Póstmannablaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 11
Hólmfríður Tómasdóttir
yfirpósfafgreiðslumaður skrifar:
Minningar frá Noregi
Vorið 1980 tókum við hjónin okkur
upp ásamt yngstu dóttur okkar og
fluttum til 2ja ára dvalar í Noregi.
Ég hafði hug á að fá mér þar vinnu,
bæði til að auka tekjurnar og ekki
síður til að kynnast fólki og læra
málið. Þar sem ég hafði unnið við
póstafgreiðslu í póststofu í nokkur ár
og hafði einmitt þetta vor lokið prófi
frá Póst- og símaskólanum, þótti mér
nærtækast að sækja um starf á þeim
vettvangi. Það gekk mjög vel og ég
gat byrjað að vinna á bréfadeildinni í
Osló Postterminal við flokkun á pósti
strax og ég hafði fyllt út og útvegað
tilskylda pappíra.
Starfsaldur minn héðan að heiman
ásamt húsmóðurstörfum og barna-
uppeldi var að fullu metið til launa,
þannig að ég byrjaði strax að vinna í
hæsta launaflokki sem starfið var
metið í.
PÓSTMIÐSTSÖÐIN
í OSLÓ
í bréfadeildinni í Osló Postterminal
vann ég svo í 6 mánuði. Þar var mjög
góð vinnuaðstaða, vinnan vel skipu-
lögð og aðbúnaður fyrir starfsfólk
með ágætum. í aðalvinnusalnum sem
er geysistór, er umfagnsmikið færi-
bandakerfi sem fljótt á litið virðist
afar flókið, en reyndist mjög auðvelt
í notkun. Öllum bréfapósti var raðað
í sérstaka kassa (kassettur) en í þá
voru settar tölusettar stýringar eða
pinnar þannig að kassarnir runnu
sjálfvirkt á réttan stað. Sá galli fylgdi
þessu færibandakerfi að frá því var
töluverður hávaði sem olli því að
starfsfólkið varð mun þreyttara en
starfið sjálft gaf tilefni til.
Þarna voru einnig tölvustýrð flokk-
unarvél og stimpilvél fyrir þann póst
sem hafði tilskilinn útbúnað.
Það var mjög fróðlegt og skemmti-
legt að kynnast þessum störfum, en
þegar til lengdar lét fannst mér þau
alltof einhæf og þar af leiðandi fremur
leiðinleg.
PÓSTSKÓLINN
VIÐURKENNDUR
1. ágúst sumarið 1981 eftir sumar-
frí byrjaði ég að vinna við Hammers-
borg postkontor í Akersgata 42. Er
það meðal stærstu pósthúsanna í Osló
og hefur m.a. deild fyrir ráðuneyta-
póstinn (Oslo Dep.). Starfsfólkið í
heild var u.m.b. 40 manns.
Þarna tók á móti mér póstmeistar-
inn, frú R. Davidsen, ákaflega kurteis
og þægileg í viðmóti. Gekk hún með
mér um pósthúsið og kynnti mig fyrir
starfsfólkinu. Mér fannst eftirtektar-
vert hvað Norðmenn eru yfirleitt
kurteisir.
Þegar ákveðið var, að ég fengi að
prófa afgreiðslustörf bað ég um að fá
fyrirfram lítilsháttar tilsögn eða fara
inn á námskeið varðandi afgreiðsluna,
en því var neitað á þeim forsendum
að Póstskólinn á Islandi væri viður-
kenndur á hinum Norðurlöndunum.
En aftur á móti var ungri og fallegri
stúlku, Turid Mo, sem starfaði í
pósthúsinu fengið það hlutverk að
svara spurningum mínum um það
sem ég áttaði mig ekki á í fyrstu. Síðar
rifjuðum við oft upp ýmislegt broslegt
sem skeði þessa fyrstu daga.
Það voru m.a. skilríkjamálin sem
rugluðu mig dálítið í ríminu, en
Norðmenn eru mjög nákvæmir í notk-
un þeirra. Mikill fjöldi allskonar
skírteina er í notkun og ekki öll tekin
gild af póstinum.
ÞJÓFAVARNARKERFI
_____í HVERN
GJALDKERABÁS
Þjófavarnarkerfið sem tengt var í
hvern gjaldkerabás olli mér einnig
dálítið óþægilegri tilfinningu í byrjun.
í Noregi er orðið töluvert um rán
bæði í bönkum og pósthúsum. Við
fengum afhent með kassanum upplýs-
ingar um notkun þjófavarnarkerfis og
með nokkru millibli var gerð athugun
á því hvort við værum örugg í notkun
þess.
Eftir að hafa yfirstigið ýmsa byrjun-
arörðugleika féll mér mjög vel að
vinna þarna. Vinnutilhögunin var
þannig að unnið var á vöktum. Af-
greiðslan var opin frá 8-6 á daginn.
Fyrsta vaktin byrjaði að vinna kl. 6.30
á morgnana en þá flokkuðu gjaldker-
arnir boxapóstinn og þeir sem voru í
frímerkjasölunni tóku að sér ábyrgð-
arpóst og svarsendingar, en þessu
varð að ljúka áður en afgreiðslan
hófst.
AFGREIÐSLUFÓLK
FLUTT MILLI DEILDA
Það var talið mjög mikilvægt að
hver starfsmaður gæti tekið að sér
hvað sem var af hinum almennu
afgreiðslustörfum. Því var höfð sú
aðferð að afgreiðslufólkið var flutt á
milli deilda eða starfa, þannig að hver
og einn var 6 vikur í senn á hverjum
stað; gjaldkerabás, pakkaafgreiðslu,
frímerkjasölu eða ráðuneytadeild-
inni.
Kynningar og upplýsingarstarfsemi
fyrir starfsfólkið fór þannig fram að
einu sinni í viku voru stuttir fundir í
vinnutímanum og var fólkinu skipt í
hópa til að mæta á þá. Þar var tekið
fyrir og útskýrt ef eitthvað nýtt var
tekið upp í sambandi við afgreiðsl-
una t.d. ný sparireikningatilboð frá
Póstsparibankanum eða ný tegund
gíróseðla svo eitthvað sé nefnt. Einnig
voru samræður og spurningar um
hvað sem var í sambandi við hin ýmsu
störf og hvernig hinn almenni starfs-
maður gæti gefið hvetjandi upplýsing-
ar um þá þjónustu sem pósthúsin
bjóða upp á.
Dálítil auglýsingastarfsemi fór fram
á pósthúsinu sérstaklega í sambandi
við gíróþjónustuna og póstsparibank-
ann, en mér var sagt að í sambandi
við þetta tvennt væri u.þ.b. 90% af
afgreiðslunni. Hafðir voru „auglýs-
ingadagar“. Þá var starfsmaður, sem
hafði góða þekkingu t.d. á gíró-
þjónustunni, staðsettur framan við af-
Framhald á bls. 23
PÓSTMANNABLAÐIÐ 11