Morgunblaðið - 14.02.2011, Síða 26

Morgunblaðið - 14.02.2011, Síða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2011 Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Öflug umræða á Menningarpress- unni, sem vistuð er undir Press- unni.is, m.a. um framtíð tónlistar- kennslu á Íslandi hefur vakið athygli að undanförnu. Rekstur og skrif á Menningarpressunni eru í höndum Gunnars Guðbjörnssonar tenórs, en vefurinn hefur verið í loft- inu frá því í október síðastliðnum. „Aðdragandinn er nokkuð lang- ur,“ svarar hann aðspurður hvað hafi dregið hann út í blaðamennsku á netinu. „Ég hef starfað sem söngv- ari í 20 ár og frá því að ég fluttist heim fyrir sjö árum hef ég unnið fyrir mér með því að starfa hluta af árinu erlendis. Ég skipti um radd- fag fyrir nokkrum árum, fór úr því að syngja lýrískan tenór yfir í Wag- ner, sem gekk satt best að segja með ágætum. Hins vegar hefur ver- ið mikill niðurskurður á fjármagni til óperuhúsanna og tveggja ára samningi mínum við óperuhúsið í Freiburg var að ljúka. Þá lá fyrir að lítið annað væri í stöðunni en að fara aftur á fastráðningarsamning sem skilaði ekki nægilega miklu í kass- ann til að standa undir flugferðum og uppihaldi erlendis þannig að eitt- hvað væri eftir fyrir heimilið á Ís- landi sem skipti máli. Þegar fjar- veran frá því bættist við fannst okkur þetta ekki borga sig þannig að ég ákvað að taka mér hlé frá söngnum því það gefur ekkert í aðra hönd að vera söngvari á Íslandi.“ Þetta varð til þess að hann fór að kanna möguleika á því að hrinda í framkvæmd hugmynd um menning- arvef, en hana hafði hann gengið með í maganum í nokkurn tíma. „Mér blöskraði hvað menningar- umfjöllun í fjölmiðlum var af skorn- um skammti og það sem þó var til staðar fannst mér ekki endurspegla fjölbreytnina í menningarlífinu. Það er mikið misvægi milli umfjöllunar um menningarmál og annað, og t.d. fær menning afskaplega litla um- fjöllun í sjónvarpinu, miðað við hvað hún er fyrirferðarmikil í þjóðfélag- inu.“ Með blaðamanninn í maganum Upprunalega langaði Gunnar að koma á fót sjálfstæðum menning- arfjölmiðli sem hefði nokkra starfs- menn og síðastliðið sumar kannaði hann möguleika á að fá fjárfesta í slíkt verkefni, en fékk litlar und- irtektir. „Ég gaf því hugmyndina eiginlega upp á bátinn. Svo minntist ég á þetta í framhjáhlaupi við Stein- grím Sævar Ólafsson, sem er rit- stjóri á Pressunni, sem spurði þá hvort ég vildi ekki bara hafa vefinn inni á miðlinum þeirra en ég hefði síðan frjálsar hendur með hvernig ég myndi byggja hann upp. Ég ákvað þá að slá til og gera þetta fyr- ir sjálfan mig í smátíma.“ Síðan hefur Gunnar verið allt í öllu á Menningarpressunni, bæði sem blaðamaður og séð um að út- vega auglýsingartekjur sem m.a. hafa farið í að greiða niður stofn- kostnaðinn við vefinn. Hann við- urkennir að sennilega hafi hann gengið með blaðamanninn í mag- anum áður en til þessa kom. „Ég var ritstjóri Viljans á sínum tíma í Versló þannig að ef ég hefði ekki uppgötvað röddina í mér þegar ég var 18 ára hefði ég sjálfsagt farið í blaðamennsku.“ Hann segir enga forsendu að les- efnið sé í pappírsformi. „Maður heyrir um gamlar frænkur sem fara iðulega á netið, hittir þær jafnvel á Facebook, svo allt tal um að menn- ing sé fyrir eldri kynslóðina sem verði að hafa dagblað í höndunum til að lesa svona skrif held ég að sé vit- leysa. Netið býður þvert á móti upp á svo mikla möguleika því þar er hægt að fara yfir tiltölulega vítt svið án þess að lesandinn þurfi að lesa mikið um hluti sem hann kærir sig ekki um. Ef hann hefur t.a.m. ekki áhuga á hönnun eða háskólasamfé- laginu þarf hann ekkert að fara inn á síður sem snúa að þeim málaflokk- um.