Morgunblaðið - 14.02.2011, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2011
sem fylgdi Erlu. Kornung sló
hún Íslandsmet í sundi, lærði til
íþróttakennara og vann sem slík
í nokkur ár, hélt síðan til Eng-
lands í listnám. Hún var fagur-
keri fram í fingurgóma. Heimilið
prýtt listaverkum og einnig
skúlptúrum eftir hana sjálfa.
Erla giftist Ólafi Jenssyni
lækni og flutti aftur til Englands
þegar hann hélt utan til fram-
haldsnáms. Það var í einni heim-
sókn þeirra hingað að Erla færði
sjö ára frænku sinni kolsvarta
dúkku að gjöf. „Hún heitir Toxy,
alveg eins og yndisleg kona sem
ég hef kynnst í Englandi,“ segir
Erla. Þetta var á sjötta áratugn-
um, þjóðin þá einsleit og fáir
sigldir. Þetta var leið Erlu til að
leggja inn í uppeldi frænkunnar.
Tíminn leið. Ísleifur, akkeri
Helgu í lífinu, lést. Nær daglega í
tvo áratugi gekk Erla yfir holtið
og hlúði að móður sinni.
Níræð móðir mín í herbergi
sínu á Skjóli. Nær áttræð syst-
urdóttir kemur í heimsókn, heils-
ar, sest, opnar box og býður
pönnukökur með rjóma. Í næstu
heimsókn er boðið upp á staup af
púrtvíni, spaugað og hlegið.
Erla lifði viðburðaríku lífi.
Hún eignaðist þrjú mannvænleg
börn, ferðaðist með Óla heims-
horna á milli og hlúði að sínum.
Í glaðværðinni var Erla örlát.
Það var fátt annað í stöðunni en
að ganga henni á hönd og taka
þátt. Erla brosti og fékk bros til
baka.
Innilegar samúðarkveðjur til
Fríðu, Ísleifs, Siggu og Högna og
fjölskyldna þeirra.
Rósa Eggertsdóttir.
Blær vertu, ljóð mitt,
í sefinu við Styx
og syng þeim fró og svæfðu
þá sem bíða.
(Snorri Hjartarson)
Biðin er á enda. Hún Erla
okkar hefur stigið skrefið út úr
hópi skugganna við árbakkann
og rétt ferjumanninum hönd
sína. Dvölin í rökkurheimum var
ekki löng, sem betur fer. Erla
átti heima í ljósinu, lífinu og gró-
andanum. Þar fékk hún líka
lengst af að dvelja; þótt minn-
isglöpin ykjust á undanförnum
misserum gat hún alltaf glaðst,
alltaf hlegið.
Þau fluttu inn í húsið efst í
brekkunni þegar ég var fjögurra
ára eða nýorðin fimm. Ég sé enn
fyrir mér flutningabílinn og
Fríðu á tröppunum. Frá þeim
degi átti ég ekki lengur bara eitt
heimili, heldur tvö. Litlu börnin
uxu undurfljótt upp úr vögnum
og kerrum og bættust í hópinn:
Fríða, Góa, Ingi, Leifi, Sigga.
Óræktarbletturinn við brekkuna
varð frumskógur, steinarnir eftir
atvikum sjóræningjaskip eða
skólaborð. Brekkan varð sleða-
brekka á vetrum og snjóhúsin
okkar sem áttu helst að verða
tveggja hæða enduðu yfirleitt
sem mittisháir skjólveggir. Á
sumrin varð stundum svo heitt í
skjóli að við fækkuðum fötum og
fórum í sólbað, en fengum svo
ískaldan norðannæðinginn í
fangið við húshornið. Þetta var
ríki ullarbolsins. Og í eldhúsinu
hjá Erlu beið ristað brauð og te
sem við drukkum úr glösum eins
og í Rússlandi.
