Póstmannablaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 18
NORRÆNA
GREININ
VERKSTJORN
Grein þessi fjallar um verkstjórn og
er starf verkstjóra á Póstgíróstofunni
í Stokkhólmi tekið fyrir. Vakin er
athygli á þeirri staðreynd, að til að
starf geti talist til verkstjórastarfs
verður verkstjórn að taka a.m.k.
helming vinnutímans. Á póstgíró-
stofunni er starfsheitið flokksstjóri
líka til, bera þeir ábyrgð á störfum
innan smærri hópa. Þar tekur verk-
stjórn aðeins hluta vinnutímans.
HYERNIG VERÐUR
MAÐUR VERKSTJÓRI
OG HVERNIG LAUN
FÆR MAÐUR?
Hagnýt reynsla í starfi og ákveðin
önnur skilyrði skipta mestu fyrir til-
vonandi verkstjóra. Verkstjóranám-
skeið tekur nú þrjár vikur og eru þau
haldin eftir þörfum. Launin fara eftir
fjölda starfsmanna sem starfa undir
hans verkstjórn. Verkstjóri á Póst-
gíróstofunni hefur frá 30 til 300 starfs-
menn undir sinni stjórn.
Verkstjórastöður eru auglýstar
lausar til umsóknar. Hver sem er
getur því sótt um starfið. Launin eru
svolítið hærri en laun starfsmanna
undir hans stjórn. Launaþróunin hef-
ur þó verið verkstjórunum í óhag.
FÉLAGSLEG KJÖR
Verkstjórar hjá Póstgíróstofunni
hafa sömu möguleika og aðrir starfs-
menn til þess að taka upp hlutastarf
við sextugsaldur. Um fyrirkomulagið
verður þó að semja við vinnuveitand-
ann, en launþegum er heimilt að
stytta vinnutíma sinn um helming, um
fjórðung o.s.frv. Sumir notfæra sér
þennan rétt með því að vinna aðra
hvora viku frá 60-65 ára aldurs. Aðrir
vinna tvær vikur í einu og taka tveggja
vikna frí, enn aðrir í tvo daga í einni
viku og þrjá í annarri.
Samkvæmt orlofslögum eiga allir
starfsmenn rétt á fimm vikna sumar-
leyfi. Verkstjóri, sem kominn er yfir
fertugt getur átt rétt á 40 daga sumar-
leyfi.
Verkstjórastarfið er þrotlaus dans
á slakri línu. Alltaf undir smásjá og
verður alltaf að vera reiðubúinn að
taka ákvarðanir, og aðeins réttar
ákvarðanir. Allir verða að vera
ánægðir. Vandamál þarf að kæfa í
fæðingu, setja þarf niður deilur, vera
góður félagi, vera öllum hnútum
kunnugur o.s.frv. St-Post leggur
áherslu á bætta verkstjórafræðslu og
hún verður að vera í samræmi við
þarfir þjóðfélagsins. Boðmiðlun til
almennra starfsmanna er oft ekki sem
skyldi og til þess að rækja þetta
mikilvæga hlutverk sem best, verður
hver verkstjóri að fá fræðslu. Lög og
samningar vinnumarkaðarins gera
miklar kröfur til verkstjórans. í stuttu
máli sagt, verkstjórum er ætlað að
bera ábyrgð á því hvernig öðru fólki
líður í vinnunni. Það er ábyrgðarmik-
ið hlutverk.
Við skulum heyra álit Irene
Kvarnström, en hún er yfirmaður
bókunardeildar einstaklingsreikn-
inga. Þeir sem þar starfa eru starfs-
menn í Póstgíróstofunnar en vinna í
umboði PK-bankans. Yfirmaðurinn
ber ábyrgð á störfum deildarinnar.
Þar vinna um 300 manns, rúmur
helmingur í hlutastörfum.
