Póstmannablaðið - 01.05.1994, Qupperneq 7
„Franskan er alþjóðlegt póstmál. Öll
formleg samskipti á milli landa fara
ávallt frarn á frönsku eða þá frönsku
og einhverju öðru máli jafnframt.
Skylt er að öll póstorð séu á frönsku
auk annars máls, segir Guðlaug. „A-
stæða þessa er sú að skipulegt alþjóð-
legt samstarf urn póstmál hófst mjög
snemma eða í síðustu öld og þá var
franska ríkjandi tungumál í alþjóða-
samskiptum.“
Námið í skólanum er byggt á því að
nemendur hafi lokið almennu grunn-
skólanámi. Önnur menntun og kunn-
átta er síðan rnetin hverju sinni. Jón
Ármann sagði að rniðað væri við að
nemendur hefði starfað í það minnsta
þrjá mánuði hjá stofnuninni, þegar
þeir settust á skólabekkinn. Auk hans
og Guðlaugar eru tveir aðrir fastráðn-
ir við skólann. Eru það Hrafnhildur
Ólafsdóttir, fulltrúi og Harald G.
Halldórsson, tæknifulltrúi, sem kenn-
ir tengingar. Hann er símsmíðameist-
ari og hefur starfað hjá Pósti og sírna
frá 1945. Hrafnhildur er yngst í
hópnum, hóf störf árið 1990. Aðrir
kennarar koma víðsvegar að úr sín-
um störfum hjá stofnuninni, allt sér-
fræðingar á sínu sviði. Alls eru það
60 til 80 aðilar sem kenna við skól-
ann á vetri hverjum. Tölvubúnaður
skólans var endurnýjaður fyrir
skömmu og þar er auk þess fullkom-
in aðstaða til verklegrar kennslu við
störf við nýju afgreiðslukerfin.
Auðvelt
að fá
heildar-
mynd
- segir Eva Gunnarsdóttir, fulltrúi
„Ég tel það alveg nauðsynlegt fyr-
ir alla sem starfa hjá stofnuninni
að fara í skólann því það er auð-
veldasta og kannski eina leiðin til
að fá heildarmynd af öllu því fjöl-
marga sem gert er hjá Pósti og
síma, segir Eva Gunnarsdóttir,
sem nú er í þeirn hluta námsins hjá
Póst- og símaskólanum sem
nefndur er Póstnám II eftir að hafa
lokið Póstnámi I í nóvember sl.
Eva er nú fulltrúi á skrifstofu um-
dæmisstjóra í Umdæmi 1. Var
fastráðin fyrir rúmu einu ári en hóf
fyrst störf hjá Póstinum árið 1989
jafnhliða námi m.a. í menntaskóla
og iðnskóla auk sérstaks tölvu-
náms.
Eva Gunnarsdóttir,ful\trúi.
„Mér finnst ekki síður ánægjulegt
og gagnlegt við skólanámið, að fá
tækifæri til að kynnast vinnufélög-
unum víðsvegar að af landinu.
segir Eva ennfremur. „Reyndar
hef ég líka verið svo heppin að fá
tækifæri til að fara til Sauðár-
króks, Blönduóss og í ýmis póst-
hús á Reykjavíkursvæðinu til að
leiðbeina vegna uppsetningar á
nýju afgreiðslukerfunum. Eftir það
er ég sannfærð um gildi þess að
við starfsmenn Pósts og síma
kynnumst sem mest innbyrðis og
þá bæði með hag stofnunarinnar
og starfsfólks í huga.
I nýjum störfum
Þórða Berg Óskarsdóttir
hefur verið skipuð stöðvar-
stjóri hjá Pósti og síma á
Stokkseyri frá 15. janúar
1994. Hún er fædd 3. des-
ernber árið 1941. Þórða hóf
störf hjá Pósti og síma í
Vestmannaeyjum 1. októ-
ber 1960 og starfaði þar
með hléum til ársins 1973
að hún vann um tíma í
Hafnarfirði en réðst til
Pósts og síma á Selfossi 1. október 1973. Var hún þar
talsímavörður og nú síðast gjaldkeri áður en hún tók
við hinu nýja starfi.
Margrét Vigfúsdóttir hefur
verið skipuð stöðvarstjóri
hjá Pósti og síma í Ólafsvík
frá 1. janúar 1994. Hún er
fædd 4. apríl 1949. Margrét
kom til starfa hjá Pósti og
síma í Ólafsvík 2. júní 1980
og starfaði sem bréfberi, tal-
símavörður og síðast póstaf-
greiðslumaður þar til hún
tók við starfi stöðvarstjóra.
7