Mamma sagði mér lítilli að
Erla hefði verið sunddrottning
Íslands. Mér þótti það glæsileg-
ur titill og vel við hæfi, því
drottning var hún, svo há og
björt og geislandi falleg. For-
eldrar mínir þekktu Erlu og Óla
frá fyrri tíð, en nábýlið treysti
vinaböndin enn frekar, bönd sem
aldrei brustu. Ást á myndlist
tengdi Erlu enn frekar við for-
eldra mína, hún fylgdist með
vinnu þeirra af miklum áhuga,
enda átti hún sjálf myndlistar-
nám að baki og fallegu verkin
hennar prýddu heimilið. Listir
auðguðu líf hennar alla tíð þótt
lífsstarf hennar yrði umönnun
kynslóðanna. Hún gaf og gladdi,
hlúði að og hjálpaði. Í skjóli
hennar óx allt og dafnaði, jafnt
börn sem gróður; umhyggja
hennar náði meira að segja til
villikattanna sem voru fljótir að
læra hvar von væri á bita.
Erla og Óli, Gestur og Rúna
og krakkaskarinn við brekkuna
var samfélag sem auðvitað tók
breytingum með tímanum; heitt-
elskaðir afar og ömmur kvöddu,
við Fríða eignuðumst kærasta og
byrjuðum að búa í skjóli for-
eldra, frumburðirnir litu dagsins
ljós. Frá þessum kjarna hlýju og
öryggis bernskunnar í húsunum
við brekkuna lágu svo leiðir okk-
ar út í heiminn. En við bárum
hann með okkur, hvert sem við
fórum, og gerum enn; hann er
innri glóð sem vermir okkur og
verndar. Í þeim kjarna býr hin
bjarta drottning, Erla Ísleifs-
dóttir, hlátur hennar, hlýja og
glaðværð og innileg, fölskvalaus
gleði yfir undrum og dásemdum
lífsins. Við hjónin minnumst
hennar með þakklæti, hlýju og
virðingu. Blessuð sé minning
hennar.
Ragnheiður
(Góa).
Látin er elskuleg vinkona og
samferðakona frá því á æskuár-
um, Erla Guðrún Ísleifsdóttir.
Við kynntumst í barnaskóla í
Vestmannaeyjum þar sem við ól-
umst upp. Við áttum góða
bernsku heima í Eyjum. Í frí-
stundum fórum við gjarnan í
göngur um fjöll og dali á Heima-
ey. Við vorum líka í leikfimiflokki
sem sýndi á nokkrum stöðum á
Suðurlandi og einu sinni á Mela-
vellinum í Reykjavík á 17. júní.
Þótti okkur það mikil upphefð.
Þegar við uxum úr grasi
tvístraðist vinkvennahópurinn,
margar fóru í nám, giftust og
eignuðust börn. Erla lagði fyrir
sig listnám erlendis. Einnig fór
hún í Íþróttaskólann á Laugar-
vatni og útskrifaðist sem íþrótta-
kennari. Hún giftist Ólafi Jens-
syni lækni og eignuðust þau þrjú
mannkostabörn. Þau áttu fallegt
heimili sem bar vott um smekk-
vísi og listræna hæfileika Erlu.
Við vinkonurnar settumst
flestar að í Reykjavík og ungar
að árum stofnuðum við sauma-
klúbb. Þar var prjónað og saum-
að og talað margt, bækur bornar
saman um barnauppeldi og ým-
islegt fleira og áttum við saman
yndislegar stundir. Seinni árin
urðu samfundir okkar stopulli,
aðallega vegna veikinda. Alltaf
höfum við þó haldið sambandi.
Og mörg seinni árin sungum við
Erla saman í kór.
Ennþá fækkar í saumaklúbbn-
um okkar. Af níu konum sem
stofnuðu klúbbinn erum við að-
eins tvær eftir, Gunnþóra og
undirrituð. Við söknum Erlu
mjög og þökkum henni trausta
og góða vináttu. Hún var glæsi-
leg kona og yndisleg vinkona.
