Póstmannablaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 16
„Til að bæta hag póstmanna
og gæta hagsmuna þeirra...
Stiklað á stóru í sögu Póstmannafélags íslands
Hinn 26. mars 1919 héldu póst-
mennirnir í Reykjavík fund með
sér í pósthúsinu. Hinn 25. s.m. hafði
verið haldinn almennur fundur lands-
starfsmanna í Reykjavík. Á þeim
fundi var kosin nefnd til að koma á
allsherjarfélagsskap meðal allra
starfsmanna landsins. Eftir tilhlutun
þessarar nefndar var póstmannafund-
urinn haldinn. Var þar samþykkl að
stofna póstmannafélag, til þess að
bæta hag póstmanna og gæta hags-
muna þeirra.“
Þannig hljóðar upphaf fyrstu fundar-
gerðar Póstmannafélags Islands, en
hún er til varðveitt í handriti. Við
skulum huga að tilurð þessa félags
senr nú minnist 75 ára afmælis síns
og stikla á stóru í þróun þess framan
af.
Fyrsti íslenski póstmaðurinn
Sögu íslenskra póstmanna má rekja
allt aftur til ársins 1776 þegar Krist-
ján konungur VII gaf út tilskipun um
að komið skuli á póstferðum innan-
lands á Islandi. Fyrsta póstferðin var
þó ekki farin fyrr enlO. febrúar 1782
þegar maður að nafni Ari Guð-
mundsson fór með póst frá Reykjar-
firði við Isafjarðardjúp suður um
firði og kom 16. febrúar að Haga á
Barðaströnd. Hlýtur sá ágæti maður
að teljast fyrsti íslenski póstmaður-
inn. Þeim fór tjölgandi næstu ár-
hundruðin en það var ekki fyrr en á
morgni 20. aldar sem menn fóru að
huga að félagsstofnun.
Það var engin tilviljun að póstmenn
vildu efna til stofnunar félags einmitt
á þessum tíma, þ.e. vorið 1919.
Verkalýðshreyfingin var á bernsku-
skeiði og í mikilli deiglu enda félög í
hinum ýmsu starfsgreinum stofnuð út
um land allt. Þá höfðu Islendingar
nýlega öðlast fullveldi og töldu
launamenn affarasælast að bindast
samtökum til að geta samið um kaup
og kjör við þau stjórnvöld sem voru
16