Póstmannablaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 17

Póstmannablaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 17
Svvinn G. Iljörnsson: Póstskilríkisspjöld Vöntun persónuskilríkja hefur lengi verið mikið vandamál í póstþjónustunni hér á landi, þegar afhenda þarf verðsend- ingar eða greiða ávísanir. Þetta hefur komið æ betur og betur í ljós mi á síðari árum. Lausn þessa máls er því að verða mjög aðkallandi. Þan nafnskírteini, sem gefin voru út hér, þegar eignakönnunin fór fram, eru nú ekki lengur notuð, enda ekki hentug, þar sem myndar af hand- hafa var ekki krafizt, en hún er veiga- mikið sönnunargagn. Þær reglur, sem starfsmenn póstþjón- ustunnar fara eftir, þegar um er að ræða afhendingu ábyrgðafbréfa, peningabréfa eða þegar greiða þarf ávísanir, voru sett- ar fyrir 37 árum. Það gefur því auga leið, að peningaveltan hefur margfaldazt á þessu árabili, og því mjög erfitt að leysa þessi störf af hendi án þess, að almenn- ingur hafi einhver persónuskilríki. Það er því ekki vonum fyrr að fundin sé ein- Við skoðuðum vandlega póstskóla í Zúr- ich og urðum við mjög hrifnir af aðbún- aði þar og skipun allri. Hér á landi er brýn nauðsyn fyrir póstþjónustu komandi ára að setja á stofn póstskóla, til þess að mennta og undir- húa starfsmenn póstsins undir starfið. Ég held, að við gætum tekið Svisslendinga okkur til fyrirmyndar í þessum efnum —■ eins og svo mörgum öðrum. J. G. hver heppileg lausn í þessu máli, sem póstþjónustan og allur almenningur geti vel við unað. Reglur þær, sem starfsmenn póstþjón- ustunnar verða að fara eftir, eru í 21. gr. reglugerðar um notkun pósta, frá 25. marz 1925. Þar segir: „Ef póstmaður þekkir eigi móttakanda, getur hann krafizt þess, að hann færi sönnur á það með vottorði áreiðanlegs manns, sem póstþjónninn ’þekkir, annaðhvort munnlega eða skrif- lega, að hann sé hinn rétti móttakandi, en póstmenn mega láta sér nægja, að hlut- aðeigandi sýni hréf eða nafnmiða, sem ber með sér, að hann sé sá, er hann seg- ir, eða færi líkur að því á annan hátt.“ Enn fremur segir: „Póststjórnin er ekki skyld að skila ábyrgðarbréfum, peninga- bréfum eða böggulsendingum, fyrr en hún hefur fengið kvittun hins rétta mót- tökumanns eða umboðsmanns hans.“ Þá segir í 19. gr. póstlaganna frá 1940: „Fyr- ir afhendingu skrásettra sendinga, send- inga með tilgreindu verði, svo og fyrir útborgaðar póstávísanir, póstkröfur og póstinnheimtuávísanir, skal póststjórnin krefjast löggildrar kvittunar.“ Eins og framanritað ber með sér, þá er erfitt að fara eftir þessum reglum. Tal- að er um, að hlutaðeigandi sýni „bréf eða nafnmiða, sem beri með sér, að hann sé sá, er hann segir, eða færir líkur að því á annan hátt.“ Þá er talað um í póstlög- unum, að „póststjórnin krefjist löggildrar kvittunar". PÓSTMANNABLAÐIÐ 17

x

Póstmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.