Póstmannablaðið - 01.05.1994, Side 12

Póstmannablaðið - 01.05.1994, Side 12
Salurinn í gamla Sigtúni í Reykjavík var troðfullur og hátíðarsvipur yfir 75 ára afmæli Póstmannafélags Islands. Glæsilegur afmælls- fagnaður PFÍ að var glatt á hjalla í*75 ára af- mælisfagnaði Póstmannafélags Islands, en hann var haldinn í Sigtúni við Austurvöll á afmælisdaginn, 26. mars sl. Fjöldi póstmanna lagði leið sína í Sigtún þennan dag auk þess sem margir gestir komu til að heiðra félagið á merkum tímamótum. Af eðlilegum ástæðum settu póstmenn af Reykjavíkursvæðinu svip á sam- komuna en þess má geta að Póstur og sími sendi starfsfólki allra pósthúsa á landinu tertu af þessu tilefni. Meðal þeirra sem sendu gjafir og kveðjur til Póstmannafélagsins voru BSRB, Póstur og sími, Starfsmanna- félag ríkisstofnana, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Landssamband lögreglumanna, Landssamband slökkviliðsmanna, Fósturfélag ís- lands, Félag íslenskra símamanna og stöðvarstjórar Pósts og síma auk þess sem skeyti bárust úr ýmsum áttum. Kunna póstmenn þessum aðilum bestu þakkir fyrir. Hátíðarbragur var á samkomunni í Sigtúni og m.a. var þar uppi nýr og glæsilegur félagsfáni sem hafði verið saumaður í tilefni afmælisins. Við skulum ekki hafa þessi orð fleiri að sinni en látum myndirnar tala þess í stað. Inga Guðmundsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og Vilhelmína Magnúsdóttir. Fyrrverandi formenn PFI voru heiðraðir með gullmerki félagsins. Myndin er tekin við það tækifæri. 12

x

Póstmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.