Póstmannablaðið - 01.05.1994, Qupperneq 2

Póstmannablaðið - 01.05.1994, Qupperneq 2
 Póstmenn standi saman! Þuríður Einarsdóttir, formaður PFÍ skrifar egar við skoðum 75 ára sögu Póstmannafélags íslands og lesum um þá baráttu sem forverar okkar háðu fyrir bættum kjörum og réttindum félaga sinna, þá er kannski ástæða til að staldra við og skoða stöðuna. Til þess að ná þeirn réttindum sem við nú höfum til launa í orlofi, veik- indum og til lífeyris, þurfti að heyja mikla baráttu. Þessi árangur náðist eingöngu með þrautseigju þeirra sem fyrir launamönnum fóru en ekki síst með samstöðu allra fé- lagsmanna sem að baki forystunni stóðu og voru tilbúnir að færa fórnir til að ná frant því sem um var barist. Ef við lítum á málin í dag sjáum við að við þurfum að hugsa okkar gang. Nú nýlega höfum við valið okkur nýtt fólk til forystu í póstmannafélaginu. Fólk sent er reiðubúið til að vinna að bættum kjörum félagsmanna og standa vörð um félagsleg réttindi okkar. Það má öllum vera Ijóst að póstmenn, sem eru með lægst- launuðu starfsstéttum í landinu, verða að standa saman og sýna mált samstöðunnar, næst þegar til kjarasamninga kemur. Við getum spurt okkur sjálf: Ætlum við að halda áfram að dragast aftur úr í launum? Ætlum við að samþykkja fleiri kjarasamninga sem hljóða upp á 0%? Ætlum við að láta taka frá okkur þau félagslegu réttindi sem við höfum í dag? Eða ætlum við að snúa vörn í sókn og krefjast bættra kjara? Gera þarf viðsemjendum okkar ljóst hversu bág kjör okk- ar eru. Ráðamenn Pósts og sínta verða einnig að gera sér ljósa nauðsyn þess að hafa á að skipa velmenntuðu, á- nægðu starfsfólki. Þeir verða einnig að gera sér það ljóst að þegar atvinnuástand þjóðarinnar lagast, mun stór hluti þess vel þjálfaða fólks sem vinnur hjá póstinum, leita burt þangað sem betri kjör bjóðast. Það væri miður og vonandi verður ráðamönnum þetta ljóst áður en það er um seinan. Þjónusta Pósts og síma byggir að svo stórum hluta á þekkingu og þjálfun starfsmanna að óbætanlegt tjón yrði ef sú þekking hyrfi frá fyrirtækinu. Þá er hætt við að sam- keppnisstaða þess myndi versna til ntuna. Hvernig bregðust við við þessum aðstæðum? Ætlum við að sýna ráðamönnum Pósts og sírna fram á að í aukinni samkeppni sé nauðsynlegt að hafa ánægt og vel þjálfað starfsfólk? Ætlum við að horfa á eftir störfum okkar til samkeppnis- aðila? Ætlum við að sýna fram á að við erum tilbúin til að leggja okkar að mörkum til að hagur fyrirtækisins verði sem bestur en viljum jafnframt að vinnuframlag okkar og þekking verði metin að verðleikum? Póstmenn stöndum saman, það er okkar eina leið til bættra lífskjara og atvinnuöryggis. 2. tölublað 25. árgangur, maí 1994 Ritstjóri: Ragnheiður Björnsdóttir Ritnefnd: Herborg Þorgeirsdóttir Þórunn Snæbjörnsdóttir Eyjólfur Guðmundsson Herdís Skarphéðinsdóttir Ábm: Þuríður Einarsdóttir Ljósm: Guðrún Þorbergsdóttir og fl. Umsjón: Athygli hf. sími 623277 Prentun: PÁV Útgefandi:Póstmannafélag íslands Skrifstofa Grettisgötu 89 er opin daglega kl. 9-17 Símar (91) 62 60 52 og 63 65 60. 2

x

Póstmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.