Póstmannablaðið - 01.05.1994, Síða 8

Póstmannablaðið - 01.05.1994, Síða 8
ólfsson. Núverandi safnvörður er Jón Agnar Skagfjörð. Jón hel’ur verið safnvörður í Póst- og símaminjasafninu í fimm ár. „Ætli ég hafi ekki verið settur hingað sem nokkurs konar sýnishorn af gömlum póst- og símamanni, sagði hann í spjalli við blaðamann Póstmanna- blaðsins. Jón hóf störf í jarðsíma- tengingum hjá Pósti og síma árið 1944 en hefur komið víða við innan fyrirtækisins síðan þá. M.a. starfaði hann um 13 ára skeið sem símstöðv- arstjóri á Selfossi áður en hann tók við vörslu safnsins. „Hér er ágætlega búið að safngripum en hitt er annað mál að húsnæðið er orðið allt of lítið. Við erum með geymslur víða og því miður er þess ekki kostur að sýna sem vert væri ýrnsa merkisgripi, sagði Jón Agnar ennfremur. Hann sagði og að í safnið kæmu unt 500 manns á ári hverju, aðallega útlendingar. Póst- og símasafnið er opið á sunnu- dögum og þriðjudögum kl. 15-18. Þeir sem vilja skoða safnið á öðrum tímum hafi samband við safnvörð í síma 54321. Aðgangur er ókeypis. Það er margt sem minnir á gamla tíma í Póst- og símaminjasafninu sem er til húsa í gömlu símstöðinni við Austurgötu 1 1 í Hafnarfirði. Þar kennir margra grasa úr póst- og síma- sögu okkar íslendinga og forvitnilegt að sjá hvernig tækninni hefur fleygt fram og allar aðstæður starfsmanna breyst. Safnið í Hafnarfirði var opnað í janú- ar árið 1987 en langur aðdragandi var að stofnun þess. Hölðu margir starfs- menn Pósts og sínta haldið til haga gömlum munum sem í dag eru uppi- staða safnsins. Þá eru stöðugt að bæt- ast nýir gripir í sal'nið. A enga er hallað þótt nöfn þeirra Eyjólfs Þórð- arsonar, efnisvarðar bæjarsímans í Reykjavík og Matthíasar Guðmunds- sonar, fyrrverandi póstmeistara í Reykjavík séu nefnd í þessu sam- bandi. Gunnar Bjarnason lciktjalda- málari annaðist uppsetningu safnsins en fyrsti safnvörður var Magnús Eyj- Jón Agnar Slaigfjörð, safnvörður: „ætli ég sé ekki bara sýnishorn afgömlum póst~ og simamanm i“i Heimsókn í Póst- og símaminjasalnið: Sagan við hvert fótmál í safninu í Hafnarfirði er að finna marga gripi sem eru ómetanleg heimild um störf póst- og símamanna fyrr á tíð. 8

x

Póstmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.