Póstmannablaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 15
formaður, Arni Þ. Jónsson gefi kost á
sér til endurkjörs.
Undir þetta skrifuðu síðan 62 póst-
menn og þar á meðal margir, sem
framarlega stóðu í félagsmálum. - Já
ég mat þetta nokkurs og varð við á-
skoruninni.
Arni Þ. Jónsson er Þingeyingur að
uppruna en fluttisl ungur til Seyðis-
fjarðar þar sem hann hóf störf hjá
Kaupfélagi Austfirðinga sem ungur
maður. Undir lok stríðsins flutti hann
svo til Reykjavíkur.
„Á Seyðisfirði gerðust mikil stórtíð-
indi strax í byrjun síðari heimsstyrj-
aldar. Bretar settu þar strax við her-
námið árið 1940 upp geysimikla
flotastöð. Þjóðverjar flugu oft yfir
bæinn á þessum árum og gerðu þar
líka loftárás og þar slösuðust líka Is-
lendingar af völdum þeirra.
Viðskiptahættir í kaupfélaginu á
Seyðisfirði breyttust auðvitað heil-
mikið, þegar þessi fjöldi bresku
sjóliða kom til skjalana. Eg minnist
þess að í byrjun styrjaldarinnar áttum
við heil ósköp af vaðmálsefni frá
Gefjun á Akureyri, sem alls ekki
gekk út. Efnið líkaði illa og þótti
bæði gróft og Ijótt, þó slitsterkt væri.
Þegar bretarnir komu snérist dæmið
hinsvegar við. Vaðmálið frá Gefjun
var rifið út og þegar allt var þrotið
kom hvað eftir annað fyrir að breskir
sjóliðar komu með efnisbúta með sér
og vildu fá meira. En við því var ekki
hægt að verða.
Eftir að Árni Uuttist suður hóf hann
störf í Pósthúsinu í Reykjavík árið
1946. Um þær breytingar, sem síðan
hafa orðið á allra póststarfsemi mætti
hafa mörg orð. Póstmenn í dag, sem
ekki muna þessa tíma, skilja þær lík-
lega best, þegar rifjað er upp að þá
var Pósthúsið í gamla miðbænum
eina pósthúsið í Reykjavík að því frá-
töldu að Tollpóststofan var í Hafnar-
húsinu.
Við þökkum Árna kærlega fyrir
spjallið.
Þuríður Einarsdóttir, formaður.
Kosnincjar til formanns
og stjórnar:
Ný forysta
Eins og póstmönnum er kunnugt
hafa farið fram kosningar til
formanns og stjórnar Póstmanna-
félagsins. Á kjörskrá voru 979
manns en atkvæði greiddu 800 eða
82%. Tóll' atkvæði voru auð og
ógild. Atkvæði voru talin 28. mars
og hlulu eftirfarandi gildandi kosn-
ingu:
Formaður var kjörin Þuríður Ein-
arsdóttir og með henni í stjórn
voru kosnir þessir: Anna Scheving,
Akureyri og til vara Kristrún
Kristjánsdóttir, R II. Jón Ingi
Jón lngi Kristín V.
Þorgeir A ðalsteinn
Anna Margrét
Cœsarsson, Akureyri og lil vara
Herborg Þorgeirsdóttir, Garðabæ,
Þorgeir Ingvarsson, Mosfellsbæ
og til vara Erla Eyjólfsdóttir,
Laugarvatni, Kristín V. Gísla-
dóttir, Póstmáladeild og til vara
Elísabet R. Friðriksdóttir, Póstgíró
og Aðalsteinn P. Guðjónsson,
Böggladeild og til vara Örn Helga-
son, Bréfadeild. Trúnaðarráð valdi
Margréti Ragnarsdóttur, Böggla-
deild til setu í stjórn og til vara
Gunnar Þór Sigurjónsson, Egils-
stöðum.
Kjörnefnd að störfum á skrifstofu PFI. 82% póstmanna tóku þátt kosningun-
um.