Póstmannablaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 5
Nemendur í Póst- og símaskólanum hafa verið fjölmargir í gegnum tíðina og þegar okkur bar að garði voru 15 stöðvarstjórar og
fulltrúar þeirra á 3ja vikna námskeiði.
Heimsókn i Póst- og símaskólann:
Um 300 nemendur á ári
Rætt við Jón Ármann Jakobsson, skólastjóra og Guðlaugu Ó. Ólafsdóttur, yfirkennara
Þannig hljóðaði fyrsta grein reglu-
gerðar sem Ingólfur Jónsson, þáver-
andi samgönguráðherra gaf út hinn
28. maí árið 1968. Við brugðum okk-
ur í heimsókn í Póst- og símaskólann
á dögunum en hann er til húsa í
byggingu Pósts og sfma að Sölvhóls-
götu 11 í Reykjavík. Þar urðu fyrir
svörum þau Jón Armann Jakobsson,
skólastjóri og Guðlaug Olöf Olafs-
dóttir, yfirkennari.
Þegar okkur bar að garði, voru 15
stöðvarstjórar og fulltrúar þeirra á
hluta af þriggja vikna námskeiði. Þar
var farið yfir ýmiskonar atriði svo
sem stjórnun og annað það sem
koma má þessum hópi yfirmanna að
gagni. Námskeið fyrir ýmsa starfs-
hópa stofnunarinnar eru viðamikill
þáttur í starfi Póst- og símaskólans,
að sögn þeirra Jóns Armanns og
Guðlaugar.
Meginverkefni skólans eru þó fólgin
í mun lengra námi fyrir starfsmenn
póstþjónustunnar. Námið skiptist í
tvö svið. Annað er fyrir afgreiðslu-
Stofnaður skal sérstakur skóli,
Póst- og símaskóli, til að sjá um
menntun starfsmanna Pósts og síma
með tilliti til þatfa stofnunarinnar
ttm sérhœft starfsfólk. Námið er verk-
legt og bóklegt. Þegar verklegi hluti
námsins ferfram á vinnustað er skól-
anunt œtlað að hafa yfirumsjón með
því og tilheyrandi prófi. Þegar lienta
þykir, má bóklega námið að meira
eða minna leyti fara fram í bréfa-
skólaformi.
Jóm Ármann Jakobsson, skólastjóri og Guðlaug Olöf Ölafsdóttir, yfirkennari.