Minningarnar um liðnar sam-
verustundir munu ylja okkur um
ókomna tíð.
Magnea.
Það var á haustdögum 1939, í
lok eins sólríkasta og besta sum-
ars á 20. öldinni.
Það var nýskollin á styrjöld í
Evrópu. Það var alheimskreppa.
Þetta haust hittumst við sex
ungmenni á Laugarvatni. Við
vorum að hefja þar nám í
Íþróttakennaraskóla Björns Jak-
obssonar.
Við komum hvert úr sinni átt-
inni, Jón frá Reykholti, ég sjálf
(Bíbí) frá Siglufirði, Þorbjörg
(Obba) frá Húsavík, Selma frá
Seyðisfirði, Stefán frá Norðfirði
og Erla frá Vestmannaeyjum.
Þarna áttum við fyrir höndum 9
mánaða erfitt nám og þurftum að
leggja hart að okkur. Stundum
fannst okkur nóg um stjórnsem-
ina og lítið um lystisemdir en átt-
um að ég held öll eftir að skilja
að þessi vetur varð okkur gott
veganesti.
Ég lít á það sem lán að hafa
eignast vináttu skólasystkina
minna sem síðan var alltaf til
staðar. Þó að við hittumst ekki
oft var alltaf þessi hlýja okkar í
milli.
Þetta var fasteign.
Nú, þegar þetta er ritað, erum
við Stefán Þorleifsson ein eftir af
hópnum.
Erla Ísleifsdóttir lést að
morgni 6. febrúar sl. Hún var hlý
og yndisleg manneskja og það er
ekki ofsagt að það ljómaði af
henni. Hún var glaðvær og
skemmtileg. Gleði og hlýja eru
góðir förunautar.
Ég er þakklát Erlu fyrir 70
ára vináttu og samveruna á
skólaárunum þegar við vorum
herbergisfélagar. Ég er henni
þakklát fyrir hversu gaman var
þegar við hittumst á útskriftaraf-
mælum en þá var alltaf borðað
hjá henni áður en haldið var
austur á bóginn.
Ég veit að Erla átti gott líf og
góða fjölskyldu og hefir verið
öllu sínu fólki ljós í húsi.
Ég votta öllum aðstandendum
innilega samúð.
Senn er nótt og ljósar lendur
liðins dægur hverfa í skuggann
Rökkurtjöldin herrans hendur
hafa dregið fyrir gluggann.
(Jón Pétursson.)
Anna Friðbjarnardóttir
(Bíbí).
Erla Guðrún Ísleifsdóttir,
íþróttakennari og listakona,
hefur kvatt hinstu kveðju.
Leiðir okkar lágu saman á
Íþróttakennaraskóla Björns
Jakobssonar á Laugarvatni
veturinn 1939 og 1940. Nem-
endur það árið voru aðeins
sex. Af þeim hópi erum við nú
tvö á lífi, undirritaður og
Anna Friðbjarnardóttir.
Þetta var mjög samstilltur
hópur sem tók námið alvar-
lega undir styrkri stjórn eld-
hugans og hugsjónamannsins
Björns Jakobssonar. Þegar
leiðir skildi 30. júní 1940 og
hver fór til síns heima hafði
íslenskt þjóðlíf gjörbreyst,
sem gerðist svo til á einni
nóttu. Ísland var hernumið.
Þeir sem áttu lengst að áttu
erfitt með að komast til síns
heima. Þetta voru e.t.v. ör-
lagaríkustu tímamót Íslands-
sögunnar og þá held ég að
mörg íslensk ungmenni hafi
átt erfitt með að velja á milli
þeirra starfa sem þá voru í
boði. Fyrst í stað völdum við
þó öll íþróttakennsluna en
hugur og hæfileikar leiddu
sum okkar síðar út á aðrar
brautir. Erla átti margra
kosta völ því hæfileikar henn-
ar voru miklir. Hún var af-
reksíþróttakona og um tíma
kölluð sunddrottning Íslands
og bar þann titil með sóma.
