Póstmannablaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 16

Póstmannablaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 16
Kristján Jakobsson er fæddur 25. júní 1901 á Kraunastöðum í Aðaldal, S.-Þing. Hann var póst- ur frá Fosshóli út Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu 1930—1931. Kom í póstþjónustuna í Reykjavík 27. okt. 1944, skipaður hréfberi 1. jan. 1948, póst- afgreiðslumaður l.jan. 1961. Hann hefur starfað mikið fyrir P.F.I., m. a. verið varaformaður fé- lagsins og fulltrúi á þingi B.S.R.B. Hann kvænt- ist 9. maí 1936 Margréti Vigfúsdóttur frá Höfða á Völlum. -Xtk-K:K-X-k-k-X-kd<d<d<-k-k-k-k-X-k-X-k-k-k-X<-K-X-Kd<-k-X-k-k-X-X-k-k MÍKRÓFILMUR leysa innfærslur á pósti af hólmi 1 borginni Bern í Sviss hafa verið gerð- ar tilraunir með að taka ljósmyndir af póstbögglum, og koma þær í stað bók- unar. Reynslan hefur leitt í ljós, að mik- ill sparnaður er að þessu. Tæknideild PTT hefur látið smíða handhægar vélar til myndatökunnar. Þær voru fyrst reynd- ar í 64 daga samfleytt og var hægt að ljós- mynda 96% af innkomnum bögglum, en 4% var ekki hægt að ljósmynda, ýmist vegna stærðar eða lögunar. I jólaönnunum síðastliðinn vetur voru míkróljósmyndir teknar af bögglasend- ingum, og reynslan varð sú, að 25% sparnaður varð. Enn má búast við frekari árangri af þessum tilraunum, þegar póst- menn öðlast aukinn hraða í ljósmyndun- inni. (Efíir PTT Zeitschrift). 16 PÓSTMANNABLAÐIÐ

x

Póstmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.