“ Hann segir lesturinn á vefnum smátt og smátt hafa verið að aukast og tekið kipp í kring um umræðuna um tónlistarskólana sem hefur verið lífleg að undanförnu. „Ég hef leyft þeirri umræðu að fá pláss hjá mér og byrjaði reyndar að fjalla um þetta á undan öllum öðrum, eða í byrjun janúar. Það tengist mínu áhugasviði og líka því að ég á sjálfur börn í tónlistarskólum, fyrir utan að ég kenni svolítið í tónlistarskóla. Þetta er mál sem skiptir okkur miklu meira máli en við gerum okk- ur grein fyrir og þá er ég ekki bara að tala um hagkerfið. Lönd eins og Þýskaland, Frakkland og Sviss leggja gríðarlega miklar fjárhæðir í menningu og jú, vissulega eru þetta ríkar þjóðir. En ég held að menn- ingin hjá þeim sé ekki svona blóm- leg af því að þær séu svo ríkar, held- ur eru þær svona ríkar af því að þær hafa svo blómlega menningu. Menn- ingin skapar þannig ekki aðeins fé heldur getur hún af sér frjósemi í hugsun og það þurfum við fyrst og fremst að kynda undir í þessari úlfa- kreppu sem við erum í.“ Fólk í menningunni skeikult eins og aðrir Gunnar heldur áfram: „Minn draumur er að Menningarpressan geti lagt sitt á vogarskálarnar til að gera menningu sýnilegri. Ég vil að hún njóti sannmælis. Fólk hefur kannski misskilið það þegar tónlist- arfólk hefur bent á að miklir pen- ingar séu settir í íþróttahreyf- inguna, en við sjáum ekkert neikvætt við það. Það er hins vegar áhyggjuefni ef það er meira skorið niður í menningunni við svona að- stæður.“ Hann segir tónlistarmenntun skipta öllu máli ef tónlist sem at- vinnugrein eigi að þrífast. „Við vit- um að ef við skerum niður fjármagn til menningarmenntunarinnar þá kemur það niður á menningunni – það er bara svona einfalt. Viðhorfið sem maður fær frá Menntaráði Reykjavíkur er að það sé eitthvað stórkostlegt að í tónlistarskólunum – að búið sé að byggja upp kerfi sem virki ekki. Ég get hins vegar ekki samþykkt að hið blómlega tónlistar- líf á Íslandi sé ekki sprottið úr tón- listarskólunum og því sé óhætt að umbylta hlutum þar án þess að það komi niður á þessari stórkostlegu tónlistarflóru sem er í gangi. Það er svo órökrétt á allan hátt.“ Að sögn Gunnars má þó eitt og annað betur fara í menningarlífinu sjálfu. „Það hefur verið mikið talað um skort á gagnsæi í þjóðfélaginu, að ekki sé faglega ráðið í stöður og svo framvegis, og fólk í menning- argeiranum er skeikult eins og aðr- ir. Þá þarf einhver að veita aðhald og ég sé fyrir mér að það geti m.a. komið í hlut Menningarpressunnar.“ Gunnar vonast til að Menning- arpressuvefurinn muni stækka og dafna svo hann geti fengið fleiri til liðs við sig, en segir það velta á fjár- magni. Sjálfur hefur hann ýmis önn- ur járn í eldinum. Fyrir utan skrifin kennir hann söng í hlutastarfi auk þess að halda úti óperusýning- ardeild við Söngskóla Sigurðar De- metz en er alveg hættur að syngja, í það minnsta hér á landi. „Ég verð hins vegar með tónleika í Þýska- landi í sumar og ég geri ráð fyrir að taka samningum um verkefni í Gautaborg í haust en það er varla fyrirhafnarinnar virði að syngja mikið hér heima.“ Í staðinn einbeitir hann sér að Menningarpressunni, a.m.k. fyrst um sinn. „Svo er ég reyndar að klára meistarapróf í menningar- stjórnun á Bifröst, vonandi í haust, og að því loknu veit ég ekki hvað ég geri. Það getur vel verið að ég snúi mér að einhverju öðru þegar Menningarpressan er komin á skrið og ég setji hana í hendurnar á ein- hverjum öðrum. Það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt.“ Morgunblaðið/RAX Gunnar Guðbjörnsson „Ég ákvað að taka mér hlé frá söngnum því það gefur ekkert í aðra hönd að vera söngvari á Íslandi,“ segir ritstjóri hinnar nýstofnuðu Menningarpressu. Blómleg menning skapar ríkidæmi  Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari haslaði sér nýverið völl sem ritstjóri Menningarpressunnar  Lestur síðunnar tók kipp þegar umfjöllun um framtíð tónlistarnáms í Reykjavík fór á skrið »Ég get hins vegarekki samþykkt að hið blómlega tónlistarlíf á Íslandi sé ekki sprottið úr tónlistarskólunum og því sé óhætt að umbylta hlutum þar án þess að það komi niður á þessari stórkostlegu tónlist- arflóru sem er í gangi. Það er svo órökrétt á allan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.