Hún var þó hætt keppni þeg-
ar hún fór á Íþróttakennara-
skólann.
Fyrstu árin eftir skóla-
vistina á Laugarvatni stund-
aði hún íþróttakennslu en
lagði svo út á listabrautina.
Hún fór m.a. til Frakklands í
nám í höggmyndalist og má
m.a. sjá árangur þess náms í
húsakynnum Íþróttakennara-
skóla Íslands á Laugarvatni.
Þar er höggmynd eftir hana
af Birni Jakobssyni, fyrrver-
andi skólastjóra og stofnanda
Íþróttakennaraskólans.
Í þessum kveðjuorðum
mun ég ekki rekja frekar ævi-
feril Erlu. Ég veit að það
munu aðrir gera. Minning-
arnar um yndislega skóla-
systur eru mér kærar og
skólavistin á Laugarvatni var
dýrmætur undirbúningur fyr-
ir ævistarfið og að eiga góð
skólasystkini var stór hluti
þess reynslusjóðs.
Ég kveð kæra skólasystur
með trega og þakklæti og
votta aðstandendum mína
dýpstu samúð.
Stefán Þorleifsson,
Neskaupstað.
✝ AðalheiðurSamson-
ardóttir, Heiða,
fæddist á Þingeyri
við Dýrafjörð 1. maí
1926. Hún lést á
Droplaugarstöðum
í Reykjavík 4. febr-
úar 2011.
Aðalheiður kom
úr stórum systk-
inahópi, var sú ell-
efta í röðinni af 14
börnum Samsonar Jóhanns-
sonar, f. 1890, d. 1971 og Bjarn-
eyjar Sveinbjörnsdóttur f. 1888,
d. 1943. Systkini hennar eru: Sig-
urður Björn, f. 1912, d. 1946;
Ragnheiður, f. 1913, d. 2007;
Guðrún Ágústa, f. 1914, d. 2003;
Þorbjörg, f. 1916, d. 2003; Sam-
son, f. 1917, d. 1978; Jóhann, f.
1919, d. 2001; Sveinbjörn, f. 1920,
d. 1975; Þorvaldína Ida, f. 1922,
d. 1942; Jónea, f. 1923, d. 2009,
Sigríður, f. 1925; Haraldur, f.
1928, d. 1995; Valgerður Albína,
f. 1930, d. 2003; og Kristín
Agnes, f. 1933.
Aðalheiður giftist Herði Sig-
urjónssyni 6. des-
ember 1960. Þau
eignuðust synina
Harald Heimi, f. 17.
nóvember 1955,
óskírða stúlku 1964,
og Samson Bjarnar,
f. 2. október 1965, í
sambúð með Nínu
Rós Ísberg. Samson
á Þórdísi Lilju, f. 5.
maí 1996, með Ás-
dísi E. Guðmunds-
dóttur. Fyrir átti Hörður soninn
Sigurjón, hann er giftur Val-
gerði Jönu Jensdóttur og eiga
þau tvo syni og sex barnabörn.
Aðalheiður vann við ýmis
störf á Þingeyri, Patreksfirði og
Norðfirði áður en hún fluttist til
Reykjavíkur. Þar vann hún að-
allega við saumaskap, lengst af í
Belgjagerðinni. Hennar að-
alstarf var húsmóðurstarfið en
þó gjarnan samhliða ýmiskonar
aukavinnu, einkum saumaskap.
Útför Aðalheiðar fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag,
14. febrúar 2011, og hefst at-
höfnin kl. 15.
Mamma var mikill fagurkeri og
hafði unun af fallegum hlutum.
Hún bjó sér og fjölskyldu sinni
fallegt heimili sem hún hugsaði
vel um. Hún hafði mikinn áhuga á
handavinnu og saumaskap og það
voru ófáar flíkurnar sem hún
gerði. Hún var mjög flink sauma-
kona og vann lengi sem slík. Hún
hefði sennilega orðið fatahönnuð-
ur ef hún væri ung í dag. Mamma
prjónaði og heklaði einnig mikið
og gaf til Rauða krossins, hún bar
umhyggju fyrir þeim sem minna
máttu sín og studdi lengi stúlkur í
Afríku í gegnum ABC barnahjálp.
