Póstmannablaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 8

Póstmannablaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 8
ið væri að semja á vegum ríkisstjórnar- innar frumvarp um samningsrétt, og það yrði flutt fyrir þinglok. Stjóm B.S.R.B. reyndi að fá fram nokkr- ar lagfæringar til bóta á frumvarpinu og tókst á síðustu stundu að fá fram nokkrar breytingar í þá átt. Þrátt fyrir það var frumvarpið miklu óhagstæðara en frum- varp þeirra E.J. og G.B.B. Þrátt fyrir sínar takmarkanir og mörgu galla er þetta frumvarp ríkisstjórnarinnar, sem nú er orðið að lögum, spor í áttina. Þessi nýju lög um kjarasamninga ríkis- starfsmanna eru náskyld fyrstu norsku lögunum, sem set tvoru fyrir meira en 3’0 árum. Okkar nýju lög eru meira viðræðu- en samningsréttarlög. Því kjaradómur sá, er lögin gefa æðsta vald í kjaramálum, er þannig skipaður, að raunvemlega ræður ríkisvaldið tilnefningu 4 af 5, aðeins 1 maður tilnefndur af B.S.R.B. Það er því nánast broslegt að tala um samningsrétt, þar sem annar aðilinn hef- ur öll völd, en hinn fær að sitja með við borðið og svo að lokum að þakka fyrir það, sem skammtað er. Enn er mikið óunnið í kjaramálum rík- isstarfsmanna og full þörf á að taka nú á málefnunum með festu og drengskap, ef við eigum að byggja upp réttlát eða að minnsta kosti réttlátari launkjör á næstu mánuðum en verið hafa. Jafnframt þarf að vinna að því, að Al- þingi felli úr gildi lög nr. 33/1915, og þvo þar með þann blett og þá vansæmd burt, sem þau lög hafa lengi verið og eru, ekki sízt hinu íslenzka lýðveldi. Að því ber að keppa, og þá munu glaðir og ánægðir starfsmenn vinna störf sín með árvekni og samvizkusemi til gagns og heilla fyrir land og þjóð. Annan í hvítasunnu 1962. Kristján Jakobsson. 8 PÓSTMANNABLAÐIÐ

x

Póstmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.