eysteinsson. Við fæddumst með tveggja mánaða millibili, hvor í sínu landi, synir systra og báðir skírðir sama nafninu. Móðir mín var alin upp af Jóhönnu, móður Hilmars. Við sáumst fyrst fjög- urra ára gamlir, er ég kom í heimsókn til Íslands, urðum strax góðir vinir og þegar ég fluttist til Íslands nokkrum ár- um síðar bundumst við vináttu- böndum sem entust ævilangt. Sem unglingar vorum við mjög mikið saman, vorum saman í skátahreyfingunni, fórum í úti- legur. Eysteinn, pabbi Hilmars, kenndi okkur snemma að tefla. Við vorum saman í unglinga- stúkunni Hrönn og síðar varð til bridgeklúbbur ásamt fjórum frændum okkar. Þetta voru góð- ir tímar og áttum við margar ánægjustundir. Við urðum full- orðnir og héldum hópinn, fórum t.d. saman í ferð til Kanaríeyja ásamt eiginkonum okkar árið 1971 en þá voru ferðir þangað rétt nýhafnar. Hilmar er þriðji meðlimur bridgeklúbbsins okk- ar sem fellur frá. Hilmar kvæntist ungur Krist- ínu Bergsteinsdóttur, þau skildu. Þau eignuðust saman soninn Eystein sem búsettur er í Noregi og starfar þar sem sjúkraþjálfari. Dætur Eysteins eru Alexandra og Rebekka. Hilmar var á vissan hátt ein- fari, þó svo að hann ætti marga kunningja. Hann undi hag sín- um vel einn, las mikið, fylgdist vel með þjóðmálum og hafði skemmtilega ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann var alltaf mjög leitandi og lét sig trúmál miklu varða, enda al- inn upp á trúuðu heimili, var hann m.a. meðlimur í Guðspeki- félaginu og Musterisreglunni í mörg ár. Síðast en ekki síst var hann virkur í AA-samtökunum og sótti þar fundi í mörg ár, en sá félagsskapur veitti honum mikinn styrk og æðruleysi og gerði hann í raun sáttari við eig- ið líf en nokkru sinni áður. Þó svo að samgangur okkar á milli væri ekki mikill síðustu árin, þá leit hann við og við til okkar hjónanna og var alltaf aufúsu- gestur. Við héldum þeim sið að vera ævinlega saman öll gaml- árskvöld og sömuleiðis var hann oftast hjá okkur einhvern jóla- daganna, þá gjarnan á afmæl- isdaginn hans, 26. desember. Síðastliðið gamlárskvöld sátum við þrjú saman og horfðum á flugelda og þótti okkur, eins og öll önnur ár, þetta flottasta flug- eldasýningin af öllum. Þau verða ekki fleiri gamlárskvöldin okkar með honum og munum við þar sakna vinar í stað. Við kveðjum kæran vin og þökkum vináttu sem aldrei bar skugga á. Hilmar hafði ávallt gott sam- band við Eystein, son sinn. Þeir fóru m.a. saman í ferðalög og með hjálp Skype töluðu þeir saman milli landa mörgum sinn- um í viku. Við Ólöf og fjölskylda send- um Eysteini og dætrum hans samúðarkveðjur, en þau eru komin hingað til Íslands til að fylgja föður og afa til grafar. Megi Hilmar Eysteinsson hvíla í friði. Hilmar Knudsen. Hilmar Þ. Eysteinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.