Póstmannablaðið - 01.09.1985, Page 13

Póstmannablaðið - 01.09.1985, Page 13
aöstöðu varðar, þá kem ég úr kompu í fullbúna skrifstofu þar sem ég horfi á Esjuna, mitt uppáhaldsfjall, út um gluggann. Ég kann ágætlega við hverf- ið og sakna ekki gamla miðbæjarins, enda kem ég þar sjaldan." Kristján á 40 ára starfsafmæli á næsta hausti og segist vera „sáttur við að hafa lent á þessari hillu“. Hann hóf störf hjá póstþjónustunni haustið 1945. „Ég gekk í lögregluan árið 1939, þá 19 ára og var lögregluþjónn í Reykjavík næstu sex árin þangað til ég brá mér inn um næstu dyr og gerðist póstmaður. í þá daga stóðu lögreglumenn sínar tólf tíma vaktir hvernig sem viðraði og mér voru satt að segja farnar að leiðast næturvakt- irnar. Það var heldur ekkert einsdæmi að menn færu úr lögreglunni í póstinn og við vorum nokkrir, sem fórum þarna um svipað leyti. Síðan vann ég í flestum deildum þjónustunnar, þar til 1968, en þá varð ég yfirdeildarstjóri á bögglapóststofunni. í Hafnarhvoli var við ýmsan vanda að etja og þá fyrst og fremst þrengslin. Sérstaklega kvað rammt að þeim í nóvember og desembermánuði. Þá urðum við að fá lánaða gáma hjá Eimskip og geyma póstinn í þeim úti á götu. Reyndar unnum við hér í ófullgerðu húsnæði tvenn jól, til þess að bjarga málunum fyrir horn“, segir Kristján. „En það er prýðilegt að vera nú kominn hingað alkominn". Ingibjörg Pétursdóttir: „Fékk heimþrá í jólaösinni“ Ingibjörg Pétursdóttir, varðstjóri í böggladeild. „Þetta eru geysileg viðbrigði“, segir Ingibjörg Pétursdóttir varðstjóri í böggladeild; en hún vann áður á Tollpóststofunni í gamla Hafnarhús- inu. „Það er tvennt ólíkt, að vera hér og á gamla staðnum. Þar var vinnuað- staðan ófullkomin á allan hátt, óþrifa- legt og flest var unnið á gólfinu. Ég kann mjög vel við nýja húsið, að öðru leyti en því, að hvíldarherbergið er nokkuð lítið fyrir þann fjölda fólks, sem á að hafa afnot af því. En eini stóri gallinn, sem ég hef orðið vör við, eftir flutningana, er að starfsandinn er ekki eins góður hér í þessari stóru miðstöð og hann var á Tollpóststofunni. Þettavar svo lítiðog notalegt samfélag áður, en hér er allt ópersónulegra. Hér vinna u.þ.b. 50 manns bara í böggladeildinni og það er ekki laust við að örlítill rígur sé á milli deilda. Ingibjörg fór í Póstmannaskólann haustið 1977 og hefur starfað í póst- þjónustunni síðan, lengst af á Toll- póststofunni. „Ætli ég ílcngist ekki í starfinu, ég hef að minnsta kosti ekki annað á prjónunum í bili“, segir hún. „Eftir að skipt var yfir í vaktavinnu, er vinnu- tíminn afar hentugur frá mínu sjónar- miði. Ég á tvö ung börn og finnst ég hafa meiri tíma fyrir þau eftir að öll upptaka á bögglapósti var gerð að vaktavinnu í stað dagvinnu. En það er gert til að flýta fyrir afgreiðslunni og ég held að það hafi tekist, a.m.k. er bögglapósturinn nú sólarhring fyrr á ferðinni en áður. Hins vegar hef ég heyrt, að við- skiptavinunum þyki afgreiðslan hér ekki fljótari en í gamla húsinu og ef til vill er það rétt. Hér þurfum við nefnilega að vera með bögglapóstinn á þremur hæðum og það veldur aukn- um snúningum hjá starfsfólkinu, sem geta aukið tafir. Svo er bögglapóstur- inn með tvær afgreiðslur, þannig að viðskiptavinirnir borga fyrir vöruna Armúlamegin en þurfa í vissum tilfell- um að sækja hana síðan Suðurlands- brautarmegin. Svo er það plássið, en það sýndi sig í verkfallinu í haust og í jólaösinni, að það er lítið geymslurými hér í hús- inu“, segir Ingibjörg. „En ég er samt ánægð í húsinu, ef frá er talinn gamli starfsandinn, sem ég sé eftir að ekki sé talað um miðbæinn. Ég sakna þess að geta ekki farið í gönguferðir um höfnina og gamla bæinn og í jólaösinni núna var ekki laust við að ég fengi heimþrá“. Úr Flutningdeild póstmiðstöðvarinnar við Ármúla. PÓSTMANNABLAÐIÐ 13

x

Póstmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.