Póstmannablaðið - 01.05.1994, Page 9

Póstmannablaðið - 01.05.1994, Page 9
Þurfum að efla samstöðuna Rætt við Þuríði Einarsdóttur, nykjörinn formann Póstmannafélagsins uríður Einarsdóttir hlaut afgerandi kosningu sem formaður PFI til næstu þriggja ára í nýafstöðnum kosningum. Póstmannablaðið ræddi við Þuríði um starf hennar hjá Pósti og síma og um trúnaðarstörf hennar hjá Póstmannafélaginu. Hverjar voru ástæður þess að þú gafst kost á þér íformannskjörið? - Fyrst og fremst lét ég undan þrýstingi fjölda áskorana um að gefa kost á mér. Að fenginni 6 ára reynslu af stjórnarstörfum freistaði það mín vissulega að takast á við þau verkefni sem starfi formanns fylgir því næg eru verkefnin sem fyrir liggja. Hvenœr hófst þú stöifhjá póstinum? - Það var haustið 1984. Fjölskyldan var nýflutt frá Danmörku og ég þurfti að fá vinnu sem næst heimilinu þar sem börnin voru enn ung og gátu ekki séð um sig sjálf. Ég bar því fyrst niður á pósthúsinu R-9 sem þá var við Arnarbakka. Þar réð þá ríkjum Þorgeir Ingvason. Hann tók mér vel og skrifaði nafn og síma hjá sér. Síðan skall á verkfall BSRB sem stóð í mánuð og 15. nóvember hringdi Þorgeir í mig og sagði að ég gæti byrjað daginn eftir. Þegar ég rnætti biðu mín staflar af bréfum sem ég skyldi lesa sundur og bera síðan út. Það verður að segjast eins og er að mér féllust næstum hendur, en með hjálp góðra manna komst ég í gegnurn fyrsta daginn. Smám sarnan lærði ég starfið og líkaði bara vel. Hver hefur ferillinn verið innan þjón- ustunnar? - Ég var bréfberi í 4 ár og fór þá í Póstskólann og réð mig svo sem gjaldkeri á R-9. í því starfi var ég til ársbyrjunar 1993 að ég fékk stöðu fulltrúa í erlendum viðskiptum á Póstgíró. KYNNING A PÓSTMANNI Nafn: Þuríður Einarsdóttir. Fædd: 15. nóvember 1949. Vinnustaður: Póstgíró. Launaflokkur: 441,8. þrep. Félagsstörf: í stjórn PFÍ frá 1988, formaður frá 1994. Þetta er um margt ólík störf er það ekki? - Þau hafa öll kosti og galla. Starf bréfbera bíður upp á mikla útiveru og hreyfingu þótt oft sé það erfitt vegna póstmagns og færðar. Gjaldkera- starfið er Ijölbreytt og býður upp á mikil mannleg samskipti en er mjög krefjandi og oft á tíðum fylgir því mikið andlegt álag. Fulltrúastarfið er andstæða við hin tvö störfin. Það er eftirlitsstarf sem krefst einbeitingar og samskipti við önnur pósthús og viðskiptavini eru í síma og bréflega, bæði á íslensku og erlendum tungum. Hvað með störfþín í þágu félagsins? - Ég var fyrst kosin varamaður í félagsráð árið 1986 fyrir bréfadeild og aðalmaðurl988 og fór þá inn í stjórn PFÍ. Árið 1990 og aftur 1992 fór ég í stjóm fyrir póstafgreiðslu- menn og 1992 var ég kosin ritari stjómar. Árið 1994 er í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýjum lögum PFI og formaður kosinn beinni kosningu og ég náði kjöri. Auk þessa hef ég verið formaður Styrktarsjóðs síðan 1993 og átt sæti í jafnréttisnefnd BSRB. Þín bíða mörg verkefni sem nýr for- maður PFI. Hver eru mest aðkall- andi? - Launamál og félagsleg réttindi verða alltaf aðalverkefni forystu hvers verkalýðsfélags og ekki síst fyrir PFI, sem hefur svo stóran hóp félagsmanna, sem fá láglaunabætur. Brýnt verkefni verður að gera við- semjendum okkar ljóst hversu bág staðan er. Einnig þarf að fá félags- menn til að efla samstöðu innan félagsins. Vekja þarf áhuga póst- manna á því að þeir þurfi að fylgjast mjög vel með og vera vakandi fyrir nýjungum í þjónustunni. Þeir þurfa einnig að hafa það hugfast að sofni þeir á verðinum getur starfið verið tekið frá þeim þegar minnst varir. Póstmenn eru ekki vanir því að þurfa að lokka til sín viðskiptavini. Hingað til hafa þeir ekki átt annan kost en að versla við póstinn en nú er öldin önnur og styggð á viðskiptavini getur kostað brotthvarf. Að lokum eitthvað skemmtilegt sem hefur hent þig? - Ég get nú ekki tilgreint neitt sér- stakt atvik sem er skemmtilegt þó oft hafi ýmislegt spaugilegt hent. Störfin hjá póstinum eru svo fjölbreytt og lifandi. Maður kynnist mörgu fólki út urn land allt, þó aðallega í gegnum síma og það kemur oft skemmtilega á óvart að hitta fólk sem maður hefur áður verið búinn að mynda sér fyrir- fram skoðun á. 9

x

Póstmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.