Póstmannablaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 6
fólk en hitt fyrir bílstjóra, flokkunar-
fólk og bréfbera. Hið síðamefnda er
samtals rúmlega 150 kennslustundir
sem dreifast á fimm vikur. Nám af-
greiðslufólks er í þrem hlutum Póst-
nám I, II og III. Hver hluti er rétt um
tvöhundruð kennslustundir og tekur
hver þeirra fimm vikur. A rneðan á
námi stendur eru nemendur alveg frá
störfum sínum og að fullu í náminu.
Arlega sitja um 300 nemendur úr
hópi starfsmanna Pósts og síma leng-
ur og skemur á skólabekk við Sölv-
hólsgötuna. Jón Armann skólastjóri
sagði að heildarfjöldi nemenda frá
upphafi væri einhversstaðar nærri
þremur þúsundunum. Námið og
námsefnið hefði auðvitað þróast í ár-
anna rás. Megin breytingar frá því að
fyrsta reglugerðin um skólann var
sett væru þó einkum tvær. Nám í
bréfaskóla er nú aflagt. Þá hefðu
breytingar á iðnlöggjöfinni orðið til
þess að símvirkjar og símsmiðir
sæktu ekki lengur menntun sína í
Póst- og símaskólanum. Símvirkjun
og símsmíði væru nú löggiltar iðn-
greinar og því kenndar við Iðnskól-
ann.
Jón Armann sagði þessa þróun vera
eðlilega en hún hefði valdið ýmsum
breytingum. Aður hefði nám sím-
virkja og -smiða tengst stofnuninni
nánar og námið verið byggt á
kennslugögnum á ensku, sem tengdst
hefðu starfinu allnáið. Eðlilega væri
nám við iðnskóla fjær að ýmsu leyti
sem væri bæði kostur og galli. Hann
taldi að þessar breytingar hefðu með-
al annars valdið því að ráðnir hefðum
verið fleiri tæknifræðingar og verk-
fræðingar til Pósts og síma.
Sjálfur er Jón Ármann Jakobsson
tæknifræðingur með mennt frá Dan-
mörku og Englandi. Hann hóf störf
hjá stofnuninni árið 1961 en hefur
gegnt starfi skólastjóra síðan 1975.
Guðlaug Olöf Olafsdóttir, yfirkennari
er með BA próf í ensku og frönsku.
Hún hefur starfað hjá Pósti og síma
frá 1983 og þá á skrifstofu póst- og
símamálastjóra. Hún varð yfirkennari
árið 1988.
Námsgreinar, sem farið er yfir í póst-
náminu eru fjölmargar og engan veg-
inn hægt að telja þær allar upp hér.
Við lestur námsskrárinnar sjáum við
þó að kennsla í frönsku er þriðjungur
af kennslustundum póstnáms III eða
einar 60 stundir. Þá kennslu annast
Guðlaug yfirkennari. En hversvegna
franska?
Nemandi tekinn tali:
Mjög gagnlegt nám
Halla Garðarsdóttir R-2.
„Tildrög þess að ég íor að vinna hjá
Póstinum voru þau að rnóðir vin-
konu minnar, senr sjálf vinnur hér,
benti mér á að hér væri laust starf.
Það varð síðan úr að ég sótti urn og
fékk vinnu. Þetta var árið 1991 og
hér hef ég verið síðan og alltaf við
skráningu vegna tollafgreiðslu póst-
sendinga.
Þetta sagði Halla Garðarsdóttir hjá
R-2 í samtali við Póstmannablaðið
en hún stundar nú nám í Póst- og
símaskólanum.
„Fyrsta námskeiðið sem ég sótti á
vegum Póst- og símskólans var sl.
haust. Það stóð í viku og var einkum
farið í atriði vegna nýrrar reglugerð-
-segír Halla Garðarsdóttir á R-2
ar, en þjónusta póstsins vegna tollaf-
greiðslna hef aukist mikið samfara
henni.
- Síðan tókstu þann hluta námsins
hjá Póst- og símaskólans, sem
nefndur er Póstnám l?
„Já, það fór fratn í nóvember og
desember sl. en Póstnám II hófst nú
eftir páska og stendur fram í maí.
- Hvernig líkar þér námið?
„Námið í Póst- og símaskólanum er
mjög gagnlegt og gott fyrir mig.
Einkum finnst mér mikils virði að fá
tækifæri til þess að kynnast fleiri
sviðum í starfi Pósts og sírna heldur
en ég hef unnið við til þessa. Sú hef-
ur nefnilega orðið raunin á við
tollsviðið, að sérhæfing hefur aukist
þar verulega frá því að ég hóf störf
og á líklega eftir að aukast áfram.
- Hefur þút einhverja skoðun á því,
hvers vegna konur eru orðnar í
miklum meirihluta meðal starfs-
manna Pósts og síma?
„Það eru vafalaust launakjörin, sem
fyrst og fremst valda því. Karlmaður
sem ætlar að vera aðalfyrirvinna
heimilis getur ekki staðið undir því
með almennum launum póst-
rnanna, sagði Halla Garðarsdóttir
að lokunt.
6