Póstmannablaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 21

Póstmannablaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 21
Kristján Jakoltsson: POSTMAMAFÉLAG ISLANDS 1019 --- 26. marz -- 1959 KvœSið var sungiS, þegar minnzt var fjörutíuáraafmælis P.F.I. (Lag: Hvað er svo glatt). 1 kvöld skal fagna og fylkja liði saman, við fjörutíu ára liðið starf. Vér stöldrum við og stundar- eigum gaman. Til stórra verka hugann efla þarf. Því félagið skal vaxa af hverjum vanda, og veita styrk um dreifðar byggðir lands. Á verði, fremst í vörn og sókn að standa, er valinn háttur göfugs félags-hands. Nú rísi hátt, vort fagra félags merki, í framtíð er oss margra sigra þörf. Því göngum ætíð vösk og heil að verki, þá vinnast einnig léttar félags-störf. Og þá mun bjart á förnum félags-vegi, og frelsi andans göfga hvert vort starf. Vér biðjum heilla bezt á þessum degi, og brautryðjendum þökkum góðan arf. Með hreinan skjöld, til heillaríkra starfa, skal halda fram á næsta ára tug, og vinna margt, er verða má til þarfa, og vekja og efla félagsbræðra dug. Að standa saman máttinn eykur manna, til meiri gæða, í lífsins jarðar-dal. Og P.F.f. mun enn sem áður sanna: Það á hér lið, til hvers sem gera skal. hafa í huga, að hjá öllum peningastofn- unum landsins auk póstsins, svo sem bönkum og sparisjóðum, er hér um sama vandamál að ræða, að því er snertir vönt- un persónuskilrikja. Það er því ekki ófyr- irsynju, þótt einhverjar ráðstafanir væru gerðar til þess að koma þessu mikla vanda- máli í betra horf og finna það öryggi, sem gerir starfsmönnum þessara stofn- ana kleift að leysa þessi störf af hendi eftir föstum og fyrir fram ákveðnum regl- um, sem allir geti vel við unað. Það er nokkuð algengt á síðustu árum, að blöðin skýri frá því, að einstaklingar liafi komizt ófrjálsri hendi yfir ávísana- hefti og jafnvel sparisjóðsbækur og tekizt að ná út greiðslum í bönkum, án þess að sanna sig á nokkurn hátt. Það hefur einnig komið fyrir, að menn hafi með sviksemi fengið afhent ábyrgðarbréf, er í hafa verið tékkar. 1 flestum tilfellum hafa bankarnir verið búnir að greiða þessa tékka ,þegar málið var tekið til opinberr- ar rannsóknar. í reglugerð Landsbanka Islands segir: „Komi það fyrir, að fölsk ávísun sé greidd af bankanum, ber sá skaðann, sem féð á, nema um sé að kenna augljósu gáleysi bankans.“ Eins og ég hef hér að framan bent á, þá er lausn þessa máls að verða aðkall- andi og gegnir furðu, að stofnanir þær, sem ég hef nefnt í þessu sambandi, skuli ekki fyrir löngu vera búnar að gera ráð- stafanir til þess að bægja frá þeirri hættu, sem gjaldkerar og afgreiðslumenn í þess- um stofnunum eiga í höggi við. Ég hygg, að þetta verði bezt leyst með útgáfu póst- skilríkisspjalda, svo framarlega sem al- menningur fæst til að innleysa þau. Á slíkum spjöldum eru allar upplýsingar, sem eru á venjulegum vegabréfum. Á síðastliðnu ári fékk póststofan í Reykjavík kvittun fyrir 220 þúsund ábyrgðar- og peningabréfum. Þar voru greiddar 226 þúsund póstávísanir, að upphæð 265 millj. kr. Þegar þetta er haft í huga, ætti öllum að vera ljóst, að gjald- kerum og afgreiðslufólki er mikill vandi á höndum við afhendingu slíkra verð- PÓSTMANNABLAÐIÐ 21

x

Póstmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.