Morgunblaðið - 14.02.2011, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 14.02.2011, Qupperneq 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2011 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Innkoma PJ Harvey í dægur- tónlistarheiminn var allsvakaleg, snörp og öflug. Það var í júní 1992 sem fyrsta hljóðversplata þessarar bresku sveitar, Dry, kom út og héldu gagnrýnendur hreinlega ekki vatni yfir snilldinni. Bandið, PJ Harvey, var leitt af söngkonunni og gítarleikaranum Polly Harvey (þarna er víst munur á en Polly er löngu hætt að eltast við misskiln- inginn). Árið á undan hafði heim- urinn verið hitaður með smáskífum og hafði sjálfur John Peel valið þá fyrstu, „Dress“, sem smáskífu vik- unnar þegar hann var gestarýnir í NME. Næsta smáskífa, „Sheela Na Gig“, hamraði járnið enn frekar og þegar Dry kom loks út var björn- inn unninn, ef svo má segja, menn eins og Kurt Cobain lýsandi yfir mikilli aðdáun. Einlægur og ofsa- lega ástríðufullur flutningur Har- vey (líkt og hún sé að öskra/gráta framan í þig) heillaði rokk- áhugamenn beggja vegna Atlants- ála. Heilög þrenning Útgáfuhákarlar fóru nú að sverma í kringum Harvey af mikl- um móð, og skrifaði hún undir hjá litla risanum Island. Rid of Me var svo tekin upp ásamt Steve Albini og gefin út 1993 og þótti jafnvel enn betur gert en á forveranum. To Bring You My Love (1995) full- komnaði svo heilaga þrenningu og Harvey varð heimsfræg, platan seldist í um milljón eintökum og lýsandi umslagið segir svo mikið um listamanninn, dansað á mörkum fegurðar og hryllings, femínískrar blíðu og mannlegrar heiftar. Hmm … já, eitthvað svoleiðis a.m.k. Fárið var nú yfirstaðið en Harvey hélt áfram að gefa út plötur og passaði sig á því að endurnýja sig með hverri og einni. Sú síð- asta, White Chalk (2007), er líkast til sú undarlegasta í farteski söng- Engin eins og Polly  Áttunda hljóðversplata PJ Harvey, Let England Shake, kemur út í dag Kona, meyja PJ Harvey, Patti Smith X-kynslóðarinnar, á að baki gæðum hlaðinn feril. Cochrans (línan „what if I take my troubles to the United Nations?“ er sungin í áðurnefndu „The Words That Maketh Murder“). Ekki þarf að undra að bresku blöðin eru að fara yfir um út af plötunni; Mojo, Uncut, Q, öll birta þessi blöð ítarlega dóma á opnum þar sem því er lýst yfir að þetta sé meistaraverk. Victoria Segal hjá Q má vart mæla og setningum eins og „hennar besta verk til þessa“ er frjálslega beitt. Samstarfsmenn hennar hér voru þeir John Parrish og sjálfur Mick Harvey, ekki hand- ónýtt það. Þar sem ég er uppi í Mó- unum, skrifandi þessar línur, sekk- ur platan dýpra og dýpra í mig. Vonandi get ég gefið nánari skýrslu í vikunni. En þetta helvíti (þ.e. plat- an) útheimtir vinnu. Og þannig á það að vera. konunnar. Surgandi gítarnum var lagt og í stað þess er einfaldur píanóleikur í forgrunni. Andrúms- loftið er draugalegt og tónlistin er lögð sorgbundinni fegurð, minnir dálítið á hina fornfrægu sveit Cranes. Gotneskar þunglyndis- ballöður, bornar uppi af hand- anheimsröddu PJ Harvey. Undarlegt Enn er hún við sama heygarðs- hornið á Let England Shake. Tor- ræður, tilfinningaþrunginn óður til heimalandsins Englands, með laga- titlum eins