Hlutverk verkstjórans er nú mjög í
sviðsljósinu. Margir eru þeirrar
skoðunar, að áður hafi verið auðveld-
ara að vera verkstjóri. Að taka
ákvarðanir. Mér dettur í hug að orðið
„myndugleiki“ í jákvæðri merkingu
lýsi einna best eiginleikum verkstjór-
ans. Skipulagsgáfa er einnig nauðsyn-
leg. Lagni í samskiptum við fólk er
líka óhjákvæmileg.
Hvers vegna gerðist Irene verk-
stjóri? „Ég vil hafa margt fólk um-
hverfis mig. Þegar mest er að gera er
mest gaman. Leysa vandamál, það
gefur starfinu gildi.“
Það leynir sér ekki, að Irene hefur
í ríkum mæli alla þá eiginleika sem
góðan verkstjóra mega prýða. Hún er
opinská og glaðvær og verður næstum
frá sér numin af því að fá vandamál
til úrlausnar. Hæfileiki hennar til þess
að njóta þess að vera önnum kafin er
næstum því smitandi. Maður verður
helst að vera fæddur verkstjóri. Þá
líður starfsfólkinu vel.
Að gefa skipanir og sjá um að
skipunum væri hlýtt var hlutskipti
verkstjórans. Nú á dögum dygðu
slíkar verkstjóraaðferðir lítt. Allir
starfsmenn eiga nú rétt á að hafa áhrif
á skipulag og framkvæmd verka sinna
innan eigin vinnustaðar. Það er kveð-
ið svo á um, annars vegar með
ákvörðunarsamningnum og hins vegar
í vinnuverndarlögunum. Verkstjóri
sem tekur einhliða ákvarðanir án
samráðs við starfsfólkið breytir þann-
ig bæði gegn samningum og lögum.
En vita allir verkstjórar þetta? Fyrsta
spurningin er því: Hvaða menntun
hefur þú hlotið sem verkstjóri til þess
að geta rækt skyldur þínar gagnvart
starfsmönnum með hliðsjón af gild-
andi vinnulöggjöf?
Irene skýrir svo frá, að hún hafi sótt
verkstjóranámskeið 1966 og upprifj-
unarnámskeið 10 árum síðar. Hún
telur nauðsyn á árlegri upprifjun, því
að svo margt nýtt kemur upp.
Það eru gerðar miklar kröfur til
verkstjóra, bæði af hálfu yfir- og
undirmanna. Mörgum þykir erfitt að
vera í slíkri „millistöðu“, en það
finnst Irene ekki. „Ég reyni að vera
ég sjálf og vera réttsýn. Læt sömu
reglur gilda fyrir mig og hina.“
Starf verkstjóra er að mörgu leyti
hliðstætt starfi kennara, þ.e. að fá
aðra til að hlusta, til að skilja. Finnst
þér verkstjóri þurfa að hafa eitthvað
sérstakt til brunns að bera?
Gylfi H.S. Gunnarsson,
yfirdeildarstjóri:
Póstþjónustan
á íslandi —
tækniþróunin
Það hefur verið sagt að ísland eigi
sér sinn eiginn tíma. í þessu felst viss
sannleikur enn þann dag í dag þrátt
fyrir örar breytingar og framþróun
allt frá upphafi aldarinnar. Fyrr á
tímum voru ástæður þó augljósari þar
sem einangrun landsins frá umheimin-
um, strjálar samgöngur og erfið lífs-
barátta fólksins í landinu lögðust á
eitt við að skapa þær aðstæður að
íslenskt þjóðfélag var að miklu leyti
ósnortið af framþróun iðnríkjanna á
meginlandi Evrópu og í Ameríku.
Það þarf ekki ýkja gamalt fólk á
íslandi til að muna þá tíma, að jafnvel
ferðalag einstaklings til útlanda gaf
tilefni til frétta í dagblöðum.
Á þessu hafa að sjálfsögðu orðið
gífurlegar breytingar á tiltölulega
skömmum tíma og þótt erfitt sé að
18 PÓSTMANNABLAÐIÐ