Póstmannablaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 28

Póstmannablaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 28
Á liðnu ári var samn- Samningsréttar-' ingsréttarmálið eitt af malift. * , „ aoalmaium a vettvangi félaganna innan B.S.R.B. Svo var einnig í P.F.l. Stjórn P.F.l. boðaði til félagsfund- ar um málið 5. desember síðast liðinn og var fundurinn jafnframt leiðarþing eftir nýafstaðið þing B.S.R.B. Mættur var á fundinum Guðjón B. Baldvinsson og flutti þar ítarlegt yfirlit um framgang samn- ingsréttarmálsins og kynnti fram komið frumvarp, sem meiri hluti þingsins hafði samþykkt. Voru fundarmenn sammála um að styðja frumvarpið og var eftirfar- andi tillaga samþykkt án mótatkvæða: „Fundur haldinn í P.F.f. 5. desember 1961 lýsir yfir eindregnum stuðningi við frumvarp fulltrúa B.S.R.B. um samnings- rétt opinberra starfsmanna, og heitir fund- urinn á stjórn B.S.R.B. að fylgja því fram til sigurs.“ Launa- og kjaramál voru á I.nuna-' og síðast liðnu ári til umræðu kjaramál, , p p j eins og ávallt áður. Sérstaklega var rætt um hin lágu laun bréfbera og annarra, er laun taka eftir lægstu launaflokkunum. Við nýja kjara- samninga og endurskoðun launalaganna á komandi hausti, er mjög nauðsynlegt að bæta stórlega hag þess fólks, sem lægst laun hefur. Annað er ekki mannsæmandi í lýðræðisriki, vaxandi af hagkvæmari og betur nýttum framleiðslutækjum með hverju árinu sem líður. Á liðnu ári kom til kasta Álagsvinna, ,, , , , , . um alagsvmnu í posthusmu í Reykjavík. Vildu ráðamenn borga 33% á vinnu, sem unnin var fyrir klukkan 8 að morgni og eftir klukkan 8 að kvöldi. Urðu um þetta mál haldnir margir fund- ir með stjórn P.F.f. og ráðamönnum pósts- ins. Samkomulag náðist ekki, þar sem stjórn P.F.Í. vildi ekki fallast á, að um- rædd vinna yrði greidd með 33% álagi, enda taldi hiin, að skýlaus reglugerðar- ákvæði væru um þetta eins og á daginn kom. Urðu málalok þau, að málinu var vísað til nefndar, sem fjallar um slík ágreiningsmál. Nefndina skipa: Magnús Gíslason, Jónatan Ffallvarðsson og Krist- ján Thorlacius. Urskurður nefndarinnar í málinu féll P.F.Í. í hag og var hann birtur stjórn félagsins í júlí í fyrra sum- ar, og var byggður á reglugerðarákvæð- inu, að hinar föstu vaktir í pósthúsinu eru ákveðnar frá klukkan 8 að morgni til klukkan 8 að kvöldi, en önnur vinna sé eftir- og næturvinna. Á síðast liðnum árum hafa skommtanir árl verig haldnar nokkr- OíS flrira. . , ar skemmtamr a vegum P.F.Í. fyrir félagsmenn. En á síðast liðn- um vetri breyttist algjörlega viðhorfið í þessum efnum, þar sem starfslið póstsins má halda skemmtanir sínar í kaffistof- unni nýju í pósthúsinu. Daginn sem kaffi- stofan var vígð, var haldin þar skemmtun um kvöldið og dansað fram eftir nóttu. Árshátíð P.F.f. var haldin í kaffistofunni og fór ágætlega fram og reyndist hús- næðið bæði hentugt og skemmtilegt fyrir hátíðina. Tvisvar á síðast liðnum vetri voru haldnar kvikmyndasýningar í kaffi- stofunni. f annað skiptið var sýnd fræðslu- mynd, en í hitt skiptið kvikmynd fyrir börn félagsmanna. Voru þessar sýningar báðar sæmilega sóttar, og standa vonir til, að þessari starfsemi verði haldið áfram á komandi tímum. Skemmtiferð var farin á síðastliðnu sumri vestur Snæfellsnes. Veður var óhagstætt, og varð því ekki eins mikil ánægja af ferðinni eins og von- ir stóðu til. 28 PÓSTMANNABLAÐIÐ

x

Póstmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.