Hún var iðulega að sauma, hekla
og prjóna eitthvað nýtt.
Hún hafði líka mikla ánægju af
gróðri og ræktun og vakti eftir-
tekt hversu gróskumikil stofu-
blómin hennar voru. Mamma
vakti áhuga minn og kenndi mér
að meta gróður og fallegt um-
hverfi.
Litla þorpið hennar Þingeyri
stóð henni alltaf nærri og talaði
hún gjarnan um lífið á æskuslóð-
unum fyrir vestan, um pinkulitla
húsið sem stóra fjölskyldan bjó í
og í daglegu tali var kallað
Sambahöll. Um Samba afa talaði
hún alltaf af mikilli virðingu, hvað
hann hefði verið mikið prúðmenni
og að hann hefði verið skóari,
beykir og síðast en ekki síst sjó-
maður. Hún talaði oft um ömmu
Bjarneyju og um að hún hefði ver-
ið leikkona í leikfélaginu á Þing-
eyri. Hún sagði mér frá Dýrafirði
sem henni þótti svo vænt um, um
fólkið og um garðinn Skrúð á
Núpi sem ég taldi að væri fegursti
staður á jörðinni.
Það var ánægjulegt fyrir
mömmu að kynnast æskuslóðun-
um sínum aftur þegar við Þórdís
dvöldum með henni á Þingeyri í
hálfan mánuð sumarið 2002 og
aftur 2003 í tengslum við ættar-
mót Samsonarættarinnar. Hún
var ættrækin og bauð alltaf systk-
inum sínum í veislu á afmælisdag-
inn sinn 1. maí. Hún hafði gaman
af því að bjóða fólki í veislu og var
mjög höfðingleg og hún hafði afar
gaman af því að gefa öðrum gjafir.
En lífið var einnig erfitt fyrir
mömmu og missir stúlkubarns
sem dó skömmu eftir fæðingu
setti mark sitt á hana og bjó ætíð
sorg og söknuður í hjarta hennar
eftir litlu stúlkunni.
Þó svo að mamma hefði aldrei
fengið bílpróf þá var hún engum
háð í ferðum sínum, gekk og tók
strætó hvert sem hún þurfti í
borginni alveg þangað til veikind-
in fóru að taka toll af henni rétt
fyrir áttræðisaldurinn.
Það var mömmu mikil gleði að
vera viðstödd fermingu eina
barnabarns síns, Þórdísar Lilju,
síðasta vor og vera með henni síð-
ustu jólin sín. Síðustu mánuðina
var mamma á sjúkrahúsi, lengst
af á Landakoti þar sem vel var
hugsað um hana og henni leið vel.
Hún vildi þó alltaf komast heim til
sín aftur en þegar verulega fór að
draga af henni skömmu fyrir jól
tók hún þá ákvörðun að fara á
dvalarheimili. Fyrsta nóttin á
Dvalarheimilinu Droplaugarstöð-
um varð hennar síðasta.
Þinn sonur,
Samson.
Í dag kveðjum við hinstu
kveðju kæra vinkonu og elskulega
ömmu, hana Aðalheiði Samsonar-
dóttir.
