Póstmannablaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 26

Póstmannablaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 26
FRÁ P.l .l. p F I Póstmannafélag Islands er stofn- að á tímamótum í launabaráttu opinberra starfsmanna. Árið 1919 var mikil og vaxandi dýrtíð í landinu og emb- ættismenn ríkisins voru eins og oft áður afskiptir um laun. Á þessum árum náð- ust nokkrir sigrar i launamálum, miðað við kjör almennt í landinu. Póstmenn fengu uppbætur, þótt þær væru langt frá því nógar. P.F.l. hefur alltaf verið í farar- broddi í launa- og réttindamálum opin- berra starfsmanna og er eitt af elztu fé- lögunum innan B.S.R.B. Það hefur alltaf reynt að sækja fram og standa vörð um fenginn sigur, þó að á stundum hafi lítt blásið til byrrjar. Síðustu áratugina tvo hefur Félng starfsfólki póstsins fjölgað all- \ vcxti. mikið. Starfsemi póstþjónust- unnar hefur þanizt út með vaxandi vel- ferð þjóðarinnar og bættum samgöngum, bæði á landi og sjó — en sérstaklega síð- an flugsamgöngur hófust milli landa. Flugpósturinn er orðinn snar þáttur og þýðingarmikill og eykst með hverju ári, af samkenndum orðum, sem benda til, í hvaða héraði þau eru eða hvar staðsett í viðkomandi borg eða kauptúni. Þessi at- riði er mjög auðvelt að uppfylla hér á landi. Sköpunarmáttur íslenzkrar tungu er svo mikiil, að þar er að finna eggjandi hvatningu til að svo verði. J. G. sem líður. Póstur sendur með bifreiðum hefur einnig stóraukizt á síðustu árum, og hefur afgreiðslustöðum og afgreiðslu- fjölda með bifreiðum stórfjölgað með hverju ári. Má heita, að á sumrin sé hægt að afgreiða póst með bifreiðum daglega um allt land. Allir þættir þjóðlífsins á líðandi stund krefjast aukins hraða, en um leið aukins öryggis. Þetta á ekki sízt við póstþjónust- una. Allt er gert til þess að auka öryggi og koma þjónustunni í sem bezt lag. Á síðustu áratugunum tveimur hefur starfs- fólki í pósthúsinu í Reykjavík stórfjölgað, og sama er að segja á mörgum öðrum stöð- um í landinu. Sakir þess er P.F.I. orðið fjölmennt félag, sem getur orðið sterkur aðili á komandi árum í hagsmunabaráttu opinberra starfsmanna. Svo mun ábyggi- lega verða, því að P.F.l. hefur á bak við sig sterk samtök erlendis, ef beitt verður. Á síðustu árum hefur starfsemi P.F.l. verið margþætt, og á fundum félagsins hafa ávallt verið rædd þau mál, sem á hverjum tíma hafa verið efst á baugi um hagsmuna- og réttindamál embættis- manna ríkisins. Af þessu er mikil saga, sem of langt yrði að rekja að þessu sinni. En hins vegar telur Póstmannablaðið rétt að segja að nokkru frá því, sem gerzt hef- ur í félaginu á liðnu ári. Aðalfundur P. F. I. var Frá síáasta Raldinn í kaffistofunni ailalinndi. ,. , , . , . ný]u 1 posthusmu zó.marz síðast liðinn. Var fundurinn fjölmennur og fór vel fram. Kjörinn var nýr formað- 26 PÓSTMANNABLAÐIÐ

x

Póstmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.