Póstmannablaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 22

Póstmannablaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 22
Siguijón Bjömsson FRÍMERKJAÞÁTTUR Frímerki — eru misjafnlega stórir papp- írssneplar mismunandi að verðgildi — myndskreyttir fletir í litauðugum afbrigð- um. Þau eru raunverulega verðbréf mis- jafnlega verðmæt, sum hækkandi, sum lækkandi — en öll gefin út upprunalega í sama tilgangi — að vera burðareyrir bréfa, böggla og annarra póstsendinga. Þessum myndskreyttu pappírssneplum má svo skipta í tvo aðalflokka, stimpluð og óstimpluð frímerki. Þegar pósthúsið hefur selt frímerkið og það hefur verið límt á sérstaka póstsend- ingu og stimplað, hefur það þar með lok- ið hlutverki sínu. Viðtakandi bréfsins lít- ur á frímerkið á hægra horni þess og finnst það segja: ,,Hér kem ég með bréf- ið þitt, sendandinn keypti mig á pósthús- inu og límdi mig á bréfið, svo að það kæmist til þín.“ Oft er það, að viðtakandi veitir frímerkinu nánari athygli, og er þá vissulega margt, sem er athyglivert og girnilegt til fróðleiks. Við getum hugsað okkur, að hann athugi fyrst og fremst upp- runalegt verðgildi þess, en til þess þarf frímerkið að vera vel stimplað. Stimpill- inn má ekki vera svört klessa yfir verð- gildið eða yfir allt frímerkið. Nóg er, að stimpillinn lendi aðeins yfir eitt horn frí- ****+-K**-K*-M<++*+++****+++***+*-Mc mæta í önn og ys, meðan ekki eru fyrir hendi hentug persónuskilríki. Póstskilrík- isspjöld myndu stórlega auðvelda alla af- hendingu í pósthúsunum, og yrðu jafn- framt öryggi fyrir póstnotendur, sem all- ur almenningur nyti góðs af áður en langt um liði. merkisins, svo að myndflötur þess sé að mestu ósnertur. Næst mundi hann svo at- huga, hvort frímerkið væri alveg heilt, en slíkt er ekki hægt að vita fullkomlega, nema að búið sé að leysa það af umslag- inu. Sé nú frímerkið heilt og vel stimplað, mundi eigandinn sjálfsagt fá áhuga á að vita, hvað upplagið af viðkomandi útgáfu hafi verið stórt — það er, hvað mörg sams konar frímerki muni vera til. Reynist upplagið að hafa verið lítið, má búast við, að frímerkið eigi eftir að hækka í verði, og frímerkjasafnarar keppist um að ná í það í söfn sín, áður en það verði um sein- an, en þá er eigandinn ekki búinn að rannsaka frímerkið til fulls. Hann á eftir að athuga tökkunina, en hún er ekki allt- af sú sama, lárétt og lóðrétt. Hafi hann við hendina frímerkjalista og sjái, að þar sé getið, að takkningin á viðkomandi merki sé 14X12j/2, þá er takningin á láréttu lín- unni 14, en á lóðréttu línunni 12 j/2. Flestir myndu telja, að nú hljóti frí- merkið að vera fullrannsakað, en svo er þó ekki. Eigandinn á eftir að athuga, hvort vatnsmynztri sé í því. Mörg frímerki hafa vatnsmerki, einkum eldri frímerki. Var það gert til þess að fyrirbyggja eftirprent- anir. Þrenns konar tegundir vatnsmerkja voru aðallega notaðar: 1 fyrsta lagi var vatnsmerkið fléttað með fínum þráðum inn í efnið, sem pappírinn var mótaður úr, og þá í réttri teikningu sem óskað var eftir. Vatnsmerkið kemur þá fram í frímerkinu sem ljós dauf teikning. f öðru lagi voru þessir þræðir felldir úr efninu, og kemur þá vatnsmerkið fram sem óljós dökk teikn- ing. f þriðja lagi var vatnsmerkið pressað 22 PÓSTMANNABLAÐIÐ

x

Póstmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.