Póstmannablaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 8
Einar M. Albertsson:
1984 — árið sem leið
ATBURÐARÍKT ÁR
Að mörgu leyti varð árið 1984
atburðaríkt á sviði póstmála. Póst-
meistarinn í Reykjavík, Matthías
Guðmundsson, lét af störfum og
Björn Björnsson hlaut embættið.
Matthías Guðmundsson var á sín-
um tíma forystumaður í Póstmannafé-
laginu, formaður þess um skeið. í
hans embættistíð urðu miklar breyt-
ingar og framfarir í póstþjónustu í
Reykjavík, útibúum fjölgaði jafnt og
þétt, og baráttan fyrir byggingu aðal-
pósthúss í Reykjavík má segja að hafi
staðið alla hans embættistíð. Þó að sú
barátta póstmanna fyrir bættum húsa-
kosti í aðalstöðvunr þjónustunnar
bæri ekki þann árangur, sem að var
stefnt, þá var þó svo komið að
nokkrum mánuðum eftir að Matthías
lét af stöfum tók ný póstmiðstöð til
starfa, og um leið og honum eru
færðar þakkir fyrir hans hlut í því
skulu honum þökkuð störf hans að
hagsmunamálum póstmanna og þjón-
ustunnar í heild og óskað alls góðs á
komandi árum.
FORMANNASKIPTI
Björn Björnsson lét af formanns-
störfum í P.F.Í. um leið og hann tók
við embætti póstmeistara. Ég vil
þakka Birni innilega fyrir hans for-
mannsstarf, dugnað og árvekni um
hagsmuni okkar félaganna í P.F.Í.,
og ég vona að engum þyki ofmælt þó
ég segi það álit mitt, að í hans
formannstíð hafi hvað mestur árangur
náðst í kjarabaráttunni, og innri mál-
um félagsins þokað hvað mest fram,
a.m.k. á síðari hluta starfsævi þess.
Og hafi Björn innilegar þakkir fyrir
starf sitt í þágu okkar póstmanna.
NÝ PÓSTMIÐSTÖÐ
Pað féll í hlut Björns að fylgja eftir
lokaspretti að undirbúningi opnunar
nýju póstmiðstöðvarinnar við Ármúfa
og opna hana með pompi og pragt.
Og þar tel ég að skeð hafi merkisat-
burður á sviði póstþjónustunnar. Af
honum leiddi ýmsar og margskyns
breytingar á störfum póstmanna,
hreyfing komst á starfaröðun og því
tilfærslur miklar.
Einar M. Albertsson.
TÍMAMÓTA-
ATBURÐUR í P.F.Í.
í kosningum til félagsráðs í febr.-
mars ’84 skipaðist málum svo að fleiri
konur hlutu kosningu sem aðal- og
varamenn en karlar, og í stjórn P.F.Í.
voru kosnar 5 konur og 2 karlar. Þetta
tel ég tímamótaatburð sem sýnir að í
P.F.Í. ríkir ekki karlrembuveldi, enda
konur í ríflegum meirihluta í félaginu.
Ekkert efast ég um að Þorgeiri
Ingvasyni, sem tók við formennsku af
Birni Björnssyni og var svo kosinn
formaður á aðalfundi í apríl, muni
takast giftusamlega að stýra málunr
félagsins með slíkt kvennaval og Jón
Inga undir árum. Mínar heillaóskir
hafa fylgt stjórninni frá upphafi, og sá
brimróður, sem þau tóku á liðnu
hausti sýndi að gifta réði bæði í skut
og stafni.
Já, þessi stjórn lenti svo sannarlega
í ólgusjó strax á sínum fyrstu starfsvik-
um vorsins og sumarsins ’84. Nýir
kjarasamningar voru óhjákvæmilegir,
kröfugerð og undirbúningur hennar,
samningaumleitanir og síðan þegar
allt benti til að ekki yrði hjá verkfalli
komist, undirbúningur og skipulagn-
ing þess. Allt þetta starf er vissulega
sá brimróður, sem ég áður nefndi, og
þó að lending yrði ekki áfallalaus, þá
tel ég að fleyi okkar hafi verið bjargað
frá brotlendingu og við haft, þegar á
allt er litið, talsverðan hlut úr róðrin-
um.
YERKFALL BSRB
Verkfall BSRB hófst 4. okt. og stóð
til og með 3Ö. okt., en þá tókust
samningar er síðar voru samþykktir í
allsherjaratkvæðagreiðslu. Ekki voru
allir á eitt sáttir um samninginn nú
fremur en oft áður, og er það svo sem
ekki undarlegt. Það er svo margt, sem
til álita kemur þegar meta skal hvaða
ávinning langt verkfall færir. Og auð-
velt er að segja að í verkfalli tapist
meira en vinnst, og á þá strengi hafa
andstæðingar launafólks óspart
slegið, fyrr og síðar.
Þetta verkfall BSRB er talið eitt af
lengstu og hörðustu verkföllum, sem
íslenskt launafólk hefur háð, og kem-
ur margt til. Verkföll opinberra
starfsmanna hafa áhrif á svo til alla
þætti þjóðlífsins og snerta þá flesta að
vísu mismunandi fljótt. Þess vegna
verða viðbrögð gegn verkfalli mjög
misjöfn. Álitamálin verða mörg og
oft erfitt í hita augnabliksins að úr-
skurða allt rétt og yfirvegað. Oft vilja
aukaatriði og smáatvik verða að aðal-
atriðum og skyggja á stærri mál.
Nú er liðinn nokkur tími síðan
átökum lauk og félagar BSRB hafa
líklega flestir lokið úrvinnslu verk-
efna, sem uppsöfnuðust í verkfallinu.
— Fyrirgefið, ég sagði „síðan átökum
lauk“, þetta er ekki rétt, átökum er
ekki lokið, því blek á undirskrift
samninga var varla þornað, þegar
viðsemjandinn gerði ráðstafanir, sem
riftu nýgerðum kjarasamningi, þ.e.
kaupmætti hans. Því halda átök áfram
og líklegt að um svipað leyti á þessu
ári og í fyrra geti þau leitt til annarra
verkfallsátaka. Og undirbúning þeirra
má ekki draga.
UNDIRBÚNING
SKAL HEFJA STRAX
Einn fyrsti þáttur þess undirbúnings
ætti að vera að gera einskonar úttekt
á verkfallinu í okt., meta stöðu
áhersluatriða, veikleika og styrkleika
svæða, skoða viðbrögð andstæðings-
ins og mótleiki, o.fl., o.fl. í þessa átt.
Við slíka úttekt, sem ég ætla þó ekki
hér og nú að hefja, dettur mér í hug
8 PÓSTMANNABLAÐIÐ