Póstmannablaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 13

Póstmannablaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 13
Egill Hallgrímsson Sandholt er fæddur 21. nóv. 1891 í Fremri Arnardal í Eyrarhrepp í fsafjarðar- sýslu. Hann varð aðstoðarmaður við pósthúsið á Isafirði 1906—1920, skipaður póstafgreiðslumaður í Reykjavik l.ágúst 1920, póstfulltrúi l.okt. 1924, póstritari l.jan. 1930 og gegndi því embætti með ýmsum nafnbreytingum (skrifstofustjóri, forstöðu- maður og forstjóri) til ársloka 1960, er hann lét af embætti vegna heilsubrests. Hann kvæntist 23. júní 1928 Kristínu Brynjólfsdóttur frá Skildinga- nesi. Magnús Jochumsson er fæddur 14. ágúst 1889 é ísafirði. Hann varð stúdent 1911 og cand. phil. frá Kaupmannahafnarháskóla 1912 og las síðan mál- fræði og frönsku. Hann kom í póstþjónustuna 19. sept. 1919, skipaður póstfulltrúi 1. jan. 1920, póst- málafulltrúi 1946, póstmeistari í Reykjavík l.apríl 1952. Hann lét af störfum sakir aldurs 1960. Hann kvæntist 18. júní 1924 Guðrúnu Geirsdóttur Zoega í Reykjavík. PÓSTMANNABLAÐIÐ 13

x

Póstmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.