Í hjarta og sál er sorg og sökn-
uður, en efst í huga er þó innilegt
þakklæti. Sorgin og söknuðurinn
er sár, en margs er að minnast og
góðar minningar lækna og létta
lundina. Við erum þakklátar yfir
því að elsku amma hafi fengið að
lifa langan dag og að hún fékk
kærkomna hvíld eftir langa lífs-
göngu. Við vitum að vel er tekið á
móti henni, nú leikur hún frjáls og
er án efa hrókur alls fagnaðar. Við
erum þakklátar fyrir það mark
sem hún setti á okkar líf, tilveru
og viðhorf, sem mun fylgja okkur
um aldur og ævi. Margs er að
minnast og margt hefur elsku
amma kennt okkur með æðru-
leysi, góðmennsku, einlægni,
glettni og hennar eigin lífshlaupi,
sem ekki alltaf var auðvelt. Við
vitum betur en áður að lífsham-
ingjan, heilbrigði og velmegun
koma ekki af sjálfu sér, en með
viðhorfum og framkomu gagnvart
okkur sjálfum og öðrum getum
við skapað okkur gott og ham-
ingjuríkt líf og draumar geta
ræst. Maður á að taka stjórn á
eigin lífi og lifa því.
Elsku vinkona og amma, þú
munt alltaf eiga stað í hjörtum
okkar. Til að heiðra þig og það
sem þú hefur kennt okkur finnst
okkur ljóðið „dans gleðinnar“ vel
við hæfi. Fyrir þig ætlum við að
lifa lífinu lifandi!
Það er svo margt að una við,
að elska, þrá og gleðjast við,
jafnt orð, sem þögn og lit sem lag,
jafnt langa nótt, sem bjartan dag.
Mér fátt er kærra öðru eitt
ég elska lífið djúpt og heitt,
því allt, sem maður óskar, næst
og allir draumar geta ræzt.
Ég byggi hlátraheima
í húmi langrar nætur.
Af svefni upp í söngvahug
með sól ég rís á fætur.
Og augun geisla af gleði
sem grær í mínu hjarta.
En syrti að ég syng mig inn
í sólskinsveröld bjarta.
(Kristján frá Djúpalæk)
Takk fyrir allt. Hvíl í frið, elsku
vinkona og amma.
Ásdís Elva Guðmundsdóttir
og Þórdís Lilja Samson-
ardóttir.
Aðalheiður
Samsonardóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku Heiða mín
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Þín systir,
Kristín A. (Ninna).
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta
skalt.
(Valdimar Briem)
Hörður og Haraldur.
Elsku afi. Okkur langar með
nokkrum orðum að minnast þín
og jafnframt að kveðja. Við eig-
um sem betur fer margar góðar
minningar og það huggar og
styrkir okkur í sorginni. Þú hef-
ur alltaf verið okkur svo mik-
ilvægur og við alltaf litið upp til
þín. Í fyrsta skipti sem Henný
bakaði pönnukökur þá var þeim
skellt á bakka og svo labbað
beint upp brekkuna til þess að fá
þig, meistarann, til þess að taka
þær út og dæma. Og stoltið var
mikið þegar þú brostir og sagðir
að þetta hefði heppnast vel.
Þorvarður
Guðjónsson
✝ Þorvarður Guð-jónsson fæddist
á Efstabóli í Mos-
vallahreppi í Ön-
undarfirði 28. jan-
úar 1929. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 24. janúar
2011.
Útför Þorvarðar
fór fram frá Kópa-
vogskirkju 31. jan-
úar 2011.
Katrín fékk að
kynnast þér sér-
staklega vel þegar
hún vann hjá Norð-
urleið og það
skondna er að oft
var það við að
heyra af þér sögur
sem vakti upp stolt-
ið yfir því að geta
hugsað „Þetta er
afi minn“. Þegar
Viktor taldi að
kominn væri tími á að fljúga úr
hreiðrinu þá varð honum strax
hugsað til þín og trítlaði upp
brekkuna alls óhræddur við
hvernig þú tækir honum þegar
hann rétt 4ra ára bankaði upp á.
Alveg sannfærður um góðar
móttökur, sem og auðvitað
reyndist rétt.
Þegar við tölum saman um þig
koma miklu fleiri minningar upp
en fyrir okkur öll er sú mik-
ilvægasta að þú varst afi okkar
og þannig munum við alltaf
minnast þín.
Henríetta, Katrín
og Viktor.