og „On Battleship Hill“ og „The Words That Maketh Mur- der“. Hljómurinn er undarlegur, veikur dálítið og holur; lög eru óvænt brotin upp með lúðraþeyt- ingi og kersknislegri tilvísun í „Summertime Blues“ Eddies PJ Harvey hefur gefið út eftir- farandi breiðskífur: Dry (1992), Rid of Me (1993), To Bring You My Love (1995), Is This Des- ire? (1998), Stories from the City, Stories from the Sea (2000), Uh Huh Her (2004) og White Chalk (2007). Deilt er um hver þessara gæða- platna sé best en flestir eru á því Harvey hafi toppað snemma á ferlinum, með Rid of Me. Plötur PJ Harvey GLÆSTUR FERILL Rokkhátíðin í Glastonbury er ekki lemgur bara rokkhátíð eins og sannaðist rækilega á síðasta ári þegar rappgoðið Jay-Z tróð þar upp og gerði allt vitlaust. Þrátt fyrir það ráku margir upp stór augu þegar tilkynnt var að söngkonan Beyoncé yrði í einu af aðalhlutverkunum á hátíðinni nú í sumar, en hún á að syngja á besta tíma lokakvöldið. Þetta verður þó ekki eina poppið sem boðið verður upp á á Glast- onbury þetta árið því Coldplay treður þar upp og einnig popp- rokksveitin U2. Beyoncé syngur á Glastonbury Sumarpopp Beyoncé syngur á helstu rokkhátíð heims í sumar. Þó að það sé eflaust gaman að vera unglingastjarna getur það líka ver- ið skammvinn sæla eins og Justin Bieber stendur nú frammi fyrir því hann er byrjaður í mútum. Ein- hverjum finnst það kannski vonum seinna, piltur kominn á sautjánda ár, en væntanleg vandræði komust í hámæli þegar hann lenti í erf- iðleikum á tónleikum í nóvember sl. Bieber hyggst þó ekki leggja hljóð- nemann á hilluna og stundar radd- æfingar af kappi. Að sögn fróðra getur hann enn sungið, en háu tón- arnir sem heilluðu svo meyjarnar munu víst horfnir að mestu. Bieber fer í mútur Reuters Ungstirni Justin Bieber. JUST GO WIT IT KL. 5.30 - 8 - 10.30 L JUST GO WIT IT LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 L BLACK SWAN KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 GREEN HORNET 3D KL. 3.30 - 5.25 - 8 12 THE TOURIST KL. 10.30 12 DILEMMA KL. 8 - 10.30 L GULLIVER´S TRAVEL 3D KL. 3.30 - 5.50 L ALFA OG OMEGA 3D KL. 3.30 L MÚMÍNÁLFARNIR 3D KL. 3.40 L JUST GO WITH IT KL. 5.30 - 8 - 10.30 L BLACK SWAN KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 FIGHTER KL. 5.30 - 8 - 10.30 14 BURLESQUE KL. 5.30 - 8 L LONDON BOULIVARD KL. 10.30 16 SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5% 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS T.V. - KVIKMYNDIR.IS B. I., KVIKMYNDIR.COM -H.S.S.,MBL JUST GO WITH IT KL. 8 - 10.10 L THE FIGHTER KL. 8 14 MÚMÍNÁLFARNIR 3D KL. 6 L DEVIL KL. 10.10 16 LÍFSLÖNGUN KL. 6 L ÍSLENSKT TAL Í 3-D -H.S.S., MBL STUNDUM ÞARF MAÐUR STELPU TIL AÐ NÁ STELPUNNI! LAUGARÁSBÍÓ JUST GO WITH IT Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20 TRUE GRIT Sýnd kl. 8 og 10:20 LONDON BOULEVARD Sýnd kl. 8 og 10:10 MÚMMÍNÁLFARNIR - 3D Sýnd kl. 6 ísl. tal ALFA OG ÓMEGA Sýnd kl. 6 ísl. tal Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Sýningartímar ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANUM WILLIAM MONAHAN, HANDRITS- HÖFUNDI “THE DEPARTED” Stundum þarf maður stelpu, til að ná stelpunni -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.